„Fyrstu dagana fór ég ekki út úr húsi" Hrund Þórsdóttir skrifar 1. mars 2014 00:01 Fyrstu dagana fór ég ekki út úr húsi, segir maður sem fór illa út úr gagnastuldi frá Vodafone. Miklu magni persónulegra skilaboða frá honum var lekið á netið og tekur hann þátt í hópmálsókn á hendur fyrirtækinu.Nýlega greindum við frá því að stofnað hefði verið málsóknarfélag til að sækja bætur á hendur Vodafone vegna upplýsingaleka frá félaginu í nóvember. Fyrirhuguð hópmálsókn yrði sú fyrsta sinnar tegundar hér á landi. Fjölskyldumaður á höfuðborgarsvæðinu er einn þeirra sem komu verst út úr málinu og meðal þess sem lak út frá honum voru bankaupplýsingar og mörg afar persónuleg skilaboð, eins og sjá má dæmi um í meðfylgjandi myndskeiði. Hann segir lekann hafa haft mikil áhrif á sig, bæði andleg og líkamleg. „Fyrstu dagana eftir þetta fór ég ekki út úr húsi og átti meira að segja erfitt með að svara símanum. Ég upplifði mikla félagsfælni og svaf illa sem endaði með því að ég þurfti að fara á sterk svefnlyf sem gerðu að verkum að ég var eiginlega óvinnufær daginn eftir vegna sljóleika. Þannig að þetta hafði mikil áhrif og hefur enn, ég er ekki búinn að jafna mig á þessu ,“ segir hann. Lögmaður málsóknarfélagsins telur Vodafone hafa brotið eigin verklagsreglur um eyðingu gagna, sem settar voru að kröfu Persónuverndar og er það í skoðun. „Það er ýmislegt sem maður ræðir við ákveðna einstaklinga um þriðja aðila sem á aldrei að opinberast og þegar sá þriðji sér þá umræðu getur það skemmt fyrir,“ segir maðurinn. Þannig að þetta hefur skemmt vinasambönd fyrir þér? „Já, þetta hefur því miður gert það en vonandi er hægt að laga það með tíð og tíma.“ Maðurinn telur að ekki hafi verið farið að lögum og reglum. „Númer eitt, tvö og þrjú vona ég að þetta skili því að ég fái viðurkenningu á að það hafi verið brotið á mér,“ segir maðurinn að lokum. Tengdar fréttir Segir Vodafone ekki vilja afhenda gögn Skúli Sveinsson hjá Málsóknarfélaginu segir að erfiðlega hafi gengið að afla gagna hjá Vodafone. Fyrirtækið vilji bara afhenda gögn til núverandi viðskiptamanna. 18. febrúar 2014 09:02 Neita ekki að afhenda gögn Hrannar Pétursson, upplýsingafulltrúi Vodafone, segir það af og frá að fyrirtækið neiti að afhenda gögn vegna fyrirhugaðrar hópmálssóknar Málsóknarfélagsins gegn fyrirtækinu. 18. febrúar 2014 16:43 Fyrirhuguð hópmálsókn vegna leka: Segir Vodafone neita að afhenda gögn Fyrirhuguð hópmálsókn gegn Vodafone vegna upplýsingaleka frá félaginu yrði sú fyrsta sinnar tegundar hér á landi. Lögmaður segir Vodafone hafa neitað að afhenda nauðsynleg gögn vegna undirbúnings málsins. 17. febrúar 2014 20:00 Undirbúa hópmálssókn á hendur Vodafone Málsóknarfélag vegna leka af vef Vodafone þann 30. nóvember 2013 birtir í dag auglýsingu í Fréttablaðinu þar sem kemur fram tilkynning um undirbúning á hópmálssókn á hendur Vodafone vegna upplýsingaleka af vef félagsins. 17. febrúar 2014 07:00 Mest lesið „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Erlent Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Erlent „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Innlent Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Innlent Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Stebbi í Lúdó látinn Innlent Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Innlent Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða Innlent Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum Erlent Fleiri fréttir „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Sjá meira
Fyrstu dagana fór ég ekki út úr húsi, segir maður sem fór illa út úr gagnastuldi frá Vodafone. Miklu magni persónulegra skilaboða frá honum var lekið á netið og tekur hann þátt í hópmálsókn á hendur fyrirtækinu.Nýlega greindum við frá því að stofnað hefði verið málsóknarfélag til að sækja bætur á hendur Vodafone vegna upplýsingaleka frá félaginu í nóvember. Fyrirhuguð hópmálsókn yrði sú fyrsta sinnar tegundar hér á landi. Fjölskyldumaður á höfuðborgarsvæðinu er einn þeirra sem komu verst út úr málinu og meðal þess sem lak út frá honum voru bankaupplýsingar og mörg afar persónuleg skilaboð, eins og sjá má dæmi um í meðfylgjandi myndskeiði. Hann segir lekann hafa haft mikil áhrif á sig, bæði andleg og líkamleg. „Fyrstu dagana eftir þetta fór ég ekki út úr húsi og átti meira að segja erfitt með að svara símanum. Ég upplifði mikla félagsfælni og svaf illa sem endaði með því að ég þurfti að fara á sterk svefnlyf sem gerðu að verkum að ég var eiginlega óvinnufær daginn eftir vegna sljóleika. Þannig að þetta hafði mikil áhrif og hefur enn, ég er ekki búinn að jafna mig á þessu ,“ segir hann. Lögmaður málsóknarfélagsins telur Vodafone hafa brotið eigin verklagsreglur um eyðingu gagna, sem settar voru að kröfu Persónuverndar og er það í skoðun. „Það er ýmislegt sem maður ræðir við ákveðna einstaklinga um þriðja aðila sem á aldrei að opinberast og þegar sá þriðji sér þá umræðu getur það skemmt fyrir,“ segir maðurinn. Þannig að þetta hefur skemmt vinasambönd fyrir þér? „Já, þetta hefur því miður gert það en vonandi er hægt að laga það með tíð og tíma.“ Maðurinn telur að ekki hafi verið farið að lögum og reglum. „Númer eitt, tvö og þrjú vona ég að þetta skili því að ég fái viðurkenningu á að það hafi verið brotið á mér,“ segir maðurinn að lokum.
Tengdar fréttir Segir Vodafone ekki vilja afhenda gögn Skúli Sveinsson hjá Málsóknarfélaginu segir að erfiðlega hafi gengið að afla gagna hjá Vodafone. Fyrirtækið vilji bara afhenda gögn til núverandi viðskiptamanna. 18. febrúar 2014 09:02 Neita ekki að afhenda gögn Hrannar Pétursson, upplýsingafulltrúi Vodafone, segir það af og frá að fyrirtækið neiti að afhenda gögn vegna fyrirhugaðrar hópmálssóknar Málsóknarfélagsins gegn fyrirtækinu. 18. febrúar 2014 16:43 Fyrirhuguð hópmálsókn vegna leka: Segir Vodafone neita að afhenda gögn Fyrirhuguð hópmálsókn gegn Vodafone vegna upplýsingaleka frá félaginu yrði sú fyrsta sinnar tegundar hér á landi. Lögmaður segir Vodafone hafa neitað að afhenda nauðsynleg gögn vegna undirbúnings málsins. 17. febrúar 2014 20:00 Undirbúa hópmálssókn á hendur Vodafone Málsóknarfélag vegna leka af vef Vodafone þann 30. nóvember 2013 birtir í dag auglýsingu í Fréttablaðinu þar sem kemur fram tilkynning um undirbúning á hópmálssókn á hendur Vodafone vegna upplýsingaleka af vef félagsins. 17. febrúar 2014 07:00 Mest lesið „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Erlent Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Erlent „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Innlent Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Innlent Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Stebbi í Lúdó látinn Innlent Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Innlent Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða Innlent Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum Erlent Fleiri fréttir „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Sjá meira
Segir Vodafone ekki vilja afhenda gögn Skúli Sveinsson hjá Málsóknarfélaginu segir að erfiðlega hafi gengið að afla gagna hjá Vodafone. Fyrirtækið vilji bara afhenda gögn til núverandi viðskiptamanna. 18. febrúar 2014 09:02
Neita ekki að afhenda gögn Hrannar Pétursson, upplýsingafulltrúi Vodafone, segir það af og frá að fyrirtækið neiti að afhenda gögn vegna fyrirhugaðrar hópmálssóknar Málsóknarfélagsins gegn fyrirtækinu. 18. febrúar 2014 16:43
Fyrirhuguð hópmálsókn vegna leka: Segir Vodafone neita að afhenda gögn Fyrirhuguð hópmálsókn gegn Vodafone vegna upplýsingaleka frá félaginu yrði sú fyrsta sinnar tegundar hér á landi. Lögmaður segir Vodafone hafa neitað að afhenda nauðsynleg gögn vegna undirbúnings málsins. 17. febrúar 2014 20:00
Undirbúa hópmálssókn á hendur Vodafone Málsóknarfélag vegna leka af vef Vodafone þann 30. nóvember 2013 birtir í dag auglýsingu í Fréttablaðinu þar sem kemur fram tilkynning um undirbúning á hópmálssókn á hendur Vodafone vegna upplýsingaleka af vef félagsins. 17. febrúar 2014 07:00