Fyrirhuguð hópmálsókn vegna leka: Segir Vodafone neita að afhenda gögn Hrund Þórsdóttir skrifar 17. febrúar 2014 20:00 Stofnað hefur verið málsóknarfélag til að sækja bætur á hendur Vodafone vegna upplýsingaleka frá félaginu í nóvember og birti Fréttablaðið auglýsingu þess efnis í dag. Þar eru allir sem telja sig hafa orðið fyrir tjóni eða misst út gögn vegna lekans, hvattir til að sækja um aðild. Hversu margir telurðu að eigi rétt á aðild að þessu félagi? „Þeir geta skipt tugum þúsunda, að minnsta kosti,“ segir Skúli Sveinsson, lögmaður málsóknarfélagsins. Nokkrir þeirra sem urðu fyrir mestu tjóni vegna lekans hafa ráðið sér lögmenn. Skúli kveðst sjálfur hafa orðið fyrir barðinu á lekanum. „Það voru þjónustutilkynningar sem mér voru sendar sem ég tel að séu persónulegs eðlis og varði ekki almenning,“ segir hann um gögn hans sem láku út við gagnastuldinn. Tekið var skref í neytendarétti á Íslandi þegar heimild til að stofna málsóknarfélög var sett í lög um meðferð einkamála árið 2010 og yrði fyrirhuguð málsókn gegn Vodafone sú fyrsta sinnar tegundar hér á landi. Hvert er markmiðið með þessari hópmálsókn? „Að fá viðurkenningu á bótaskyldu og því að brotið hafi verið á félagsmönnum með þessum leka og jafnframt að sækja einhverjar fjárhagslegar bætur,“ segir Skúli. Málið er fordæmalaust og ekki hægt að segja til um hversu háar miskabótakröfur gætu orðið. Skúli og lögmannsstofa hans, Lögvernd ehf, leggja út kostnað vegna málsóknar og krefjast ekki þóknunar nema málið vinnist. Undirbúningur gæti tekið nokkra mánuði. „Það hefur gengið illa að fá gögn frá Vodafone varðandi aðila sem eru ekki viðskiptavinir og eldri viðskiptavinum, sem hafa hætt í viðskiptum við Vodafone, hefur jafnvel verið neitað um gögn svo kannski þarf að láta reyna á það fyrst,“ segir Skúli. Hjá Vodafone fengust þau svör að fyrirtækið teldi sig ekki skaðabótaskylt, það hefði hvorki stolið gögnum né birt þau. Tengdar fréttir Íhuga málsókn gegn Vodafone vegna leka Hópur viðskiptavina Vodafone telur að fyrirtækinu beri að greiða þeim skaðabætur vegna leka á persónuupplýsingum. Vodafone telur eðlilegt að viðskiptavinir kanni stöðu sína, en enn sé óljóst hvort skaðabótaskylda sé til staðar. 3. janúar 2014 09:12 Fáir hafa flutt sig frá Vodafone Innan við eitt prósent GSM-viðskiptavina Vodafone hafa fært sig annað og enginn af tíu stærstu viðskiptavinum fyrirtækisins hefur sagt upp viðskiptum sínum í kjölfar tölvuárásar á heimasíðu félagsins. 8. desember 2013 16:21 Fyrsta hópmálsókn á Íslandi Stofnað hefur verið málsóknarfélag sem sækir rétt sinn gegn Vodafone vegna lekamálsins. 17. febrúar 2014 12:42 Brugðist við innbroti hjá Vodafone Fyrirtæki með starfsemi sem telst til mikilvægra innviða samfélagsins réðust öll í sérstaka úttekt á netöryggismálum eftir innbrot á vef Vodafone nýverið. 12. desember 2013 15:30 Undirbúa hópmálssókn á hendur Vodafone Málsóknarfélag vegna leka af vef Vodafone þann 30. nóvember 2013 birtir í dag auglýsingu í Fréttablaðinu þar sem kemur fram tilkynning um undirbúning á hópmálssókn á hendur Vodafone vegna upplýsingaleka af vef félagsins. 17. febrúar 2014 07:00 Mest lesið „Hann stal henni“ Erlent 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Erlent Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Innlent Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir Erlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Erlent Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Innlent Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Innlent Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Innlent Fleiri fréttir Brennisteinsdíoxíð gæti borist um suðvesturhornið Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Þyrlan kölluð út vegna fjórhjólaslyss Ökumaður stöðvaður og kærður fyrir fjölmörg umferðalagabrot Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Versta sviðsmyndin, galið greiðslumat og óvæntur fundur Fimm prósent fallið fyrir ástarsvikum Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Sjá meira
Stofnað hefur verið málsóknarfélag til að sækja bætur á hendur Vodafone vegna upplýsingaleka frá félaginu í nóvember og birti Fréttablaðið auglýsingu þess efnis í dag. Þar eru allir sem telja sig hafa orðið fyrir tjóni eða misst út gögn vegna lekans, hvattir til að sækja um aðild. Hversu margir telurðu að eigi rétt á aðild að þessu félagi? „Þeir geta skipt tugum þúsunda, að minnsta kosti,“ segir Skúli Sveinsson, lögmaður málsóknarfélagsins. Nokkrir þeirra sem urðu fyrir mestu tjóni vegna lekans hafa ráðið sér lögmenn. Skúli kveðst sjálfur hafa orðið fyrir barðinu á lekanum. „Það voru þjónustutilkynningar sem mér voru sendar sem ég tel að séu persónulegs eðlis og varði ekki almenning,“ segir hann um gögn hans sem láku út við gagnastuldinn. Tekið var skref í neytendarétti á Íslandi þegar heimild til að stofna málsóknarfélög var sett í lög um meðferð einkamála árið 2010 og yrði fyrirhuguð málsókn gegn Vodafone sú fyrsta sinnar tegundar hér á landi. Hvert er markmiðið með þessari hópmálsókn? „Að fá viðurkenningu á bótaskyldu og því að brotið hafi verið á félagsmönnum með þessum leka og jafnframt að sækja einhverjar fjárhagslegar bætur,“ segir Skúli. Málið er fordæmalaust og ekki hægt að segja til um hversu háar miskabótakröfur gætu orðið. Skúli og lögmannsstofa hans, Lögvernd ehf, leggja út kostnað vegna málsóknar og krefjast ekki þóknunar nema málið vinnist. Undirbúningur gæti tekið nokkra mánuði. „Það hefur gengið illa að fá gögn frá Vodafone varðandi aðila sem eru ekki viðskiptavinir og eldri viðskiptavinum, sem hafa hætt í viðskiptum við Vodafone, hefur jafnvel verið neitað um gögn svo kannski þarf að láta reyna á það fyrst,“ segir Skúli. Hjá Vodafone fengust þau svör að fyrirtækið teldi sig ekki skaðabótaskylt, það hefði hvorki stolið gögnum né birt þau.
Tengdar fréttir Íhuga málsókn gegn Vodafone vegna leka Hópur viðskiptavina Vodafone telur að fyrirtækinu beri að greiða þeim skaðabætur vegna leka á persónuupplýsingum. Vodafone telur eðlilegt að viðskiptavinir kanni stöðu sína, en enn sé óljóst hvort skaðabótaskylda sé til staðar. 3. janúar 2014 09:12 Fáir hafa flutt sig frá Vodafone Innan við eitt prósent GSM-viðskiptavina Vodafone hafa fært sig annað og enginn af tíu stærstu viðskiptavinum fyrirtækisins hefur sagt upp viðskiptum sínum í kjölfar tölvuárásar á heimasíðu félagsins. 8. desember 2013 16:21 Fyrsta hópmálsókn á Íslandi Stofnað hefur verið málsóknarfélag sem sækir rétt sinn gegn Vodafone vegna lekamálsins. 17. febrúar 2014 12:42 Brugðist við innbroti hjá Vodafone Fyrirtæki með starfsemi sem telst til mikilvægra innviða samfélagsins réðust öll í sérstaka úttekt á netöryggismálum eftir innbrot á vef Vodafone nýverið. 12. desember 2013 15:30 Undirbúa hópmálssókn á hendur Vodafone Málsóknarfélag vegna leka af vef Vodafone þann 30. nóvember 2013 birtir í dag auglýsingu í Fréttablaðinu þar sem kemur fram tilkynning um undirbúning á hópmálssókn á hendur Vodafone vegna upplýsingaleka af vef félagsins. 17. febrúar 2014 07:00 Mest lesið „Hann stal henni“ Erlent 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Erlent Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Innlent Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir Erlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Erlent Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Innlent Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Innlent Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Innlent Fleiri fréttir Brennisteinsdíoxíð gæti borist um suðvesturhornið Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Þyrlan kölluð út vegna fjórhjólaslyss Ökumaður stöðvaður og kærður fyrir fjölmörg umferðalagabrot Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Versta sviðsmyndin, galið greiðslumat og óvæntur fundur Fimm prósent fallið fyrir ástarsvikum Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Sjá meira
Íhuga málsókn gegn Vodafone vegna leka Hópur viðskiptavina Vodafone telur að fyrirtækinu beri að greiða þeim skaðabætur vegna leka á persónuupplýsingum. Vodafone telur eðlilegt að viðskiptavinir kanni stöðu sína, en enn sé óljóst hvort skaðabótaskylda sé til staðar. 3. janúar 2014 09:12
Fáir hafa flutt sig frá Vodafone Innan við eitt prósent GSM-viðskiptavina Vodafone hafa fært sig annað og enginn af tíu stærstu viðskiptavinum fyrirtækisins hefur sagt upp viðskiptum sínum í kjölfar tölvuárásar á heimasíðu félagsins. 8. desember 2013 16:21
Fyrsta hópmálsókn á Íslandi Stofnað hefur verið málsóknarfélag sem sækir rétt sinn gegn Vodafone vegna lekamálsins. 17. febrúar 2014 12:42
Brugðist við innbroti hjá Vodafone Fyrirtæki með starfsemi sem telst til mikilvægra innviða samfélagsins réðust öll í sérstaka úttekt á netöryggismálum eftir innbrot á vef Vodafone nýverið. 12. desember 2013 15:30
Undirbúa hópmálssókn á hendur Vodafone Málsóknarfélag vegna leka af vef Vodafone þann 30. nóvember 2013 birtir í dag auglýsingu í Fréttablaðinu þar sem kemur fram tilkynning um undirbúning á hópmálssókn á hendur Vodafone vegna upplýsingaleka af vef félagsins. 17. febrúar 2014 07:00