Fyrirhuguð hópmálsókn vegna leka: Segir Vodafone neita að afhenda gögn Hrund Þórsdóttir skrifar 17. febrúar 2014 20:00 Stofnað hefur verið málsóknarfélag til að sækja bætur á hendur Vodafone vegna upplýsingaleka frá félaginu í nóvember og birti Fréttablaðið auglýsingu þess efnis í dag. Þar eru allir sem telja sig hafa orðið fyrir tjóni eða misst út gögn vegna lekans, hvattir til að sækja um aðild. Hversu margir telurðu að eigi rétt á aðild að þessu félagi? „Þeir geta skipt tugum þúsunda, að minnsta kosti,“ segir Skúli Sveinsson, lögmaður málsóknarfélagsins. Nokkrir þeirra sem urðu fyrir mestu tjóni vegna lekans hafa ráðið sér lögmenn. Skúli kveðst sjálfur hafa orðið fyrir barðinu á lekanum. „Það voru þjónustutilkynningar sem mér voru sendar sem ég tel að séu persónulegs eðlis og varði ekki almenning,“ segir hann um gögn hans sem láku út við gagnastuldinn. Tekið var skref í neytendarétti á Íslandi þegar heimild til að stofna málsóknarfélög var sett í lög um meðferð einkamála árið 2010 og yrði fyrirhuguð málsókn gegn Vodafone sú fyrsta sinnar tegundar hér á landi. Hvert er markmiðið með þessari hópmálsókn? „Að fá viðurkenningu á bótaskyldu og því að brotið hafi verið á félagsmönnum með þessum leka og jafnframt að sækja einhverjar fjárhagslegar bætur,“ segir Skúli. Málið er fordæmalaust og ekki hægt að segja til um hversu háar miskabótakröfur gætu orðið. Skúli og lögmannsstofa hans, Lögvernd ehf, leggja út kostnað vegna málsóknar og krefjast ekki þóknunar nema málið vinnist. Undirbúningur gæti tekið nokkra mánuði. „Það hefur gengið illa að fá gögn frá Vodafone varðandi aðila sem eru ekki viðskiptavinir og eldri viðskiptavinum, sem hafa hætt í viðskiptum við Vodafone, hefur jafnvel verið neitað um gögn svo kannski þarf að láta reyna á það fyrst,“ segir Skúli. Hjá Vodafone fengust þau svör að fyrirtækið teldi sig ekki skaðabótaskylt, það hefði hvorki stolið gögnum né birt þau. Tengdar fréttir Íhuga málsókn gegn Vodafone vegna leka Hópur viðskiptavina Vodafone telur að fyrirtækinu beri að greiða þeim skaðabætur vegna leka á persónuupplýsingum. Vodafone telur eðlilegt að viðskiptavinir kanni stöðu sína, en enn sé óljóst hvort skaðabótaskylda sé til staðar. 3. janúar 2014 09:12 Fáir hafa flutt sig frá Vodafone Innan við eitt prósent GSM-viðskiptavina Vodafone hafa fært sig annað og enginn af tíu stærstu viðskiptavinum fyrirtækisins hefur sagt upp viðskiptum sínum í kjölfar tölvuárásar á heimasíðu félagsins. 8. desember 2013 16:21 Fyrsta hópmálsókn á Íslandi Stofnað hefur verið málsóknarfélag sem sækir rétt sinn gegn Vodafone vegna lekamálsins. 17. febrúar 2014 12:42 Brugðist við innbroti hjá Vodafone Fyrirtæki með starfsemi sem telst til mikilvægra innviða samfélagsins réðust öll í sérstaka úttekt á netöryggismálum eftir innbrot á vef Vodafone nýverið. 12. desember 2013 15:30 Undirbúa hópmálssókn á hendur Vodafone Málsóknarfélag vegna leka af vef Vodafone þann 30. nóvember 2013 birtir í dag auglýsingu í Fréttablaðinu þar sem kemur fram tilkynning um undirbúning á hópmálssókn á hendur Vodafone vegna upplýsingaleka af vef félagsins. 17. febrúar 2014 07:00 Mest lesið Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Innlent Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Erlent Segir Trump ekki reiðan Íslandi Erlent Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ Innlent Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Erlent Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Óvissa um framboð bæði Írisar og listans Innlent Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Innlent Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Innlent Ákærður fyrir að taka son sinn hálstaki Innlent Fleiri fréttir Sigurvíma, hópuppsögn og auðar brekkur Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Elísabet tekur tímabundið við embætti landlæknis Ákærður fyrir að taka son sinn hálstaki Metaðsókn í starfsendurhæfingu Óvissa um framboð bæði Írisar og listans Konan enn þungt haldin Leiðir samningaviðræðurnar við bændur Helgi Bjartur einnig ákærður fyrir vændiskaup Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ „Tel nægja að menn séu að fremja ítrekuð afbrot“ Ólga meðal eldfjallafræðinga og bruni á Húsavík Fjármál barnanna geti haft áhrif á eftirlaun foreldranna Áfengi efnafræðilega skylt lampaolíu, terpentínu og bensíni Karlarnir leiða að ósk kvennanna Þessi skipa lista Samfylkingarinnar í Reykjanesbæ Nær altjón í iðnaðarhúsnæði eftir bruna á Húsavík Guðrún svarar fyrir gömul ummæli um aðildarviðræður að ESB Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Rúmlega tvöhundruð skjálftar við Lambafell í Þrengslum Höfðu afskipti af „trylltum“ manni og ofurölvi útlendingi Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Púðurtunnan Vestanhafs, þandar taugar og hörð lending Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Borgarfulltrúi fer ekki aftur fram og hættir í Pírötum Ekki hægt að fullyrða að andlát hafi tengst Covid-19 bólusetningu „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Kynna einn frambjóðanda á dag næstu daga Sjá meira
Stofnað hefur verið málsóknarfélag til að sækja bætur á hendur Vodafone vegna upplýsingaleka frá félaginu í nóvember og birti Fréttablaðið auglýsingu þess efnis í dag. Þar eru allir sem telja sig hafa orðið fyrir tjóni eða misst út gögn vegna lekans, hvattir til að sækja um aðild. Hversu margir telurðu að eigi rétt á aðild að þessu félagi? „Þeir geta skipt tugum þúsunda, að minnsta kosti,“ segir Skúli Sveinsson, lögmaður málsóknarfélagsins. Nokkrir þeirra sem urðu fyrir mestu tjóni vegna lekans hafa ráðið sér lögmenn. Skúli kveðst sjálfur hafa orðið fyrir barðinu á lekanum. „Það voru þjónustutilkynningar sem mér voru sendar sem ég tel að séu persónulegs eðlis og varði ekki almenning,“ segir hann um gögn hans sem láku út við gagnastuldinn. Tekið var skref í neytendarétti á Íslandi þegar heimild til að stofna málsóknarfélög var sett í lög um meðferð einkamála árið 2010 og yrði fyrirhuguð málsókn gegn Vodafone sú fyrsta sinnar tegundar hér á landi. Hvert er markmiðið með þessari hópmálsókn? „Að fá viðurkenningu á bótaskyldu og því að brotið hafi verið á félagsmönnum með þessum leka og jafnframt að sækja einhverjar fjárhagslegar bætur,“ segir Skúli. Málið er fordæmalaust og ekki hægt að segja til um hversu háar miskabótakröfur gætu orðið. Skúli og lögmannsstofa hans, Lögvernd ehf, leggja út kostnað vegna málsóknar og krefjast ekki þóknunar nema málið vinnist. Undirbúningur gæti tekið nokkra mánuði. „Það hefur gengið illa að fá gögn frá Vodafone varðandi aðila sem eru ekki viðskiptavinir og eldri viðskiptavinum, sem hafa hætt í viðskiptum við Vodafone, hefur jafnvel verið neitað um gögn svo kannski þarf að láta reyna á það fyrst,“ segir Skúli. Hjá Vodafone fengust þau svör að fyrirtækið teldi sig ekki skaðabótaskylt, það hefði hvorki stolið gögnum né birt þau.
Tengdar fréttir Íhuga málsókn gegn Vodafone vegna leka Hópur viðskiptavina Vodafone telur að fyrirtækinu beri að greiða þeim skaðabætur vegna leka á persónuupplýsingum. Vodafone telur eðlilegt að viðskiptavinir kanni stöðu sína, en enn sé óljóst hvort skaðabótaskylda sé til staðar. 3. janúar 2014 09:12 Fáir hafa flutt sig frá Vodafone Innan við eitt prósent GSM-viðskiptavina Vodafone hafa fært sig annað og enginn af tíu stærstu viðskiptavinum fyrirtækisins hefur sagt upp viðskiptum sínum í kjölfar tölvuárásar á heimasíðu félagsins. 8. desember 2013 16:21 Fyrsta hópmálsókn á Íslandi Stofnað hefur verið málsóknarfélag sem sækir rétt sinn gegn Vodafone vegna lekamálsins. 17. febrúar 2014 12:42 Brugðist við innbroti hjá Vodafone Fyrirtæki með starfsemi sem telst til mikilvægra innviða samfélagsins réðust öll í sérstaka úttekt á netöryggismálum eftir innbrot á vef Vodafone nýverið. 12. desember 2013 15:30 Undirbúa hópmálssókn á hendur Vodafone Málsóknarfélag vegna leka af vef Vodafone þann 30. nóvember 2013 birtir í dag auglýsingu í Fréttablaðinu þar sem kemur fram tilkynning um undirbúning á hópmálssókn á hendur Vodafone vegna upplýsingaleka af vef félagsins. 17. febrúar 2014 07:00 Mest lesið Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Innlent Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Erlent Segir Trump ekki reiðan Íslandi Erlent Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ Innlent Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Erlent Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Óvissa um framboð bæði Írisar og listans Innlent Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Innlent Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Innlent Ákærður fyrir að taka son sinn hálstaki Innlent Fleiri fréttir Sigurvíma, hópuppsögn og auðar brekkur Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Elísabet tekur tímabundið við embætti landlæknis Ákærður fyrir að taka son sinn hálstaki Metaðsókn í starfsendurhæfingu Óvissa um framboð bæði Írisar og listans Konan enn þungt haldin Leiðir samningaviðræðurnar við bændur Helgi Bjartur einnig ákærður fyrir vændiskaup Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ „Tel nægja að menn séu að fremja ítrekuð afbrot“ Ólga meðal eldfjallafræðinga og bruni á Húsavík Fjármál barnanna geti haft áhrif á eftirlaun foreldranna Áfengi efnafræðilega skylt lampaolíu, terpentínu og bensíni Karlarnir leiða að ósk kvennanna Þessi skipa lista Samfylkingarinnar í Reykjanesbæ Nær altjón í iðnaðarhúsnæði eftir bruna á Húsavík Guðrún svarar fyrir gömul ummæli um aðildarviðræður að ESB Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Rúmlega tvöhundruð skjálftar við Lambafell í Þrengslum Höfðu afskipti af „trylltum“ manni og ofurölvi útlendingi Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Púðurtunnan Vestanhafs, þandar taugar og hörð lending Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Borgarfulltrúi fer ekki aftur fram og hættir í Pírötum Ekki hægt að fullyrða að andlát hafi tengst Covid-19 bólusetningu „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Kynna einn frambjóðanda á dag næstu daga Sjá meira
Íhuga málsókn gegn Vodafone vegna leka Hópur viðskiptavina Vodafone telur að fyrirtækinu beri að greiða þeim skaðabætur vegna leka á persónuupplýsingum. Vodafone telur eðlilegt að viðskiptavinir kanni stöðu sína, en enn sé óljóst hvort skaðabótaskylda sé til staðar. 3. janúar 2014 09:12
Fáir hafa flutt sig frá Vodafone Innan við eitt prósent GSM-viðskiptavina Vodafone hafa fært sig annað og enginn af tíu stærstu viðskiptavinum fyrirtækisins hefur sagt upp viðskiptum sínum í kjölfar tölvuárásar á heimasíðu félagsins. 8. desember 2013 16:21
Fyrsta hópmálsókn á Íslandi Stofnað hefur verið málsóknarfélag sem sækir rétt sinn gegn Vodafone vegna lekamálsins. 17. febrúar 2014 12:42
Brugðist við innbroti hjá Vodafone Fyrirtæki með starfsemi sem telst til mikilvægra innviða samfélagsins réðust öll í sérstaka úttekt á netöryggismálum eftir innbrot á vef Vodafone nýverið. 12. desember 2013 15:30
Undirbúa hópmálssókn á hendur Vodafone Málsóknarfélag vegna leka af vef Vodafone þann 30. nóvember 2013 birtir í dag auglýsingu í Fréttablaðinu þar sem kemur fram tilkynning um undirbúning á hópmálssókn á hendur Vodafone vegna upplýsingaleka af vef félagsins. 17. febrúar 2014 07:00