Segir Vodafone ekki vilja afhenda gögn Freyr Bjarnason skrifar 18. febrúar 2014 09:02 Skúli Sveinsson segir að Vodafone vilji bara afhenda núverandi viðskiptamönnum gögn vegna lekans. Fréttablaðið/Pjetur Skúli Sveinsson, hæstaréttarlögmaður hjá Lögvernd, segir að erfiðlega hafi gengið að afla gagna frá Vodafone vegna hópmálsóknar Málsóknarfélagsins gegn fyrirtækinu. „Þeir hafa neitað að afhenda gögn nema til núverandi viðskiptamanna sinna. Bæði hafa þeir sem hafa verið í samskiptum við önnur símafyrirtæki ekki fengið upplýsingar um skeyti sem þeim hefur verið sent og einnig þeir sem hafa verið hættir [hjá Vodafone] ekki fengið upplýsingar um þessi skeyti. Þetta er eitthvað sem verður sjálfsagt ágreiningur um, reikna ég með,“ segir Skúli, sem fer fyrir Málsóknarfélaginu. Hann bætir við að viðbrögðin við auglýsingu sem birtist í Fréttablaðinu í gær um hópmálsóknina hafi verið mjög mikil. „Það hefur mikið af fyrirspurnum og umsóknum komið inn,“ segir hann. „Við reiknuðum aldrei með að allir myndu sækja um fyrsta daginn en ætli þetta sé ekki í takt við það sem við áttum von á.“ Skúli telur að ýmislegt eigi eftir að koma í ljós í málarekstrinum. „Af því sem fram hefur komið er margt sem bendir til þess að þarna hafi verið verulega pottur brotinn.“ Skæð tölvuárás var gerð á heimasíðu Vodafone 30. nóvember í fyrra þar sem lekið var á netið persónuupplýsingum fjölda notenda. Tyrkneskum hakkara, sem kallaði sig Maxney, tókst að hakka sig inn í kerfi Vodafone og ná meðal annars í SMS-skilaboð viðskiptavina. Hakkarinn náði í mjög viðkvæmar persónuupplýsingar um notendur fyrirtækisins sem hann birti síðan á netinu. Fleiri þolendur lekans eru að undirbúa málshöfðun gegn fjarskiptafyrirtækinu með aðstoð Réttar, eins og Fréttablaðið greindi frá í byrjun árs. Aðspurð segir lögmaðurinn Björg Valgeirsdóttir að Réttur tengist ekki Málsóknarfélaginu. Hún segir stofuna ekki hafa rannsakað hvort tilefni sé til að fara í hópmálsókn enda séu mál umbjóðenda þeirra ekki þannig vaxin. Þau séu öll mjög viðkvæm. „Málin eru í farvegi og hafa verið í vinnslu hér frá því strax í kjölfar lekans,“ segir hún. Ekki náðist í Hrannar Pétursson, upplýsingafulltrúa Vodafone, við vinnslu fréttarinnar. Mest lesið Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Innlent Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Innlent Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Innlent Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Innlent Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Innlent Innflytjendamálin almenningi efst í huga Innlent „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Innlent Fleiri fréttir Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Stýra fjármálum og mannauðsmálum Þjóðleikhússins Sló mann í höfuðið með glerflösku á ísfirskum skemmtistað Ekið á konu á Langholtsvegi Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Undrandi á ráðningu ráðgjafa „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Ráðist á pilt á heimleið Stytting framhjá Blönduósi ekki á samgönguáætlun Vestmannaeyingar fá að eiga Vestmannaeyjar Sjá meira
Skúli Sveinsson, hæstaréttarlögmaður hjá Lögvernd, segir að erfiðlega hafi gengið að afla gagna frá Vodafone vegna hópmálsóknar Málsóknarfélagsins gegn fyrirtækinu. „Þeir hafa neitað að afhenda gögn nema til núverandi viðskiptamanna sinna. Bæði hafa þeir sem hafa verið í samskiptum við önnur símafyrirtæki ekki fengið upplýsingar um skeyti sem þeim hefur verið sent og einnig þeir sem hafa verið hættir [hjá Vodafone] ekki fengið upplýsingar um þessi skeyti. Þetta er eitthvað sem verður sjálfsagt ágreiningur um, reikna ég með,“ segir Skúli, sem fer fyrir Málsóknarfélaginu. Hann bætir við að viðbrögðin við auglýsingu sem birtist í Fréttablaðinu í gær um hópmálsóknina hafi verið mjög mikil. „Það hefur mikið af fyrirspurnum og umsóknum komið inn,“ segir hann. „Við reiknuðum aldrei með að allir myndu sækja um fyrsta daginn en ætli þetta sé ekki í takt við það sem við áttum von á.“ Skúli telur að ýmislegt eigi eftir að koma í ljós í málarekstrinum. „Af því sem fram hefur komið er margt sem bendir til þess að þarna hafi verið verulega pottur brotinn.“ Skæð tölvuárás var gerð á heimasíðu Vodafone 30. nóvember í fyrra þar sem lekið var á netið persónuupplýsingum fjölda notenda. Tyrkneskum hakkara, sem kallaði sig Maxney, tókst að hakka sig inn í kerfi Vodafone og ná meðal annars í SMS-skilaboð viðskiptavina. Hakkarinn náði í mjög viðkvæmar persónuupplýsingar um notendur fyrirtækisins sem hann birti síðan á netinu. Fleiri þolendur lekans eru að undirbúa málshöfðun gegn fjarskiptafyrirtækinu með aðstoð Réttar, eins og Fréttablaðið greindi frá í byrjun árs. Aðspurð segir lögmaðurinn Björg Valgeirsdóttir að Réttur tengist ekki Málsóknarfélaginu. Hún segir stofuna ekki hafa rannsakað hvort tilefni sé til að fara í hópmálsókn enda séu mál umbjóðenda þeirra ekki þannig vaxin. Þau séu öll mjög viðkvæm. „Málin eru í farvegi og hafa verið í vinnslu hér frá því strax í kjölfar lekans,“ segir hún. Ekki náðist í Hrannar Pétursson, upplýsingafulltrúa Vodafone, við vinnslu fréttarinnar.
Mest lesið Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Innlent Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Innlent Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Innlent Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Innlent Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Innlent Innflytjendamálin almenningi efst í huga Innlent „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Innlent Fleiri fréttir Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Stýra fjármálum og mannauðsmálum Þjóðleikhússins Sló mann í höfuðið með glerflösku á ísfirskum skemmtistað Ekið á konu á Langholtsvegi Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Undrandi á ráðningu ráðgjafa „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Ráðist á pilt á heimleið Stytting framhjá Blönduósi ekki á samgönguáætlun Vestmannaeyingar fá að eiga Vestmannaeyjar Sjá meira