Segir Vodafone ekki vilja afhenda gögn Freyr Bjarnason skrifar 18. febrúar 2014 09:02 Skúli Sveinsson segir að Vodafone vilji bara afhenda núverandi viðskiptamönnum gögn vegna lekans. Fréttablaðið/Pjetur Skúli Sveinsson, hæstaréttarlögmaður hjá Lögvernd, segir að erfiðlega hafi gengið að afla gagna frá Vodafone vegna hópmálsóknar Málsóknarfélagsins gegn fyrirtækinu. „Þeir hafa neitað að afhenda gögn nema til núverandi viðskiptamanna sinna. Bæði hafa þeir sem hafa verið í samskiptum við önnur símafyrirtæki ekki fengið upplýsingar um skeyti sem þeim hefur verið sent og einnig þeir sem hafa verið hættir [hjá Vodafone] ekki fengið upplýsingar um þessi skeyti. Þetta er eitthvað sem verður sjálfsagt ágreiningur um, reikna ég með,“ segir Skúli, sem fer fyrir Málsóknarfélaginu. Hann bætir við að viðbrögðin við auglýsingu sem birtist í Fréttablaðinu í gær um hópmálsóknina hafi verið mjög mikil. „Það hefur mikið af fyrirspurnum og umsóknum komið inn,“ segir hann. „Við reiknuðum aldrei með að allir myndu sækja um fyrsta daginn en ætli þetta sé ekki í takt við það sem við áttum von á.“ Skúli telur að ýmislegt eigi eftir að koma í ljós í málarekstrinum. „Af því sem fram hefur komið er margt sem bendir til þess að þarna hafi verið verulega pottur brotinn.“ Skæð tölvuárás var gerð á heimasíðu Vodafone 30. nóvember í fyrra þar sem lekið var á netið persónuupplýsingum fjölda notenda. Tyrkneskum hakkara, sem kallaði sig Maxney, tókst að hakka sig inn í kerfi Vodafone og ná meðal annars í SMS-skilaboð viðskiptavina. Hakkarinn náði í mjög viðkvæmar persónuupplýsingar um notendur fyrirtækisins sem hann birti síðan á netinu. Fleiri þolendur lekans eru að undirbúa málshöfðun gegn fjarskiptafyrirtækinu með aðstoð Réttar, eins og Fréttablaðið greindi frá í byrjun árs. Aðspurð segir lögmaðurinn Björg Valgeirsdóttir að Réttur tengist ekki Málsóknarfélaginu. Hún segir stofuna ekki hafa rannsakað hvort tilefni sé til að fara í hópmálsókn enda séu mál umbjóðenda þeirra ekki þannig vaxin. Þau séu öll mjög viðkvæm. „Málin eru í farvegi og hafa verið í vinnslu hér frá því strax í kjölfar lekans,“ segir hún. Ekki náðist í Hrannar Pétursson, upplýsingafulltrúa Vodafone, við vinnslu fréttarinnar. Mest lesið Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Innlent Bíll konunnar sást á upptöku Innlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Innlent Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Innlent Landsmenn allir harmi slegnir Innlent Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Innlent Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Erlent Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Innlent Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Innlent Fleiri fréttir Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Rigning og rok í methlaupi Sleppt úr gæsluvarðhaldi en málið enn til rannsóknar Hlaup hafið úr Hafrafellslóni Hungursneyð lýst yfir og forsætisráðherra segir alþjóðasamfélagið ráðalaust Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Hungursneið á Gasa, strokulaxar og metþátttaka í Reykjavíkurmaraþoni Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Áfall fyrir RIFF Skipar samningateymi um uppbyggingu Víkings á Markarsvæði Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Landsmenn allir harmi slegnir Sósíalistar og Rússlandsvinir undir eitt þak „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Bærinn hefur afhent lögreglu myndefni í tengslum við hraðbankaránið Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi 83% fallinna almennir borgarar: „Allt sem er að gerast þarna ber einkenni þjóðarmorðs“ Næsti fasi í yfirtöku á Gasaströnd og Njálugleði Þrír laxar reyndust úr sjókví í Dýrafirði Allt stopp á lokametrunum Framboðið „verður að koma í ljós“ Sjá meira
Skúli Sveinsson, hæstaréttarlögmaður hjá Lögvernd, segir að erfiðlega hafi gengið að afla gagna frá Vodafone vegna hópmálsóknar Málsóknarfélagsins gegn fyrirtækinu. „Þeir hafa neitað að afhenda gögn nema til núverandi viðskiptamanna sinna. Bæði hafa þeir sem hafa verið í samskiptum við önnur símafyrirtæki ekki fengið upplýsingar um skeyti sem þeim hefur verið sent og einnig þeir sem hafa verið hættir [hjá Vodafone] ekki fengið upplýsingar um þessi skeyti. Þetta er eitthvað sem verður sjálfsagt ágreiningur um, reikna ég með,“ segir Skúli, sem fer fyrir Málsóknarfélaginu. Hann bætir við að viðbrögðin við auglýsingu sem birtist í Fréttablaðinu í gær um hópmálsóknina hafi verið mjög mikil. „Það hefur mikið af fyrirspurnum og umsóknum komið inn,“ segir hann. „Við reiknuðum aldrei með að allir myndu sækja um fyrsta daginn en ætli þetta sé ekki í takt við það sem við áttum von á.“ Skúli telur að ýmislegt eigi eftir að koma í ljós í málarekstrinum. „Af því sem fram hefur komið er margt sem bendir til þess að þarna hafi verið verulega pottur brotinn.“ Skæð tölvuárás var gerð á heimasíðu Vodafone 30. nóvember í fyrra þar sem lekið var á netið persónuupplýsingum fjölda notenda. Tyrkneskum hakkara, sem kallaði sig Maxney, tókst að hakka sig inn í kerfi Vodafone og ná meðal annars í SMS-skilaboð viðskiptavina. Hakkarinn náði í mjög viðkvæmar persónuupplýsingar um notendur fyrirtækisins sem hann birti síðan á netinu. Fleiri þolendur lekans eru að undirbúa málshöfðun gegn fjarskiptafyrirtækinu með aðstoð Réttar, eins og Fréttablaðið greindi frá í byrjun árs. Aðspurð segir lögmaðurinn Björg Valgeirsdóttir að Réttur tengist ekki Málsóknarfélaginu. Hún segir stofuna ekki hafa rannsakað hvort tilefni sé til að fara í hópmálsókn enda séu mál umbjóðenda þeirra ekki þannig vaxin. Þau séu öll mjög viðkvæm. „Málin eru í farvegi og hafa verið í vinnslu hér frá því strax í kjölfar lekans,“ segir hún. Ekki náðist í Hrannar Pétursson, upplýsingafulltrúa Vodafone, við vinnslu fréttarinnar.
Mest lesið Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Innlent Bíll konunnar sást á upptöku Innlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Innlent Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Innlent Landsmenn allir harmi slegnir Innlent Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Innlent Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Erlent Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Innlent Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Innlent Fleiri fréttir Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Rigning og rok í methlaupi Sleppt úr gæsluvarðhaldi en málið enn til rannsóknar Hlaup hafið úr Hafrafellslóni Hungursneyð lýst yfir og forsætisráðherra segir alþjóðasamfélagið ráðalaust Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Hungursneið á Gasa, strokulaxar og metþátttaka í Reykjavíkurmaraþoni Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Áfall fyrir RIFF Skipar samningateymi um uppbyggingu Víkings á Markarsvæði Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Landsmenn allir harmi slegnir Sósíalistar og Rússlandsvinir undir eitt þak „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Bærinn hefur afhent lögreglu myndefni í tengslum við hraðbankaránið Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi 83% fallinna almennir borgarar: „Allt sem er að gerast þarna ber einkenni þjóðarmorðs“ Næsti fasi í yfirtöku á Gasaströnd og Njálugleði Þrír laxar reyndust úr sjókví í Dýrafirði Allt stopp á lokametrunum Framboðið „verður að koma í ljós“ Sjá meira