Faye White, fyrrverandi fyrirliði enska kvennalandsliðsins í knattspyrnu, segir að FIFA ætti að endurskoða ákvörðun sína að spila á gervigrasvöllum á HM 2015 í Kanada.
Vegna ákvörðunar FIFA þess efnis hafa 40 af bestu leikmönnum heims skrifað undir andmælabréf og hótað lögsókn verði ekki spilað á náttúrlegu grasi.
Meðal þeirra leikmanna sem skrifuðu undir bréfið eru AbbyWambach, landsliðskona Bandaríkjanna, Þjóðverjinn NadineAngerer, besti markvörður heims, og Englendingarnir Natasha Dowie og AnitaAsante.
„FIFA myndi aldrei detta í hug að spila leiki á HM karla á gervigrasi þannig af hverju á að gera það á HM kvenna?“ spyr Faye White í samtali við BBC.
„Þetta fær mann til að hugsa hvort konur séu einhverskonar tilraunadýr,“ segir hún.
Í bréfinu sem konurnar hafa sent FIFA segir meðal annars: „Að velja kvennamót til þess að spila á verri öllum eru mistök sem verður að leiðrétta.“
Faye White bætir við í viðtali við BBC: „Þetta er skrýtin ákvörðun. Ég er hætt að spila núna, en væri virkilega pirruð ef ég ætti að spila á gervigrasi á HM. Þessir vellir hægja á leiknum, boltinn skoppar öðruvísi og meiðslahættan er meiri.“
„Ég trúi ekki, að það séu ekki nógu margir grasvellir í Kanada sem hægt er að spila á. Maður hlýtur að spyrja sig af hverju Kanada fékk HM ef sú er raunin.“
„Fær mann til að hugsa hvort konur séu tilraunadýr“
Tómas Þór Þórðarson skrifar

Mest lesið


„Skil ekki af hverju við erum alltaf að koma fólki á óvart“
Íslenski boltinn

„Í dag unnum við þetta eins og fjölskylda“
Íslenski boltinn


„Ertu galinn? Þetta var frábær fótboltaleikur“
Íslenski boltinn

Reka 200 manns eftir tapið fyrir Tottenham
Enski boltinn

„Við þurfum hjálp frá Guði“
Handbolti


