Erlent

Þúsundir taka þátt í fjöldamálsókn gegn Facebook

Randver Kári Randversson skrifar
Vísir/Getty Images
Mörg þúsund manns, frá meira en 100 löndum hafa ákveðið að gerast þátttakendur  í fjöldamálsókn gegn Facebook  fyrir austurískum dómstólum. Lögmaðurinn Max Schrem fer fram á 500 evrur í skaðabætur fyrir hvern skjólstæðing vegna meintra brota samfélagsmiðilsins á evrópskum persónuverndarlögum. Þetta kemur fram á vef Sky News.

Því er haldið fram að gagnasöfnun Facebook um internetnotkun notenda sinna brjóti í bága við Evrópulöggjöf um notendaupplýsingar og brotið sé á réttindum fólks til friðhelgi einkalífs.

Flestir þátttakendur í málsókninni eru Þjóðverjar, alls 5287 manns. Schrem segist munu hætta að taka á móti fleiri skjólstæðingum þegar fjöldinn fer upp í 25000 manns, þar sem hann þurfi tíma til að fara yfir Facebook-reikning hvers og eins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×