Aldrei verið fleiri vændiskaupendur Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar 3. júlí 2014 08:53 Samtals 249 vændismál eru skráð á síðustu fjórum árum hjá ríkislögreglustjóranum. Mikil fjölgun vændismála varð árið 2013 og voru samtals 249 skráð mál hjá ríkislögreglustjóra á árinu. Árið áður voru málin 24 og árið 2011 voru þau 13 samtals. Tölurnar sýna fjölda brota sem hafa komið á borð embættisins vegna kaupa á vændi og hafa vændiskaupendur aldrei verið fleiri. Friðrik Smári Björgvinsson, yfirmaður kynferðisbrotadeildar lögreglunnar, segir einstaklinga sem selja kynlífsþjónustu ekki vera marga en vændiskaupendur hafa aldrei verið fleiri. Ástæðan fyrir mikilli aukningu er að árið 2013 var gert átak í að upplýsa vændiskaup á höfuðborgarsvæðinu og Suðurnesjum. Meiri mannskapur, tími og fjármagn var sett í málaflokkinn en nú er átakinu lokið. „Þessu er ekki sinnt af sama krafti og áður. Þetta er alltaf spurning um forgangsröðun og fjármagn.“Friðrik Smári Björgvinsson, yfirmaður kynferðisbrotadeildar lögreglunnar, segir átak í vændiskaupamálum lokið.vísir/anton brinkRefsiramminn fyrir vændiskaup er eitt ár í fangelsi eða sektir og segir Friðrik Smári að langflestum þessara mála ljúki með sektum. Einnig að þegar refsiramminn er svo lítill geti lögreglan ekki beitt öllum ráðum við rannsóknir, eins og hlerunum. Brotaþolar í vændiskaupamálum eru þrjátíu talsins á tímabilinu 2011 til apríl 2014. Af þeim eru konur 21 og helmingur þeirra er þrjátíu ára og eldri. „Það eru ekki barnungar stúlkur sem selja kynlífsþjónustuna. Yfirleitt eru þetta fullorðnar konur. Rannsókn lögreglu beinist þó fyrst og fremst að kaupendum,“ segir Friðrik en bætir við að ef grunur leikur á mansali sé konunum beint rétta leið. Ef ekki er grunur um mansal fer ekkert sérstakt ferli í gang til að aðstoða brotaþola í vændiskaupamálum. „Yfirleitt er ekki mikið um samstarfsvilja og brotaþolar þurfa að leita sér hjálpar hjá félagslega kerfinu að eigin frumkvæði.“ Athvarfi fyrir brotaþola vændis lokað Kristínarhúsi, eina sértæka úrræðinu fyrir brotaþola vændis, var lokað í janúar síðastliðnum. Athvarfið var tilraunaverkefni til tveggja ára og á þeim tíma höfðu 27 konur og átta börn þeirra dvalið í húsinu vegna mansals eða vændis. Athvarfinu var ætlað að gefa konum sem voru á leið úr vændi eða mansali tækifæri, rými og næði til að byggja sig upp á nýjan leik. Í svari Eyglóar Harðardóttur, félags- og húsnæðismálaráðherra, við fyrirspurn Katrínar Júlíusdóttur um lokun Kristínarhúss segir að lögregla og félagsþjónustan finni ekki fyrir lokun hússins. Það kemur þó einnig fram að ekki sé lengur fyrir hendi öruggt skjól fyrir mansalsfórnarlömb og því sé erfitt að vinna traust fórnarlambanna sem geti haft skaðleg áhrif á bata þeirra og rannsókn máls. Mest lesið Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Innlent Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Viðskipti innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Innlent Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Erlent Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Erlent Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Innlent Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Innlent Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Fleiri fréttir Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Sjá meira
Mikil fjölgun vændismála varð árið 2013 og voru samtals 249 skráð mál hjá ríkislögreglustjóra á árinu. Árið áður voru málin 24 og árið 2011 voru þau 13 samtals. Tölurnar sýna fjölda brota sem hafa komið á borð embættisins vegna kaupa á vændi og hafa vændiskaupendur aldrei verið fleiri. Friðrik Smári Björgvinsson, yfirmaður kynferðisbrotadeildar lögreglunnar, segir einstaklinga sem selja kynlífsþjónustu ekki vera marga en vændiskaupendur hafa aldrei verið fleiri. Ástæðan fyrir mikilli aukningu er að árið 2013 var gert átak í að upplýsa vændiskaup á höfuðborgarsvæðinu og Suðurnesjum. Meiri mannskapur, tími og fjármagn var sett í málaflokkinn en nú er átakinu lokið. „Þessu er ekki sinnt af sama krafti og áður. Þetta er alltaf spurning um forgangsröðun og fjármagn.“Friðrik Smári Björgvinsson, yfirmaður kynferðisbrotadeildar lögreglunnar, segir átak í vændiskaupamálum lokið.vísir/anton brinkRefsiramminn fyrir vændiskaup er eitt ár í fangelsi eða sektir og segir Friðrik Smári að langflestum þessara mála ljúki með sektum. Einnig að þegar refsiramminn er svo lítill geti lögreglan ekki beitt öllum ráðum við rannsóknir, eins og hlerunum. Brotaþolar í vændiskaupamálum eru þrjátíu talsins á tímabilinu 2011 til apríl 2014. Af þeim eru konur 21 og helmingur þeirra er þrjátíu ára og eldri. „Það eru ekki barnungar stúlkur sem selja kynlífsþjónustuna. Yfirleitt eru þetta fullorðnar konur. Rannsókn lögreglu beinist þó fyrst og fremst að kaupendum,“ segir Friðrik en bætir við að ef grunur leikur á mansali sé konunum beint rétta leið. Ef ekki er grunur um mansal fer ekkert sérstakt ferli í gang til að aðstoða brotaþola í vændiskaupamálum. „Yfirleitt er ekki mikið um samstarfsvilja og brotaþolar þurfa að leita sér hjálpar hjá félagslega kerfinu að eigin frumkvæði.“ Athvarfi fyrir brotaþola vændis lokað Kristínarhúsi, eina sértæka úrræðinu fyrir brotaþola vændis, var lokað í janúar síðastliðnum. Athvarfið var tilraunaverkefni til tveggja ára og á þeim tíma höfðu 27 konur og átta börn þeirra dvalið í húsinu vegna mansals eða vændis. Athvarfinu var ætlað að gefa konum sem voru á leið úr vændi eða mansali tækifæri, rými og næði til að byggja sig upp á nýjan leik. Í svari Eyglóar Harðardóttur, félags- og húsnæðismálaráðherra, við fyrirspurn Katrínar Júlíusdóttur um lokun Kristínarhúss segir að lögregla og félagsþjónustan finni ekki fyrir lokun hússins. Það kemur þó einnig fram að ekki sé lengur fyrir hendi öruggt skjól fyrir mansalsfórnarlömb og því sé erfitt að vinna traust fórnarlambanna sem geti haft skaðleg áhrif á bata þeirra og rannsókn máls.
Mest lesið Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Innlent Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Viðskipti innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Innlent Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Erlent Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Erlent Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Innlent Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Innlent Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Fleiri fréttir Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Sjá meira