Ronaldo og Messi báðir á höttunum eftir gullstyttunni Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 12. júní 2014 12:30 Lionel Messi og Cristiano Ronaldo. Vísir/Getty Lionel Messi hefur unnið allt sem hægt er að vinna, bæði sem einstaklingur og leikmaður Barcelona. En það vantar einn titil í safnið og þann stærsta að margra mati, sjálfan heimsmeistaratitilinn. Þess er enn beðið að Messi leiði Argentínu til sigurs á HM, líkt og maðurinn sem hann er oftast borinn saman við, Diego Maradona, gerði fyrir 28 árum í Mexíkó. Messi lék sinn fyrsta leik á HM þegar hann kom inn á sem varamaður í 6-0 sigri Argentínu á Serbíu og Svartfjallalandi árið 2006. Um leið og Messi kom inn á var myndavélunum beint upp í stúku þar sem Maradona stóð, íklæddur argentínsku landsliðstreyjunni, brosandi út að eyrum eins og stoltur faðir. Messi var ekki lengi að láta að sér kveða og skoraði mark og átti stoðsendingu á þessum fyrstu 16 mínútum sínum á HM. Hann kom hins vegar ekkert við sögu þegar Argentína féll úr leik fyrir Þjóðverjum í átta liða úrslitum. Messi mætti svo aftur til leiks í Suður-Afríku fyrir fjórum árum, þar sem Maradona sjálfur stýrði argentínska liðinu. Framan af gekk allt vel en Argentína hljóp á þýskan vegg í átta liða úrslitunum. Lokatölur urðu 4-0 í síðasta leik liðsins undir stjórn Maradona. Það væri hart að segja að Messi hefði verið slakur í Suður-Afríku, en honum mistókst að finna netmöskvana í fimm leikjum og þótt óreiðukennd leikaðferð Maradona hefði ekki hjálpað til, þá spilaði þessi frábæri leikmaður undir pari. Messi mistókst einnig að skora í Suður-Ameríkukeppninni 2011, en eftir að Alejandro Sabella tók við sem þjálfari hefur Messi öðlast nýtt líf með argentínska landsliðinu. Sabella gerði hann að fyrirliða og síðan þá hefur Messi skorað 21 mark í 25 landsleikjum. Argentínski snillingurinn fær í sumar þriðja tækifærið til að sigra á HM. Messi býr yfir öllum heimsins hæfileikum, nú þarf hann bara að virkja þá á því stóra sviði sem HM er. Cristiano Ronaldo hefur, líkt og Lionel Messi, unnið allt sem einn knattspyrnumaður getur unnið. Og líkt og Messi hefur hann verið gagnrýndur fyrir að ná ekki þeim hæðum með landsliðinu sem hann hefur náð með félagsliðum sínum í gegnum tíðina. Það er þó ekki svo að Ronaldo hafi aldrei gert neitt með portúgalska landsliðinu. Þegar hann var 21 árs var hann búinn að spila til verðlauna á tveimur stórmótum. Fyrst á EM 2004, þar sem Ronaldo, þá 19 ára, skoraði tvö mörk í sex leikjum þegar Portúgal endaði í öðru sæti á heimavelli. Tveimur árum síðar á HM í Þýskalandi skoraði Ronaldo eitt mark í sex leikjum þegar Portúgal endaði í fjórða sæti. Hann var þó aðallega milli tannanna á fólki vegna atviks í átta liða úrslitunum gegn Englandi, þar hann átti að hafa þrýst á dómarann, Horacio Elizondo, að gefa Wayne Rooney, samherja hans hjá Manchester United, rautt spjald eftir að sá síðarnefndi hafði traðkað á Ricardo Carvalho, varnarmanni Portúgal. Ronaldo tókst hins vegar ekki að fylgja þessari góðu byrjun með landsliðinu eftir. Hann var hálfdaufur á EM 2008, þar sem Portúgal féll úr leik í átta liða úrslitum, og náði sér heldur ekki á strik á HM í Suður-Afríku. Ronaldo skoraði aðeins eitt mark, í 7-0 sigri á Norður-Kóreu, og Portúgal féll úr leik fyrir Spáni í 16 liða úrslitum. „Hinn raunverulegi Ronaldo var ekki með á þessu móti,“ sagði Carlos Querioz, sem stýrði Portúgal á HM 2010. Eftir að Paulo Bento tók við af Querioz hefur spilamennska Ronaldos með landsliðinu farið batnandi. Hann var góður á EM 2012 og frammistaða hans gegn Svíþjóð í umspilsleikjum um sæti á HM í Brasilíu síðasta haust var ógleymanleg, en hann skoraði öll fjögur mörk Portúgals í leikjunum tveimur. Ronaldo hefur átt glæsilegan feril og er fyrir löngu búinn að skrá sig í sögubækurnar. Hann getur skrifað enn einn kaflann í Brasilíu, þangað sem hann átti stærstan þátt í að koma portúgalska landsliðinu.Glæsilegt fylgirit um heimsmeistarakeppnina í Brasilíu fylgdi Fréttablaðinu í morgun en þessi grein birtist fyrst þar. Stöð 2 Sport 2 verður með 18 leiki í beinni frá HM í Brasilíu, þar af alla leiki Arons Jóhannssonar. Gummi Ben verður svo með HM-messu þar sem sérfræðingar fara yfir leiki dagsins og hita upp fyrir leik kvöldsins. Kynntu þér málið nánar á 365.is. HM 2014 í Brasilíu Mest lesið Segir fjórðung í bók Óla ósannan Íslenski boltinn „Grimmileg áminning um hversu harkalegt og grimmt lífið getur verið“ Fótbolti Åge Hareide látinn Fótbolti „Er því miður kominn í jólafrí“ Handbolti Í fyrsta sinn rukkað inn á Fan Zone á HM Fótbolti Útilokar ekki breytingar: „Er klárlega að líta í kringum mig“ Körfubolti Davíð sendir hjartnæma kveðju til Hareide Fótbolti Setti heimsmet fyrir mömmu sína Sport Dagskráin í dag: Píla og Álftanes með nýjan þjálfara Sport Bardagakappi drukknaði á Amazon-svæðinu Sport Fleiri fréttir „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Helmingur landsliðskvenna er undir lágmarkslaunum „Grimmileg áminning um hversu harkalegt og grimmt lífið getur verið“ Segir fjórðung í bók Óla ósannan Í fyrsta sinn rukkað inn á Fan Zone á HM Davíð sendir hjartnæma kveðju til Hareide Svona endaði Sambandsdeildin: Finnarnir áfram eftir jafntefli við Palace Strasbourg - Breiðablik 3-1 | Hetjuleg barátta dugði skammt Napoli í úrslit í Sádi-Arabíu Åge Hareide látinn Amorim vill Neves Benti á hinn íslenska Dan Burn „Við þurfum bara að keyra á þetta“ Segir Nóel Atla frábært dæmi um það þegar hlutirnir gangi upp Glódís gæti þurft að ryðja Man. Utd og Barcelona úr vegi að úrslitaleiknum Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Evrópusumma Blika komin í 800 milljónir og gæti nálgast milljarð í kvöld Liðsfélagi landsliðsmanns missti unga frændur sína í sprengingu Forsætisráðherrann hótar Roman Abramovich og segir að „klukkan tifi“ Bíður eftir kallinu frá Arnari: „Myndi segja að ég væri klár“ „Sýnum kvennaíþróttir af því að þær eru frábærar“ Úr Bestu deild yfir í að slá í gegn í Meistaradeild: „Ég elska pressuna“ Snéri aftur í fótbolta eftir 35 ára hlé: „Kalla mig Jackie Grealish“ Fótboltamaður skotinn til bana Spilar áfram með Messi í Miami Snýr aftur á æfingar eftir 100 daga í burtu Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Ungstirnið skallaði meistarana áfram Vålerenga úr leik eftir tap fyrir stöllum Glódísar Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram Sjá meira
Lionel Messi hefur unnið allt sem hægt er að vinna, bæði sem einstaklingur og leikmaður Barcelona. En það vantar einn titil í safnið og þann stærsta að margra mati, sjálfan heimsmeistaratitilinn. Þess er enn beðið að Messi leiði Argentínu til sigurs á HM, líkt og maðurinn sem hann er oftast borinn saman við, Diego Maradona, gerði fyrir 28 árum í Mexíkó. Messi lék sinn fyrsta leik á HM þegar hann kom inn á sem varamaður í 6-0 sigri Argentínu á Serbíu og Svartfjallalandi árið 2006. Um leið og Messi kom inn á var myndavélunum beint upp í stúku þar sem Maradona stóð, íklæddur argentínsku landsliðstreyjunni, brosandi út að eyrum eins og stoltur faðir. Messi var ekki lengi að láta að sér kveða og skoraði mark og átti stoðsendingu á þessum fyrstu 16 mínútum sínum á HM. Hann kom hins vegar ekkert við sögu þegar Argentína féll úr leik fyrir Þjóðverjum í átta liða úrslitum. Messi mætti svo aftur til leiks í Suður-Afríku fyrir fjórum árum, þar sem Maradona sjálfur stýrði argentínska liðinu. Framan af gekk allt vel en Argentína hljóp á þýskan vegg í átta liða úrslitunum. Lokatölur urðu 4-0 í síðasta leik liðsins undir stjórn Maradona. Það væri hart að segja að Messi hefði verið slakur í Suður-Afríku, en honum mistókst að finna netmöskvana í fimm leikjum og þótt óreiðukennd leikaðferð Maradona hefði ekki hjálpað til, þá spilaði þessi frábæri leikmaður undir pari. Messi mistókst einnig að skora í Suður-Ameríkukeppninni 2011, en eftir að Alejandro Sabella tók við sem þjálfari hefur Messi öðlast nýtt líf með argentínska landsliðinu. Sabella gerði hann að fyrirliða og síðan þá hefur Messi skorað 21 mark í 25 landsleikjum. Argentínski snillingurinn fær í sumar þriðja tækifærið til að sigra á HM. Messi býr yfir öllum heimsins hæfileikum, nú þarf hann bara að virkja þá á því stóra sviði sem HM er. Cristiano Ronaldo hefur, líkt og Lionel Messi, unnið allt sem einn knattspyrnumaður getur unnið. Og líkt og Messi hefur hann verið gagnrýndur fyrir að ná ekki þeim hæðum með landsliðinu sem hann hefur náð með félagsliðum sínum í gegnum tíðina. Það er þó ekki svo að Ronaldo hafi aldrei gert neitt með portúgalska landsliðinu. Þegar hann var 21 árs var hann búinn að spila til verðlauna á tveimur stórmótum. Fyrst á EM 2004, þar sem Ronaldo, þá 19 ára, skoraði tvö mörk í sex leikjum þegar Portúgal endaði í öðru sæti á heimavelli. Tveimur árum síðar á HM í Þýskalandi skoraði Ronaldo eitt mark í sex leikjum þegar Portúgal endaði í fjórða sæti. Hann var þó aðallega milli tannanna á fólki vegna atviks í átta liða úrslitunum gegn Englandi, þar hann átti að hafa þrýst á dómarann, Horacio Elizondo, að gefa Wayne Rooney, samherja hans hjá Manchester United, rautt spjald eftir að sá síðarnefndi hafði traðkað á Ricardo Carvalho, varnarmanni Portúgal. Ronaldo tókst hins vegar ekki að fylgja þessari góðu byrjun með landsliðinu eftir. Hann var hálfdaufur á EM 2008, þar sem Portúgal féll úr leik í átta liða úrslitum, og náði sér heldur ekki á strik á HM í Suður-Afríku. Ronaldo skoraði aðeins eitt mark, í 7-0 sigri á Norður-Kóreu, og Portúgal féll úr leik fyrir Spáni í 16 liða úrslitum. „Hinn raunverulegi Ronaldo var ekki með á þessu móti,“ sagði Carlos Querioz, sem stýrði Portúgal á HM 2010. Eftir að Paulo Bento tók við af Querioz hefur spilamennska Ronaldos með landsliðinu farið batnandi. Hann var góður á EM 2012 og frammistaða hans gegn Svíþjóð í umspilsleikjum um sæti á HM í Brasilíu síðasta haust var ógleymanleg, en hann skoraði öll fjögur mörk Portúgals í leikjunum tveimur. Ronaldo hefur átt glæsilegan feril og er fyrir löngu búinn að skrá sig í sögubækurnar. Hann getur skrifað enn einn kaflann í Brasilíu, þangað sem hann átti stærstan þátt í að koma portúgalska landsliðinu.Glæsilegt fylgirit um heimsmeistarakeppnina í Brasilíu fylgdi Fréttablaðinu í morgun en þessi grein birtist fyrst þar. Stöð 2 Sport 2 verður með 18 leiki í beinni frá HM í Brasilíu, þar af alla leiki Arons Jóhannssonar. Gummi Ben verður svo með HM-messu þar sem sérfræðingar fara yfir leiki dagsins og hita upp fyrir leik kvöldsins. Kynntu þér málið nánar á 365.is.
HM 2014 í Brasilíu Mest lesið Segir fjórðung í bók Óla ósannan Íslenski boltinn „Grimmileg áminning um hversu harkalegt og grimmt lífið getur verið“ Fótbolti Åge Hareide látinn Fótbolti „Er því miður kominn í jólafrí“ Handbolti Í fyrsta sinn rukkað inn á Fan Zone á HM Fótbolti Útilokar ekki breytingar: „Er klárlega að líta í kringum mig“ Körfubolti Davíð sendir hjartnæma kveðju til Hareide Fótbolti Setti heimsmet fyrir mömmu sína Sport Dagskráin í dag: Píla og Álftanes með nýjan þjálfara Sport Bardagakappi drukknaði á Amazon-svæðinu Sport Fleiri fréttir „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Helmingur landsliðskvenna er undir lágmarkslaunum „Grimmileg áminning um hversu harkalegt og grimmt lífið getur verið“ Segir fjórðung í bók Óla ósannan Í fyrsta sinn rukkað inn á Fan Zone á HM Davíð sendir hjartnæma kveðju til Hareide Svona endaði Sambandsdeildin: Finnarnir áfram eftir jafntefli við Palace Strasbourg - Breiðablik 3-1 | Hetjuleg barátta dugði skammt Napoli í úrslit í Sádi-Arabíu Åge Hareide látinn Amorim vill Neves Benti á hinn íslenska Dan Burn „Við þurfum bara að keyra á þetta“ Segir Nóel Atla frábært dæmi um það þegar hlutirnir gangi upp Glódís gæti þurft að ryðja Man. Utd og Barcelona úr vegi að úrslitaleiknum Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Evrópusumma Blika komin í 800 milljónir og gæti nálgast milljarð í kvöld Liðsfélagi landsliðsmanns missti unga frændur sína í sprengingu Forsætisráðherrann hótar Roman Abramovich og segir að „klukkan tifi“ Bíður eftir kallinu frá Arnari: „Myndi segja að ég væri klár“ „Sýnum kvennaíþróttir af því að þær eru frábærar“ Úr Bestu deild yfir í að slá í gegn í Meistaradeild: „Ég elska pressuna“ Snéri aftur í fótbolta eftir 35 ára hlé: „Kalla mig Jackie Grealish“ Fótboltamaður skotinn til bana Spilar áfram með Messi í Miami Snýr aftur á æfingar eftir 100 daga í burtu Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Ungstirnið skallaði meistarana áfram Vålerenga úr leik eftir tap fyrir stöllum Glódísar Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram Sjá meira