Þrír leikmenn sátu hjá á æfingu franska landsliðsins í gær vegna meiðsla. Frakkland mætir Hondúras í fyrsta leik liðsins á Heimsmeistaramótinu á sunnudaginn.
Leikmennirnir sem um ræðir eru Olivier Giroud og Laurent Koscielny, leikmenn Arsenal og Mamadou Sakho, leikmaður Liverpool.
Sakho fékk hvíld í gær vegna eymsla í hægra hnénu eftir æfingu liðsins á þriðjudaginn. Sakho fór í myndatöku þar sem ekkert alvarlegt kom í ljós og ætti hann að ná sér fyrir sunnudaginn.
Talið er víst að Sakho muni byrja í miðri vörn franska liðsins við hlið Raphael Varane.
Philippe Tournon, talsmaður franska landsliðsins, var ekki tilbúinn að útskýra fjarveru Giroud né Koscielny.
Meiðsli í herbúðum Frakklands
Kristinn Páll Teitsson skrifar

Mest lesið


Rannsaka Íslendingafélagið Burton Albion
Enski boltinn







Segist viss um að Isak fari ekki fet
Fótbolti
