Guðrún sagði að samstaða kvenna myndi leiða til breytinga Stefán Árni Pálsson skrifar 12. júní 2014 14:04 Guðrún Jónsdóttir, tók til máls á Nordiskt Forum – New Action on Women's Rights í dag. visir/Hannie Mist Rúmlega 350 Íslendingar eru nú á stærstu jafnréttisráðstefnu Norðurlanda í 20 ár sem fer fram í Malmö, Svíþjóð. Ráðstefnan, Nordiskt Forum – New Action on Women‘s Rights, stendur yfir fram á sunnudag en búist er við um 6000 manns á ráðstefnunni. Nordiskt Forum er stærsta ráðstefna um kvenréttindi og jafnréttismál á Norðurlöndum í tuttugu ár, en áður var hún haldin í Osló 1988 og Turku 1994. Tvö hundruð félagasamtök frá öllum Norðurlöndunum standa að þessari ráðstefnu, þar á meðal Kvenréttindafélag Íslands og Kvenfélagasamband Íslands. Guðrún Jónsdóttir, talskona Stígamóta, hélt ræðu á ráðstefnunni í dag en hún talaði meðal annars um kvennafrídaginn hér á Íslandi og benti á að 50 þúsund konur hefðu mótmælt kynbundnum launamismun í tíu stiga frosti hér á landi árið 2010. Guðrún sagðist ekki vera með svarið af hverju karlmenn beita konur ofbeldi eða af hverju launamismunurinn lifir enn.Frá ráðstefnunni í dag.visir/hannaHún benti jafnframt á það að þegar konur kæmu saman líkt og á þessari ráðstefnu myndi það leiða til breytinga. Frú Vigdís Finnbogadóttir mun ávarpar ráðstefnuna á opnunarhátíðinni í kvöld og einnig tekur hún þátt í viðburðinum „Run the world!“ á stóra sviðinu á morgun. Íslenskar konur úr öllum áttum taka þátt í opinberu pallborðsumræðum ráðstefnunnar, sem mun móta lokaskjal ráðstefnunnar. Umfjöllunarefni þessara pallborðsumræða eru byggð á aðgerðaráætlunum og skilyrðum Pekingsáttmálans 1995 og CEDAW-sáttmálans um afnám allrar mismunar gegn konum sem samþykktur var á allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna 1979. Mest lesið Segjast hafa verið neydd til að krjúpa tímunum saman og lýsa yfir ást sinni á Ísrael Innlent Lagði við Hverfisgötu eftir allt saman Innlent „Þykjustuleikur“ að Ísland fái annan díl Innlent Boða aftur til kvennaverkfalls fimmtíu árum eftir það fyrsta Innlent Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Innlent Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Innlent Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun" Innlent Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Innlent „Ég held að það sé sterk friðarvon núna“ Innlent Ekki sjálfsvörn að berja með steypuklumpi í höfuðið Innlent Fleiri fréttir Þakklát Möggu Stínu og segir vopnahlé ljósið við enda ganganna Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun" Söguleg stund Ekki sjálfsvörn að berja með steypuklumpi í höfuðið Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Tólf eldislaxar fundust í sex ám Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Bein útsending: Dagur landbúnaðarins „Þykjustuleikur“ að Ísland fái annan díl Selta olli rafmagnsleysi á Suðurlandi Friður á Gasa mögulega í sjónmáli og rætt við utanríkisráðherra Palestínu Mosfellingur hjá Strætó leiðir unga Framsóknarmenn „Hvað varð um að gera meira, hraðar?“ Veðrið setur strik í reikninginn Segjast hafa verið neydd til að krjúpa tímunum saman og lýsa yfir ást sinni á Ísrael Utanríkisráðherra Palestínu á Íslandi á sögulegum tímum Leit að meintum brennuvargi engu skilað Boða aftur til kvennaverkfalls fimmtíu árum eftir það fyrsta Lagði við Hverfisgötu eftir allt saman „Ég held að það sé sterk friðarvon núna“ Ástæða til að hafa áhyggjur af vanfjármögnun spítalans Meirihluti hlynntur þátttöku ef Ísrael er ekki með Varnargarðar hækkaðir við Grindavík Skýr afstaða landsmanna um hvort einkunnir eigi að vera í tölum eða bókstöfum „Auðvitað er ég hrædd um hana“ Ford vörubíll árgerð 1930 gefinn Byggðasafni Árnesinga „Ég ætla ekki að jarða hann, ég ætla að hafa hann á lífi“ Mamma Möggu Stínu gerir upp erfiðan dag Útlendingastofnun: Ekkert bendi til ómannúðlegrar meðferðar í Króatíu Sjá meira
Rúmlega 350 Íslendingar eru nú á stærstu jafnréttisráðstefnu Norðurlanda í 20 ár sem fer fram í Malmö, Svíþjóð. Ráðstefnan, Nordiskt Forum – New Action on Women‘s Rights, stendur yfir fram á sunnudag en búist er við um 6000 manns á ráðstefnunni. Nordiskt Forum er stærsta ráðstefna um kvenréttindi og jafnréttismál á Norðurlöndum í tuttugu ár, en áður var hún haldin í Osló 1988 og Turku 1994. Tvö hundruð félagasamtök frá öllum Norðurlöndunum standa að þessari ráðstefnu, þar á meðal Kvenréttindafélag Íslands og Kvenfélagasamband Íslands. Guðrún Jónsdóttir, talskona Stígamóta, hélt ræðu á ráðstefnunni í dag en hún talaði meðal annars um kvennafrídaginn hér á Íslandi og benti á að 50 þúsund konur hefðu mótmælt kynbundnum launamismun í tíu stiga frosti hér á landi árið 2010. Guðrún sagðist ekki vera með svarið af hverju karlmenn beita konur ofbeldi eða af hverju launamismunurinn lifir enn.Frá ráðstefnunni í dag.visir/hannaHún benti jafnframt á það að þegar konur kæmu saman líkt og á þessari ráðstefnu myndi það leiða til breytinga. Frú Vigdís Finnbogadóttir mun ávarpar ráðstefnuna á opnunarhátíðinni í kvöld og einnig tekur hún þátt í viðburðinum „Run the world!“ á stóra sviðinu á morgun. Íslenskar konur úr öllum áttum taka þátt í opinberu pallborðsumræðum ráðstefnunnar, sem mun móta lokaskjal ráðstefnunnar. Umfjöllunarefni þessara pallborðsumræða eru byggð á aðgerðaráætlunum og skilyrðum Pekingsáttmálans 1995 og CEDAW-sáttmálans um afnám allrar mismunar gegn konum sem samþykktur var á allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna 1979.
Mest lesið Segjast hafa verið neydd til að krjúpa tímunum saman og lýsa yfir ást sinni á Ísrael Innlent Lagði við Hverfisgötu eftir allt saman Innlent „Þykjustuleikur“ að Ísland fái annan díl Innlent Boða aftur til kvennaverkfalls fimmtíu árum eftir það fyrsta Innlent Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Innlent Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Innlent Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun" Innlent Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Innlent „Ég held að það sé sterk friðarvon núna“ Innlent Ekki sjálfsvörn að berja með steypuklumpi í höfuðið Innlent Fleiri fréttir Þakklát Möggu Stínu og segir vopnahlé ljósið við enda ganganna Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun" Söguleg stund Ekki sjálfsvörn að berja með steypuklumpi í höfuðið Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Tólf eldislaxar fundust í sex ám Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Bein útsending: Dagur landbúnaðarins „Þykjustuleikur“ að Ísland fái annan díl Selta olli rafmagnsleysi á Suðurlandi Friður á Gasa mögulega í sjónmáli og rætt við utanríkisráðherra Palestínu Mosfellingur hjá Strætó leiðir unga Framsóknarmenn „Hvað varð um að gera meira, hraðar?“ Veðrið setur strik í reikninginn Segjast hafa verið neydd til að krjúpa tímunum saman og lýsa yfir ást sinni á Ísrael Utanríkisráðherra Palestínu á Íslandi á sögulegum tímum Leit að meintum brennuvargi engu skilað Boða aftur til kvennaverkfalls fimmtíu árum eftir það fyrsta Lagði við Hverfisgötu eftir allt saman „Ég held að það sé sterk friðarvon núna“ Ástæða til að hafa áhyggjur af vanfjármögnun spítalans Meirihluti hlynntur þátttöku ef Ísrael er ekki með Varnargarðar hækkaðir við Grindavík Skýr afstaða landsmanna um hvort einkunnir eigi að vera í tölum eða bókstöfum „Auðvitað er ég hrædd um hana“ Ford vörubíll árgerð 1930 gefinn Byggðasafni Árnesinga „Ég ætla ekki að jarða hann, ég ætla að hafa hann á lífi“ Mamma Möggu Stínu gerir upp erfiðan dag Útlendingastofnun: Ekkert bendi til ómannúðlegrar meðferðar í Króatíu Sjá meira