Aðgerðir stjórnvalda hafa áhrif á samninga Jóhanna Margrét Einarsdóttir skrifar 23. ágúst 2014 00:01 Verkalýðshreyfingin er að móta kröfugerð fyrir komandi samninga. Margir eru frekar svartsýnir á að takist að semja til langs tíma. Vísir/Vilhelm „Mér líst illa á allar breytingar á skattkerfinu sem hafa áhrif á afkomu launafólks til hins verra. Ákvarðanir stjórnvalda á næstu vikum koma til með að hafa áhrif á til hve langs tíma kjarasamningar verða gerðir,“ segir Drífa Snædal, framkvæmdastjóri Starfsgreinasambands Íslands. Fjármálaráðherra hefur sett fram hugmyndir um hækkun matarskatts, ekki er búið að ákveða hversu mikið en rætt hefur verið um að hann gæti hækkað úr sjö prósentum í fjórtán til fimmtán prósent. Hugmyndir um hækkun matarskattsins fara illa í verkalýðshreyfinguna. Samningar eru lausir nú um áramót. Þegar skrifað var undir nýja kjarasamninga undir lok síðasta árs var talað um að sá samningur væri aðfarasamningur og tíminn yrði notaður til að undirbúa gerð kjarasamnings til einhverra ára. Verkalýðshreyfingin er þessa dagana að móta kröfugerð fyrir komandi samninga. „Það gerir enginn langtímasamninga á óvissutímum,“ segir Drífa. „Það er enginn að ræða langtímasamning,“ segir Gylfi Arnbjörnsson, forseti ASÍ, og hann gagnrýnir stjórnvöld fyrir skort á samráði. Þorsteinn Víglundsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, segir að enn hafi ekki verið mótuð samningsmarkmið né heldur hafi menn rætt til hve langs tíma ætti að semja.Drífa Snædal„Þegar kemur að skattkerfisbreytingum þá er fátt í þessum tillögum sem kemur á óvart. Þetta er búið að vera í umræðunni um nokkurt skeið,“ segir Þorsteinn. „Það eru tvær lykilforsendur fyrir þessum breytingum. Annars vegar að heildaráhrif breytinganna séu ekki verðbólguhvetjandi, hitt er hvernig stjórnvöld koma til móts við lágtekjuhópa,“ segir Þorsteinn. Hann bætir við að matur og ýmsar aðrar nauðsynjavörur séu í lægra skattþrepinu. Það skili sér hins vegar illa sem tekjujöfnunarleið. Þeir sem hafi tekjur yfir meðaltali njóti frekar góðs af því en tekjulágir. Það sé mikilvægt fyrir stjórnvöld að hækka barna- og húsnæðisbætur, það skili sér betur fyrir lágtekjuhópa en þrepaskiptur virðisaukaskattur. „Ef stjórnvöld grípa til skýrra og hnitmiðaðra mótvægisaðgerða fyrir hina tekjulágu þá ætti að takast sátt um breytingar á virðisaukaskattskerfinu,“ segir Þorsteinn. Mest lesið Aron Can heill á húfi Innlent „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Innlent Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Innlent Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Innlent Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Innlent Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Erlent Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Innlent „Ef þú móðgaðist, þykir mér það leitt“ Innlent Vínsalar látnir klára vakt eftir andlát í versluninni Innlent Launaði neitun á gistingu með löðrungi Innlent Fleiri fréttir Aron Can heill á húfi „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Launaði neitun á gistingu með löðrungi Óvinsældir eftir þinglok og meint leyndarmál frönsku forsetahjónanna Innan við þriðjungur andvígur olíuleit Ætlar fyrir Mannréttindadómstólinn og segir fréttaflutning villandi Gasútstreymi minnkandi en gosmóðu enn spáð Vínsalar látnir klára vakt eftir andlát í versluninni Annar stór skartgripaþjófnaður í miðborginni „Ef þú móðgaðist, þykir mér það leitt“ Spellvirkinn líka grunaður um líkamsárás og mansal Staða Sjálfstæðisflokksins versnar eftir þinglok Hóteleigendur vilja byggja á verndarsvæði og ábúendur ekki sáttir Sjálfstæðisflokkur sjaldan mælst minni Þurfti að hætta sundi af öryggisástæðum Gylfi Ægisson er látinn Hundruð kvenna einmana: „Er skrýtið að eiga engar vinkonur?“ Ekið á ökumann rafmagnshlaupahjóls og gámur á hliðina Gosmóða mælist í morgunsárið en ætti að minnka með deginum Viðbragðsaðilar kallaðir út vegna elds í sanddæluskipi á Ísafirði Kári um njósnatalið: „Óvarlegt af mér og býsna óheiðarlegt“ Handtekinn í Laugardal grunaður um mansal „Held að sjávarútvegurinn hafi misst samtalið við þjóðina“ 250 þúsund gestir skemmtiferðaskipa á Akureyri í sumar „Hvað næst? Sparka í okkur? Berja okkur? Stinga einhverju í okkur?“ Vinnur á fjórum stöðum en eigin íbúð fjarlægur draumur Sjá meira
„Mér líst illa á allar breytingar á skattkerfinu sem hafa áhrif á afkomu launafólks til hins verra. Ákvarðanir stjórnvalda á næstu vikum koma til með að hafa áhrif á til hve langs tíma kjarasamningar verða gerðir,“ segir Drífa Snædal, framkvæmdastjóri Starfsgreinasambands Íslands. Fjármálaráðherra hefur sett fram hugmyndir um hækkun matarskatts, ekki er búið að ákveða hversu mikið en rætt hefur verið um að hann gæti hækkað úr sjö prósentum í fjórtán til fimmtán prósent. Hugmyndir um hækkun matarskattsins fara illa í verkalýðshreyfinguna. Samningar eru lausir nú um áramót. Þegar skrifað var undir nýja kjarasamninga undir lok síðasta árs var talað um að sá samningur væri aðfarasamningur og tíminn yrði notaður til að undirbúa gerð kjarasamnings til einhverra ára. Verkalýðshreyfingin er þessa dagana að móta kröfugerð fyrir komandi samninga. „Það gerir enginn langtímasamninga á óvissutímum,“ segir Drífa. „Það er enginn að ræða langtímasamning,“ segir Gylfi Arnbjörnsson, forseti ASÍ, og hann gagnrýnir stjórnvöld fyrir skort á samráði. Þorsteinn Víglundsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, segir að enn hafi ekki verið mótuð samningsmarkmið né heldur hafi menn rætt til hve langs tíma ætti að semja.Drífa Snædal„Þegar kemur að skattkerfisbreytingum þá er fátt í þessum tillögum sem kemur á óvart. Þetta er búið að vera í umræðunni um nokkurt skeið,“ segir Þorsteinn. „Það eru tvær lykilforsendur fyrir þessum breytingum. Annars vegar að heildaráhrif breytinganna séu ekki verðbólguhvetjandi, hitt er hvernig stjórnvöld koma til móts við lágtekjuhópa,“ segir Þorsteinn. Hann bætir við að matur og ýmsar aðrar nauðsynjavörur séu í lægra skattþrepinu. Það skili sér hins vegar illa sem tekjujöfnunarleið. Þeir sem hafi tekjur yfir meðaltali njóti frekar góðs af því en tekjulágir. Það sé mikilvægt fyrir stjórnvöld að hækka barna- og húsnæðisbætur, það skili sér betur fyrir lágtekjuhópa en þrepaskiptur virðisaukaskattur. „Ef stjórnvöld grípa til skýrra og hnitmiðaðra mótvægisaðgerða fyrir hina tekjulágu þá ætti að takast sátt um breytingar á virðisaukaskattskerfinu,“ segir Þorsteinn.
Mest lesið Aron Can heill á húfi Innlent „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Innlent Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Innlent Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Innlent Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Innlent Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Erlent Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Innlent „Ef þú móðgaðist, þykir mér það leitt“ Innlent Vínsalar látnir klára vakt eftir andlát í versluninni Innlent Launaði neitun á gistingu með löðrungi Innlent Fleiri fréttir Aron Can heill á húfi „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Launaði neitun á gistingu með löðrungi Óvinsældir eftir þinglok og meint leyndarmál frönsku forsetahjónanna Innan við þriðjungur andvígur olíuleit Ætlar fyrir Mannréttindadómstólinn og segir fréttaflutning villandi Gasútstreymi minnkandi en gosmóðu enn spáð Vínsalar látnir klára vakt eftir andlát í versluninni Annar stór skartgripaþjófnaður í miðborginni „Ef þú móðgaðist, þykir mér það leitt“ Spellvirkinn líka grunaður um líkamsárás og mansal Staða Sjálfstæðisflokksins versnar eftir þinglok Hóteleigendur vilja byggja á verndarsvæði og ábúendur ekki sáttir Sjálfstæðisflokkur sjaldan mælst minni Þurfti að hætta sundi af öryggisástæðum Gylfi Ægisson er látinn Hundruð kvenna einmana: „Er skrýtið að eiga engar vinkonur?“ Ekið á ökumann rafmagnshlaupahjóls og gámur á hliðina Gosmóða mælist í morgunsárið en ætti að minnka með deginum Viðbragðsaðilar kallaðir út vegna elds í sanddæluskipi á Ísafirði Kári um njósnatalið: „Óvarlegt af mér og býsna óheiðarlegt“ Handtekinn í Laugardal grunaður um mansal „Held að sjávarútvegurinn hafi misst samtalið við þjóðina“ 250 þúsund gestir skemmtiferðaskipa á Akureyri í sumar „Hvað næst? Sparka í okkur? Berja okkur? Stinga einhverju í okkur?“ Vinnur á fjórum stöðum en eigin íbúð fjarlægur draumur Sjá meira