Innlent

Potturinn áttfaldur um næstu helgi

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Tveir skiptu með sér bónusvinningnum og hlýtur hvor rúmlega 450.000 kr. í vinning.
Tveir skiptu með sér bónusvinningnum og hlýtur hvor rúmlega 450.000 kr. í vinning.
Fyrsti vinningur í Lottóinu verður hvorki meira né minna en áttfaldur næsta laugardag þar sem enginn var með allar tölurnar réttar í útdrætti kvöldsins. Tveir skiptu með sér bónusvinningnum og hlýtur hvor rúmlega 450.000 kr. í vinning.

Annar miðinn var keyptur í Fjarðarkaupum, Hólshrauni 1b í Hafnarfirði, en hinn á heimasíðu Lottó. Einn var með allar Jókertölurnar réttar og fær hann í sinn hlut 2 milljónir. Miðinn var keyptur í Happahúsinu, Kringlunni 8-12, Reykjavík.

Sex miðaeigendur voru með fjórar réttar tölur í réttri röð í Jóker og fær hver þeirra 100.000 kr. í vinning. Tveir vinningsmiðanna voru keyptir á heimasíðu Lottó, en hinir fjórir í N1 v/Austurveg á Selfossi, Ak-inn á Akureyri, Daníelsbita í Mosfellsbæ og Smáranum söluturni, Dalvegi 16c í Kópavogi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×