Vikan á Vísi: Íslenska landsliðið, 250 kallinn og yfirgengileg túristamynd Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 19. október 2014 10:00 Ríkið segir 250 krónur duga fyrir máltíðinni Fréttablaðið greindi frá því á mánudag að gert væri ráð fyrir að það kosti 745 krónur á dag að fæða hvern einstakling, í frumvarpi fjármálaráðherra um breytingar á virðisaukaskatti. Hver fjölskylda verji rúmlega 2.980 krónum í öll matarinnkaup á dag. Hver máltíð á einstakling kosti 248 kr. Bryndís Loftsdóttir, varaþingmaður, lýsti yfir óánægju sinni með frumvarpið í viðtali við blaðið en miklar umræður spunnust um málið í vikunni.Strákarnir okkar upp fyrir Svía og Dani Frækinn 2-0 sigur Íslands á Hollendingum var án efa ein af fréttum vikunnar. Sigurinn mun meðal annars leiða til þess að íslenska landsliðið fer upp fyrir Svía og Dani á styrkleikalista FIFA. Liðið hefur flogið upp styrkleikalista FIFA á undanförnum tveimur árum undir stjórn Lars Lagerback og Heimis Hallgrímssonar. Liðið var í 58. sæti í apríl, situr nú í 34. sæti og verður að óbreyttu í hópi 30 sterkustu þjóða heims við birtingu listans þann 23. október.Seljan og Svanberg hnakkrífast um Andra FreyHelgi Seljan og Eiður Svanberg deildu á Facebook um Andra Frey Viðarsson, fjölmiðlamann, og vakti rifrildi þeirra mikla athygli í vikunni. Eiði þótti lítt til Andra Freys koma en Helgi Seljan kom æskuvini sínum til varnar.Frækinn 2-0 sigur íslenska landsliðsins á Hollandi var ein af fréttum vikunnar.Vísir/Andri MarinóUmgengni skelfilegri en orð fá lýst Frá því var greint í Fréttablaðinu í vikunni að umgengni ferðamanna í skálum Ferðafélags Íslands er svo slæm að félaginu er nauðugur einn kostur að hafa húsin lokuð nema skálavarsla sé til staðar. Svo illa er gengið um að húsin liggja undir skemmdum. Svo þykkur er óþefurinn af rusli og salernum að fólk hrökklast frá.Hefðbundinn matseðill öryrkja: „Reyndu ekki að halda veislu eða bjóða einhverjum í mat“ Facebook-færsla Ásdísar Sólrúnar Arnljótsdóttur vakti mikla athygli í vikunni. Þar sagði hún frá því hvað hún fékk sér í kvöldmat en Ásdís er 75% öryrki með lífshættulegan æða-og nýrnasjúkdóm. „Áður en greinin fór í loftið hélt ég að fólkið í landinu vissi almennt hver staðan væri,“ sagði Ásdís Sólrún við Vísi. Greinin fór á flug, tölvupóstar borist og síminn hringt endurtekið. Ásdís Sólrún, sem á fimm uppkomin börn, lýsir baráttu sinni fyrir því að láta peninginn sem öryrkjum sé skammtaður duga sér út mánuðinn. Það hafi henni líka tekist þegar hún var með fimm unglinga á heimilinu og orðin öryrki.Yfirgengileg túristamynd vekur athygliMynd af túristum í heitri laug, með eldgos í baksýn, yfir dansa norðurljós og kaldur á kantinum, hefur vakið mikla athygli. Það er ferðaskrifstofan Extreme Iceland sem birtir myndina á Facebooksíðu sinni og henni hefur verið deilt í vel á annað hundrað skipti. Þarna er vel í lagt, en Kári Björnsson, framkvæmdastjóri ferðaskrifstofunnar, segir þetta til gamans gert og ekki sé dregin dul á að þarna sé um fölsun að ræða; ólíkum myndum er skeytt saman í myndvinnsluforritinu Photoshop. Mest lesið Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu Innlent Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Erlent Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Innlent Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Innlent Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Innlent Segir ferðaþjónustunni mismunað og efnir til mótmæla Innlent Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Innlent Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Erlent Fleiri fréttir Flutti tæp þrjú kíló af kókaíni til landsins og fær tvö ár Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Strandveiðar færast frá Viðreisn til Flokks fólksins Myndir: Flugu til Þórsmerkur og Grindavíkur Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu „Annars lítur þetta ekki mjög vel út fyrir þær“ „Sýnið nú kjark og dug og gerið þetta almennilega“ Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Staðan á gosinu og óánægja með lokanir í Grindavík Segir ferðaþjónustunni mismunað og efnir til mótmæla Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Landlæknir hlynnt því að banna ljósabekki Loftgæði mælast óholl á Akureyri Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Met í verðtryggðum lánveitingum lífeyrissjóðanna Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Opnaði listasýningu aldargamall og segir verkin verða eins og börnin sín Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Dettifossi kippt í lag og seinkar um sólarhring Grindvíkingum hleypt inn, varnargarðar hækkaðir og Bláa lónið opnar Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Kort: Sprungan lengist til norðurs Strandveiðar bannaðar á morgun Gos í beinni, ósáttir Grindvíkingar og íbúum drekkt í steypu Alvarleg árás með hamri í Reykjavík Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Varað við fölsuðum töflum sem innihalda hættulega efnablöndu Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Sjá meira
Ríkið segir 250 krónur duga fyrir máltíðinni Fréttablaðið greindi frá því á mánudag að gert væri ráð fyrir að það kosti 745 krónur á dag að fæða hvern einstakling, í frumvarpi fjármálaráðherra um breytingar á virðisaukaskatti. Hver fjölskylda verji rúmlega 2.980 krónum í öll matarinnkaup á dag. Hver máltíð á einstakling kosti 248 kr. Bryndís Loftsdóttir, varaþingmaður, lýsti yfir óánægju sinni með frumvarpið í viðtali við blaðið en miklar umræður spunnust um málið í vikunni.Strákarnir okkar upp fyrir Svía og Dani Frækinn 2-0 sigur Íslands á Hollendingum var án efa ein af fréttum vikunnar. Sigurinn mun meðal annars leiða til þess að íslenska landsliðið fer upp fyrir Svía og Dani á styrkleikalista FIFA. Liðið hefur flogið upp styrkleikalista FIFA á undanförnum tveimur árum undir stjórn Lars Lagerback og Heimis Hallgrímssonar. Liðið var í 58. sæti í apríl, situr nú í 34. sæti og verður að óbreyttu í hópi 30 sterkustu þjóða heims við birtingu listans þann 23. október.Seljan og Svanberg hnakkrífast um Andra FreyHelgi Seljan og Eiður Svanberg deildu á Facebook um Andra Frey Viðarsson, fjölmiðlamann, og vakti rifrildi þeirra mikla athygli í vikunni. Eiði þótti lítt til Andra Freys koma en Helgi Seljan kom æskuvini sínum til varnar.Frækinn 2-0 sigur íslenska landsliðsins á Hollandi var ein af fréttum vikunnar.Vísir/Andri MarinóUmgengni skelfilegri en orð fá lýst Frá því var greint í Fréttablaðinu í vikunni að umgengni ferðamanna í skálum Ferðafélags Íslands er svo slæm að félaginu er nauðugur einn kostur að hafa húsin lokuð nema skálavarsla sé til staðar. Svo illa er gengið um að húsin liggja undir skemmdum. Svo þykkur er óþefurinn af rusli og salernum að fólk hrökklast frá.Hefðbundinn matseðill öryrkja: „Reyndu ekki að halda veislu eða bjóða einhverjum í mat“ Facebook-færsla Ásdísar Sólrúnar Arnljótsdóttur vakti mikla athygli í vikunni. Þar sagði hún frá því hvað hún fékk sér í kvöldmat en Ásdís er 75% öryrki með lífshættulegan æða-og nýrnasjúkdóm. „Áður en greinin fór í loftið hélt ég að fólkið í landinu vissi almennt hver staðan væri,“ sagði Ásdís Sólrún við Vísi. Greinin fór á flug, tölvupóstar borist og síminn hringt endurtekið. Ásdís Sólrún, sem á fimm uppkomin börn, lýsir baráttu sinni fyrir því að láta peninginn sem öryrkjum sé skammtaður duga sér út mánuðinn. Það hafi henni líka tekist þegar hún var með fimm unglinga á heimilinu og orðin öryrki.Yfirgengileg túristamynd vekur athygliMynd af túristum í heitri laug, með eldgos í baksýn, yfir dansa norðurljós og kaldur á kantinum, hefur vakið mikla athygli. Það er ferðaskrifstofan Extreme Iceland sem birtir myndina á Facebooksíðu sinni og henni hefur verið deilt í vel á annað hundrað skipti. Þarna er vel í lagt, en Kári Björnsson, framkvæmdastjóri ferðaskrifstofunnar, segir þetta til gamans gert og ekki sé dregin dul á að þarna sé um fölsun að ræða; ólíkum myndum er skeytt saman í myndvinnsluforritinu Photoshop.
Mest lesið Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu Innlent Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Erlent Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Innlent Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Innlent Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Innlent Segir ferðaþjónustunni mismunað og efnir til mótmæla Innlent Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Innlent Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Erlent Fleiri fréttir Flutti tæp þrjú kíló af kókaíni til landsins og fær tvö ár Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Strandveiðar færast frá Viðreisn til Flokks fólksins Myndir: Flugu til Þórsmerkur og Grindavíkur Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu „Annars lítur þetta ekki mjög vel út fyrir þær“ „Sýnið nú kjark og dug og gerið þetta almennilega“ Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Staðan á gosinu og óánægja með lokanir í Grindavík Segir ferðaþjónustunni mismunað og efnir til mótmæla Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Landlæknir hlynnt því að banna ljósabekki Loftgæði mælast óholl á Akureyri Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Met í verðtryggðum lánveitingum lífeyrissjóðanna Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Opnaði listasýningu aldargamall og segir verkin verða eins og börnin sín Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Dettifossi kippt í lag og seinkar um sólarhring Grindvíkingum hleypt inn, varnargarðar hækkaðir og Bláa lónið opnar Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Kort: Sprungan lengist til norðurs Strandveiðar bannaðar á morgun Gos í beinni, ósáttir Grindvíkingar og íbúum drekkt í steypu Alvarleg árás með hamri í Reykjavík Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Varað við fölsuðum töflum sem innihalda hættulega efnablöndu Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Sjá meira