Hefðbundinn matseðill öryrkja: „Reyndu ekki að halda veislu eða bjóða einhverjum í mat“ Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 16. október 2014 16:30 Ásdís Sólrún Arnljótsdóttir og matseðilinn á þriðjudagskvöldið. Máltíðin var hennar eina þann daginn. Ásdís Sólrún Arnljótsdóttir er 75 prósent öryrki. Hún glímir við lífshættulegan æða- og nýrnasjúkdóm sem að hennar sögn er aðeins til í einni ætt á Íslandi. Sjúkdómurinn hefur leitt föður hennar, föðursystur, og fleiri ættingja hennar til dauða. Hún telur sig vera einn þriggja hér á landi sem glími við sjúkdóminn. Í kjölfar umræðunnar um breytingar á virðisaukaskatti á matvælum ákvað Ásdís að deila með vinum og vandamönnum aðstæðum sínum. Skifaði hún grein á Facebook undir titlinum „Ríkið segir 250 krónur duga fyrir máltíðinni… og allir flippa yfir“ og birti með mynd af kvöldmatnum sínum á þriðjudaginn. „Áður en greinin fór í loftið hélt ég að fólkið í landinu vissi almennt hver staðan væri,“ segir Ásdís Sólrún við Vísi. Greinin hefur farið á flug, tölvupóstar borist og síminn hringt endurtekið. Ásdís Sólrún, sem á fimm uppkomin börn, lýsir baráttu sinni fyrir því að láta peninginn sem öryrkjum sé skammtaður duga sér út mánuðinn. Það hafi henni líka tekist þegar hún var með fimm unglinga á heimilinu og orðin öryrki. „Það er allt skammtað og allir læra að það er ekki við hæfi að borða sig sadda,“ segir Ásdís Sólrún. Matur sé aðeins fyrir næringuna og efnað fólk. Hún minnir á að öryrkjar séu með vel undir 200 þúsund krónur á mánuði en borgi eftir sem áður skatta, reikninga, rándýr lyf og fyrir þjónustu hjá rándýrum sérfræðingum. Öll útgjöld séu í forgangi ásamt matarkostnaði. „Stundum hafði ég 250 krónur á dag í matinn, stundum 340 krónur. Það hefur ekki breyst með tímanum, þó fækkað hafi í heimili,“ segir Ásdís sem í dag býr ein.Laktósafría AB-mjólkin frá Bolungarvík.Matur borinn fram á barnadiskum Kvöldmaturinn á þriðjudagskvöldið samanstóð af sjö spínatblöðum með brotabroti af gulrót í forrétt með gömlum belgbaunum og sopa af Gatorade. Ein flaska dugi henni í þrjá sólarhringi. Með því að drekka slurk og slurk segist Ásdís spara heilbrigðiskerfinu milljónir því annars myndi hún lenda í dripp-inndælingum á Landspítalanum eins og gerðist áður fyrr. Hún er með meðfæddan galla í millifrumuvef sem gera það að verkum að vökvi og steinefni ruglast í líkamanum. „Aðalrétturinn eru eplabitar í AB-mjólk, laktósafrírri (því annars lendi ég í uppköstum og á spítala),“ segir Ásdís. Allur matur sé borinn fram á barnadiskum, undirskálum eða diskum úr dúkkuhúsum barnabarnanna. „Reyndu ekki að halda veislu eða bjóða einhverjum í mat. Farðu í ferðalög á kostnað annarra. Lærðu og reyndu að venja þig við að vera þiggjandi um leið og þú reiknar fram í tímann langt yfir eðlilegum streitumörkum,“ segir Ásdís. Vísar hún til plana um hvernig eigi að greiða útlagðan kostnað sem fylgi árlegum hátíðum á borð við páska og jól. Hvað með tannviðgerðir? „Mundu að vera kurteis og þakka m.a. fyrir sundkortið sem þú færð hjá Sjálfsbjörg og kostar 1500 krónur að leysa út. Umvefðu græna örorkukortið og farðu með það eins og sjáaldur augna þinna eða giftingarhring.“ Ásdís, sem þurfti að hætta að vinna fyrir rúmlega fimm árum, segir við Vísi að það hafi komið sér í opna skjöldu hve landsmenn virðast ekki meðvitaðir um lífshætti sem mörg hundruð öryrkjar á landinu búi við.Hafa gleymt hvað það þýðir að vera svangur Ásdís, sem þarf að taka þrettán tegundir af lyfjum á dag, segir að umrædd kvöldmáltíð að ofan sé eini maturinn sem hún hafi borðað þann daginn. Það gildi vafalítið um fleiri öryrkja. Börnin hennar gefi henni svo vasapening svo hún eigi fyrir kaffibolla og hollustubrauði þegar hún hittir vinkonur sínar á morgnana. Það kosti 370 krónur. „En þarna skýt ég mig í fótinn því á myndinni sést að ég fer yfir græðgismörkin í mat og óþökk ráðamanna.“ Ásdís bendir á að hún lifi heilbrigðu lífi, hvorki reyki né drekki. Hún kaupi aldrei föt, skó eða snyrtivörur, borði aldrei sælgæti né kaupi sér ís. Hún eigi fjórtán ára gamla Volkswagen Golf bifreið sem hún hafi ekki lengur efni á að reka. Þá fari hún aldrei á mannamót sem heimti útgjöld. „Ég elda mánaðarlega þrjár heitar máltíðir, alltaf í byrjun mánaðar. Borða hjá borginni oftast tvisvar í viku (máltíðin 650 kr..) Fæ að borga þær um hver mánaðarmót af örorkunni. Borða einu sinni í viku heima hjá dóttur minni og fjölskyldu. Reyni einnig að borða einu sinni í mánuði hjá syni mínum og fjölskyldu ásamt einni máltíð hjá vinkonu minni,“ segir Ásdís. Hún fái oft kjúklingabita og sætar kartöflur hjá öðrum syni sínum ásamt hafragraut. Ásdís segir að ef efnaða fólkið, ráðamenn og hálaunastéttir ásamt millistéttinni sem alltaf eigi fyrir mat, hafi einhvern tímann kynnst því að vera svöng þá séu þau öll búin að gleyma því. Ásdís segist þó alls ekki vera að biðja um vorkunn. Þetta séu einfaldlega staðreyndir til umhugsunar um hvaða kjör öryrkjar, eignarlausir eldri borgarar og láglaunastéttir hafi þurft að búa við alltof lengi. „Löngu fyrir hrun og ekki glæðist ástandið.“ „Sundkortið er ljós mitt í skammdeginu eins og margt sem er gefandi t.d. með áhugaverðum samskiptum við fólk. Hvar í stétt eða stöðu sem það er.“ Mest lesið Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Innlent Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Innlent Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Innlent Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Innlent Farþegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu Innlent Óánægja með stjórnarandstöðu í hæstu hæðum Innlent Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Erlent Þriðjungur telur sumarfrí grunnskólabarna of langt Innlent Skorið á hjólbarða og spreyjað á bifreiðar Innlent Vilja heimili á markað en ekki uppboð við nauðungarsölu Innlent Fleiri fréttir „Þýðir ekki bara að moka yfir hlutina“ Segir stöðuna á sjúkrahúsinu á Akureyri grafalvarlega „Það þarf að gera meira og hraðar“ Ekki áfellisdómur yfir kerfinu að farið sé með börn í meðferð í Suður-Afríku Snjór í Esjunni en ekki víst að hann festist Farþegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu „Munum fagna þegar riðu hefur verið útrýmt á Íslandi“ „Ekki svo að allir bændur séu að kvarta“ Tvö ár liðin frá árásum Hamas og alvarlegt rútuslys á Snæfellsnesi Vilja heimili á markað en ekki uppboð við nauðungarsölu Þriðjungur telur sumarfrí grunnskólabarna of langt Óánægja með stjórnarandstöðu í hæstu hæðum Mótmæla við ríkisstjórnarfund og kalla eftir aðgerðum Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Skorið á hjólbarða og spreyjað á bifreiðar Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Telja að eitt prósent þjóðarinnar sé haldið barnagirnd Maður dvaldi í Alþingishúsinu yfir nótt Vilja að Reykjavík lögsæki ríkið „Við viljum bara grípa þau fyrr“ Risaskuld, nýr flokkur og áheyrnarprufur hunda Enginn slasaðist alvarlega þegar rútu hvolfdi á Snæfellsnesi Rúða brotin og flugeld kastað inn Riða staðfest á Kirkjuhóli Hafa þurft að sjóða vatnið í 79 daga Ágreiningur við ríkisstarfsmenn kostaði 642 milljónir á tíu árum Handtekinn fyrir stórfellda líkamsárás í Dugguvogi Farið yfir framboð hjá Miðflokknum Sjá meira
Ásdís Sólrún Arnljótsdóttir er 75 prósent öryrki. Hún glímir við lífshættulegan æða- og nýrnasjúkdóm sem að hennar sögn er aðeins til í einni ætt á Íslandi. Sjúkdómurinn hefur leitt föður hennar, föðursystur, og fleiri ættingja hennar til dauða. Hún telur sig vera einn þriggja hér á landi sem glími við sjúkdóminn. Í kjölfar umræðunnar um breytingar á virðisaukaskatti á matvælum ákvað Ásdís að deila með vinum og vandamönnum aðstæðum sínum. Skifaði hún grein á Facebook undir titlinum „Ríkið segir 250 krónur duga fyrir máltíðinni… og allir flippa yfir“ og birti með mynd af kvöldmatnum sínum á þriðjudaginn. „Áður en greinin fór í loftið hélt ég að fólkið í landinu vissi almennt hver staðan væri,“ segir Ásdís Sólrún við Vísi. Greinin hefur farið á flug, tölvupóstar borist og síminn hringt endurtekið. Ásdís Sólrún, sem á fimm uppkomin börn, lýsir baráttu sinni fyrir því að láta peninginn sem öryrkjum sé skammtaður duga sér út mánuðinn. Það hafi henni líka tekist þegar hún var með fimm unglinga á heimilinu og orðin öryrki. „Það er allt skammtað og allir læra að það er ekki við hæfi að borða sig sadda,“ segir Ásdís Sólrún. Matur sé aðeins fyrir næringuna og efnað fólk. Hún minnir á að öryrkjar séu með vel undir 200 þúsund krónur á mánuði en borgi eftir sem áður skatta, reikninga, rándýr lyf og fyrir þjónustu hjá rándýrum sérfræðingum. Öll útgjöld séu í forgangi ásamt matarkostnaði. „Stundum hafði ég 250 krónur á dag í matinn, stundum 340 krónur. Það hefur ekki breyst með tímanum, þó fækkað hafi í heimili,“ segir Ásdís sem í dag býr ein.Laktósafría AB-mjólkin frá Bolungarvík.Matur borinn fram á barnadiskum Kvöldmaturinn á þriðjudagskvöldið samanstóð af sjö spínatblöðum með brotabroti af gulrót í forrétt með gömlum belgbaunum og sopa af Gatorade. Ein flaska dugi henni í þrjá sólarhringi. Með því að drekka slurk og slurk segist Ásdís spara heilbrigðiskerfinu milljónir því annars myndi hún lenda í dripp-inndælingum á Landspítalanum eins og gerðist áður fyrr. Hún er með meðfæddan galla í millifrumuvef sem gera það að verkum að vökvi og steinefni ruglast í líkamanum. „Aðalrétturinn eru eplabitar í AB-mjólk, laktósafrírri (því annars lendi ég í uppköstum og á spítala),“ segir Ásdís. Allur matur sé borinn fram á barnadiskum, undirskálum eða diskum úr dúkkuhúsum barnabarnanna. „Reyndu ekki að halda veislu eða bjóða einhverjum í mat. Farðu í ferðalög á kostnað annarra. Lærðu og reyndu að venja þig við að vera þiggjandi um leið og þú reiknar fram í tímann langt yfir eðlilegum streitumörkum,“ segir Ásdís. Vísar hún til plana um hvernig eigi að greiða útlagðan kostnað sem fylgi árlegum hátíðum á borð við páska og jól. Hvað með tannviðgerðir? „Mundu að vera kurteis og þakka m.a. fyrir sundkortið sem þú færð hjá Sjálfsbjörg og kostar 1500 krónur að leysa út. Umvefðu græna örorkukortið og farðu með það eins og sjáaldur augna þinna eða giftingarhring.“ Ásdís, sem þurfti að hætta að vinna fyrir rúmlega fimm árum, segir við Vísi að það hafi komið sér í opna skjöldu hve landsmenn virðast ekki meðvitaðir um lífshætti sem mörg hundruð öryrkjar á landinu búi við.Hafa gleymt hvað það þýðir að vera svangur Ásdís, sem þarf að taka þrettán tegundir af lyfjum á dag, segir að umrædd kvöldmáltíð að ofan sé eini maturinn sem hún hafi borðað þann daginn. Það gildi vafalítið um fleiri öryrkja. Börnin hennar gefi henni svo vasapening svo hún eigi fyrir kaffibolla og hollustubrauði þegar hún hittir vinkonur sínar á morgnana. Það kosti 370 krónur. „En þarna skýt ég mig í fótinn því á myndinni sést að ég fer yfir græðgismörkin í mat og óþökk ráðamanna.“ Ásdís bendir á að hún lifi heilbrigðu lífi, hvorki reyki né drekki. Hún kaupi aldrei föt, skó eða snyrtivörur, borði aldrei sælgæti né kaupi sér ís. Hún eigi fjórtán ára gamla Volkswagen Golf bifreið sem hún hafi ekki lengur efni á að reka. Þá fari hún aldrei á mannamót sem heimti útgjöld. „Ég elda mánaðarlega þrjár heitar máltíðir, alltaf í byrjun mánaðar. Borða hjá borginni oftast tvisvar í viku (máltíðin 650 kr..) Fæ að borga þær um hver mánaðarmót af örorkunni. Borða einu sinni í viku heima hjá dóttur minni og fjölskyldu. Reyni einnig að borða einu sinni í mánuði hjá syni mínum og fjölskyldu ásamt einni máltíð hjá vinkonu minni,“ segir Ásdís. Hún fái oft kjúklingabita og sætar kartöflur hjá öðrum syni sínum ásamt hafragraut. Ásdís segir að ef efnaða fólkið, ráðamenn og hálaunastéttir ásamt millistéttinni sem alltaf eigi fyrir mat, hafi einhvern tímann kynnst því að vera svöng þá séu þau öll búin að gleyma því. Ásdís segist þó alls ekki vera að biðja um vorkunn. Þetta séu einfaldlega staðreyndir til umhugsunar um hvaða kjör öryrkjar, eignarlausir eldri borgarar og láglaunastéttir hafi þurft að búa við alltof lengi. „Löngu fyrir hrun og ekki glæðist ástandið.“ „Sundkortið er ljós mitt í skammdeginu eins og margt sem er gefandi t.d. með áhugaverðum samskiptum við fólk. Hvar í stétt eða stöðu sem það er.“
Mest lesið Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Innlent Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Innlent Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Innlent Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Innlent Farþegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu Innlent Óánægja með stjórnarandstöðu í hæstu hæðum Innlent Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Erlent Þriðjungur telur sumarfrí grunnskólabarna of langt Innlent Skorið á hjólbarða og spreyjað á bifreiðar Innlent Vilja heimili á markað en ekki uppboð við nauðungarsölu Innlent Fleiri fréttir „Þýðir ekki bara að moka yfir hlutina“ Segir stöðuna á sjúkrahúsinu á Akureyri grafalvarlega „Það þarf að gera meira og hraðar“ Ekki áfellisdómur yfir kerfinu að farið sé með börn í meðferð í Suður-Afríku Snjór í Esjunni en ekki víst að hann festist Farþegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu „Munum fagna þegar riðu hefur verið útrýmt á Íslandi“ „Ekki svo að allir bændur séu að kvarta“ Tvö ár liðin frá árásum Hamas og alvarlegt rútuslys á Snæfellsnesi Vilja heimili á markað en ekki uppboð við nauðungarsölu Þriðjungur telur sumarfrí grunnskólabarna of langt Óánægja með stjórnarandstöðu í hæstu hæðum Mótmæla við ríkisstjórnarfund og kalla eftir aðgerðum Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Skorið á hjólbarða og spreyjað á bifreiðar Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Telja að eitt prósent þjóðarinnar sé haldið barnagirnd Maður dvaldi í Alþingishúsinu yfir nótt Vilja að Reykjavík lögsæki ríkið „Við viljum bara grípa þau fyrr“ Risaskuld, nýr flokkur og áheyrnarprufur hunda Enginn slasaðist alvarlega þegar rútu hvolfdi á Snæfellsnesi Rúða brotin og flugeld kastað inn Riða staðfest á Kirkjuhóli Hafa þurft að sjóða vatnið í 79 daga Ágreiningur við ríkisstarfsmenn kostaði 642 milljónir á tíu árum Handtekinn fyrir stórfellda líkamsárás í Dugguvogi Farið yfir framboð hjá Miðflokknum Sjá meira