Innlent

Sterkustu konur Íslands krýndar í Þorlákshöfn

Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar
Sterkustu konur Íslands 2014, Lilja Björk (t.v.) og Ingibjörg Lilja
Sterkustu konur Íslands 2014, Lilja Björk (t.v.) og Ingibjörg Lilja vísir/magnús hlynur
Ingibjörg Lilja Kristjánsdóttir úr Reykjavík og Lilja Björk Jónsdóttir frá Höfn í Hornafirði eru sterkustu konur Íslands árið 2014 en það varð ljóst eftir hörkuspennandi keppni í íþróttahúsi Þorlákshafnar í dag.

Ingibjörg Lilja, sem er 20 ára og úr Reykjavík keppti í + 75 kílóa flokki en Lilja Björk, sem er þrjátíu og sex ára keppti í - 75 kílóa flokki. Báðar hafa æfa þær á fullum krafti og segjast leggja áherslu á holt mataræði. Skipuleggjendur keppninnar eru allt konur af Suðurlandi sem keppt hafa sjálfar í aflraunum og kraftlyftingum.

Þær vonast eftir betri þátttöku að ári en í dag voru keppendurnir aðeins sex, fjórar í + 75 kílóa flokknum og tvær í - 75 kílóa flokknum.



vísir/magnús hlynur



Fleiri fréttir

Sjá meira


×