Innlent

Vann 45 milljónir í Lottó

Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar
Einn var með allar tölur réttar í lottó-inu í kvöld og hlýtur hann fyrir vikið 45.371.640 krónur í vinning. Miðinn var keyptur í Hagkaup, Holtagörðum í Reykjavík.

Þá var einn með fjórar tölur réttar og bónustölu og hlýtur hann rúma milljón í vinning. Sá miði var keyptur í Happahúsinu í Kringlunni. Sjö voru með fjórar réttar tölur í Jókernum og hlýtur hver þeirra 100 þúsund krónur.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×