Viðar Örn Kjartansson hefur slegið í gegn hjá norska liðinu Vålerenga og er markahæsti leikmaður norsku deildarinnar með sex mörk í sex fyrstu leikjum sínum með liðinu í deildinni.
Ef Viðar Örn heldur þessu meðaltali þá klárar hann tímabilið með 30 mörk. Hann skoraði tvö mörk gegn meisturum Strömsgodset í gær.
"Það er magnað að skora tvö mörk gegn líklega besta liði deildarinnar. Ég hef alltaf skorað mikið en sex mörk í sex leikjum hérna er mjög gott," sagði Viðar Örn eftir leik.
Þjálfarinn hans, Kjetil Rekdal, hrósaði honum líka í hástert.
"Viðar Örn er góður í flestu. Hann er líka að skora mörk í öllum regnbogans litum."
Viðar Örn markahæstur í Noregi

Mest lesið


Njarðvík með fjögurra stiga forskot á toppnum
Íslenski boltinn

Guðmundur í grænt
Íslenski boltinn

Calvert-Lewin á leið til Leeds
Enski boltinn

Willum lagði upp sigurmark Birmingham
Enski boltinn




