Langt á milli krafna flugmanna og þess sem Icelandair býður Heimir Már Pétursson skrifar 2. maí 2014 12:58 Stuttur samningafundur var í deilu flugmanna hjá Icelandair og félagsins hjá Ríkissáttasemjara í morgun. Mikinn samningsvilja þarf til að ná samningum að sögn formanns samninganefndar flugmanna. vísir/vilhelm Formaður samninganefndar flugmanna hjá Icelandair segir mikinn samningsvilja þurfa til að samningar takist milli þeirra og Icelandair fyrir föstudaginn í næstu viku þegar fyrstu aðgerðir þeirra eiga að hefjast. Útlitið sé ekki gott en stuttur samningafundur var hjá ríkissáttasemjara í morgun. Yfirvinnubann flugmanna hjá Icelandair hefst klukkan sex að morgni föstudagsins 9. maí og skæruverkfall á sama tíma sem stendur til klukkan 18 þann dag. En flugmenn hafa boðað fimm slíkar vinnustöðvanir á þriggja vikna tímabili frá og með föstudeginum í næstu viku ásamt yfirvinnubanninu. Flugmenn samþykktu þessar aðgerðir í atkvæðagreiðslu sem lauk síðast liðinn þriðjudag. Örnólfur Jónsson formaður samninganefndar flugmanna var ekki á samningafundi hjá Ríkissáttasemjara í morgun þar sem hann er staddur við vinnu sína í útlöndum. En næsti samningafundur er boðaður á mánudag.Sýnist þér staðan vera þannig að það ætti að vera hægt að ná samningum á þeim tíma? „Við erum svo sannarlega að reyna. En þetta lítur ekki allt of vel út í augnablikinu. Það er óhætt að segja það. En það er enn vika til stefnu og það er fullur samningsvilji okkar meginn en við höfum sagt hreint út að við höfnum þessari samræmdu launastefnu Samtaka atvinnulífsins. Við erum að vinna hjá fyrirtæki sem er á mikilli signingu og teljum það fært um að greiða hærri laun en boðin voru í þessum SA-ASÍ samningum á almennum markaði,“ segir Örnólfur. Auðvitað hefði mátt nota tímann yfir helgina til samningafunda en málið sé á forræði Ríkissáttasemjara. En menn reyni líka að nálgast hvorn annan milli funda. Hafsteinn Pálsson formaður Félags íslenskra atvinnuflugmanna sagði í fréttum Stöðvar 2 á miðvikudag að ekki yrði ástæða til að setja lög á aðgerðir flugmanna eins og lá fyrir að gert yrði vegna ótímabundins verkfalls flugvallarstarfsmanna, þar sem aðgerðir flugmanna Icelandair lokuðu ekki landinu og 18 flugfélög flygju til og frá landinu. Það er rétt að svo verður í júní, en samkæmt upplýsingum frá Túrista eru flugfélögin sjö til átta í maí og bent á að Icelandair sé með um 72 prósent allra ferða frá Keflavík í maí. Áhrif aðgerðanna geta því orðið mikil. Guðjón Arngrímsson upplýsingafulltrúi Icelandair segist ekki trúa að formaður FÍA sé að vísa farþegum til samkeppnisaðila félagsins. „Ég held að hann sé ekki beint að því. Hann er kannski fyrst og fremst að benda á það að okkar aðgerð er ekki eins yfirgripsmikil og aðgerðin gagnvart Ísavia. Þeirra aðgerð hefði lokað landinu alveg eins og sagt er. Okkar aðgerð er einfaldlega ekki eins yfirgripsmikil. Hann var ekki að benda á neitt annað,“ segir Örnólfur. Hann segir að enn sé langt á milli krafna flugmanna og þess sem Icelandair sé tilbúið að bjóða. „Eins og er er það töluvert, ja,“ segir Örnólfur. Þannig að það þarf töluverðan samningsvilja til að ná þessu fram fyrir föstudaginn í næstu viku? „Já, það er óhætt að segja það,“ segiri Örnólfur Jónsson formaður samninganefndar flugmanna hjá Icelandair. Mest lesið Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi Innlent „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Innlent „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Erlent Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Innlent Aðeins 1,5 prósent ræktarlands enn aðgengilegt og nýtanlegt Erlent Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Innlent Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Innlent Fleiri fréttir Ráðin nýr forstöðumaður Háskólaseturs Vestfjarða Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Ákvörðun ráðherra muni seinka viðbragði við faröldrum framtíðar Þyrlan aftur á leið austur vegna umferðarslyss Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Tollahækkanirnar vonbrigði og þrýstir á um fund sem fyrst Forsætisráðherra ósátt með tolla og pólfarar á Húsavík Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Sjá meira
Formaður samninganefndar flugmanna hjá Icelandair segir mikinn samningsvilja þurfa til að samningar takist milli þeirra og Icelandair fyrir föstudaginn í næstu viku þegar fyrstu aðgerðir þeirra eiga að hefjast. Útlitið sé ekki gott en stuttur samningafundur var hjá ríkissáttasemjara í morgun. Yfirvinnubann flugmanna hjá Icelandair hefst klukkan sex að morgni föstudagsins 9. maí og skæruverkfall á sama tíma sem stendur til klukkan 18 þann dag. En flugmenn hafa boðað fimm slíkar vinnustöðvanir á þriggja vikna tímabili frá og með föstudeginum í næstu viku ásamt yfirvinnubanninu. Flugmenn samþykktu þessar aðgerðir í atkvæðagreiðslu sem lauk síðast liðinn þriðjudag. Örnólfur Jónsson formaður samninganefndar flugmanna var ekki á samningafundi hjá Ríkissáttasemjara í morgun þar sem hann er staddur við vinnu sína í útlöndum. En næsti samningafundur er boðaður á mánudag.Sýnist þér staðan vera þannig að það ætti að vera hægt að ná samningum á þeim tíma? „Við erum svo sannarlega að reyna. En þetta lítur ekki allt of vel út í augnablikinu. Það er óhætt að segja það. En það er enn vika til stefnu og það er fullur samningsvilji okkar meginn en við höfum sagt hreint út að við höfnum þessari samræmdu launastefnu Samtaka atvinnulífsins. Við erum að vinna hjá fyrirtæki sem er á mikilli signingu og teljum það fært um að greiða hærri laun en boðin voru í þessum SA-ASÍ samningum á almennum markaði,“ segir Örnólfur. Auðvitað hefði mátt nota tímann yfir helgina til samningafunda en málið sé á forræði Ríkissáttasemjara. En menn reyni líka að nálgast hvorn annan milli funda. Hafsteinn Pálsson formaður Félags íslenskra atvinnuflugmanna sagði í fréttum Stöðvar 2 á miðvikudag að ekki yrði ástæða til að setja lög á aðgerðir flugmanna eins og lá fyrir að gert yrði vegna ótímabundins verkfalls flugvallarstarfsmanna, þar sem aðgerðir flugmanna Icelandair lokuðu ekki landinu og 18 flugfélög flygju til og frá landinu. Það er rétt að svo verður í júní, en samkæmt upplýsingum frá Túrista eru flugfélögin sjö til átta í maí og bent á að Icelandair sé með um 72 prósent allra ferða frá Keflavík í maí. Áhrif aðgerðanna geta því orðið mikil. Guðjón Arngrímsson upplýsingafulltrúi Icelandair segist ekki trúa að formaður FÍA sé að vísa farþegum til samkeppnisaðila félagsins. „Ég held að hann sé ekki beint að því. Hann er kannski fyrst og fremst að benda á það að okkar aðgerð er ekki eins yfirgripsmikil og aðgerðin gagnvart Ísavia. Þeirra aðgerð hefði lokað landinu alveg eins og sagt er. Okkar aðgerð er einfaldlega ekki eins yfirgripsmikil. Hann var ekki að benda á neitt annað,“ segir Örnólfur. Hann segir að enn sé langt á milli krafna flugmanna og þess sem Icelandair sé tilbúið að bjóða. „Eins og er er það töluvert, ja,“ segir Örnólfur. Þannig að það þarf töluverðan samningsvilja til að ná þessu fram fyrir föstudaginn í næstu viku? „Já, það er óhætt að segja það,“ segiri Örnólfur Jónsson formaður samninganefndar flugmanna hjá Icelandair.
Mest lesið Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi Innlent „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Innlent „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Erlent Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Innlent Aðeins 1,5 prósent ræktarlands enn aðgengilegt og nýtanlegt Erlent Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Innlent Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Innlent Fleiri fréttir Ráðin nýr forstöðumaður Háskólaseturs Vestfjarða Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Ákvörðun ráðherra muni seinka viðbragði við faröldrum framtíðar Þyrlan aftur á leið austur vegna umferðarslyss Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Tollahækkanirnar vonbrigði og þrýstir á um fund sem fyrst Forsætisráðherra ósátt með tolla og pólfarar á Húsavík Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Sjá meira