Langt á milli krafna flugmanna og þess sem Icelandair býður Heimir Már Pétursson skrifar 2. maí 2014 12:58 Stuttur samningafundur var í deilu flugmanna hjá Icelandair og félagsins hjá Ríkissáttasemjara í morgun. Mikinn samningsvilja þarf til að ná samningum að sögn formanns samninganefndar flugmanna. vísir/vilhelm Formaður samninganefndar flugmanna hjá Icelandair segir mikinn samningsvilja þurfa til að samningar takist milli þeirra og Icelandair fyrir föstudaginn í næstu viku þegar fyrstu aðgerðir þeirra eiga að hefjast. Útlitið sé ekki gott en stuttur samningafundur var hjá ríkissáttasemjara í morgun. Yfirvinnubann flugmanna hjá Icelandair hefst klukkan sex að morgni föstudagsins 9. maí og skæruverkfall á sama tíma sem stendur til klukkan 18 þann dag. En flugmenn hafa boðað fimm slíkar vinnustöðvanir á þriggja vikna tímabili frá og með föstudeginum í næstu viku ásamt yfirvinnubanninu. Flugmenn samþykktu þessar aðgerðir í atkvæðagreiðslu sem lauk síðast liðinn þriðjudag. Örnólfur Jónsson formaður samninganefndar flugmanna var ekki á samningafundi hjá Ríkissáttasemjara í morgun þar sem hann er staddur við vinnu sína í útlöndum. En næsti samningafundur er boðaður á mánudag.Sýnist þér staðan vera þannig að það ætti að vera hægt að ná samningum á þeim tíma? „Við erum svo sannarlega að reyna. En þetta lítur ekki allt of vel út í augnablikinu. Það er óhætt að segja það. En það er enn vika til stefnu og það er fullur samningsvilji okkar meginn en við höfum sagt hreint út að við höfnum þessari samræmdu launastefnu Samtaka atvinnulífsins. Við erum að vinna hjá fyrirtæki sem er á mikilli signingu og teljum það fært um að greiða hærri laun en boðin voru í þessum SA-ASÍ samningum á almennum markaði,“ segir Örnólfur. Auðvitað hefði mátt nota tímann yfir helgina til samningafunda en málið sé á forræði Ríkissáttasemjara. En menn reyni líka að nálgast hvorn annan milli funda. Hafsteinn Pálsson formaður Félags íslenskra atvinnuflugmanna sagði í fréttum Stöðvar 2 á miðvikudag að ekki yrði ástæða til að setja lög á aðgerðir flugmanna eins og lá fyrir að gert yrði vegna ótímabundins verkfalls flugvallarstarfsmanna, þar sem aðgerðir flugmanna Icelandair lokuðu ekki landinu og 18 flugfélög flygju til og frá landinu. Það er rétt að svo verður í júní, en samkæmt upplýsingum frá Túrista eru flugfélögin sjö til átta í maí og bent á að Icelandair sé með um 72 prósent allra ferða frá Keflavík í maí. Áhrif aðgerðanna geta því orðið mikil. Guðjón Arngrímsson upplýsingafulltrúi Icelandair segist ekki trúa að formaður FÍA sé að vísa farþegum til samkeppnisaðila félagsins. „Ég held að hann sé ekki beint að því. Hann er kannski fyrst og fremst að benda á það að okkar aðgerð er ekki eins yfirgripsmikil og aðgerðin gagnvart Ísavia. Þeirra aðgerð hefði lokað landinu alveg eins og sagt er. Okkar aðgerð er einfaldlega ekki eins yfirgripsmikil. Hann var ekki að benda á neitt annað,“ segir Örnólfur. Hann segir að enn sé langt á milli krafna flugmanna og þess sem Icelandair sé tilbúið að bjóða. „Eins og er er það töluvert, ja,“ segir Örnólfur. Þannig að það þarf töluverðan samningsvilja til að ná þessu fram fyrir föstudaginn í næstu viku? „Já, það er óhætt að segja það,“ segiri Örnólfur Jónsson formaður samninganefndar flugmanna hjá Icelandair. Mest lesið Rússneskur kafbátur í fylgd sænska hersins Erlent Viðkvæmur friður þegar í hættu? Erlent Dónatal í desember Erlent Nærliggjandi hús rýmt þegar eldur kom upp á Ásbrú í morgun Innlent Vildu bregðast við sterku ákalli fólks sem hafði misst skyndilega Innlent Nafngreindi rangan mann í frétt og dæmdur fyrir meiðyrði Innlent Mosfellsbær tæki gjarnan við peningunum sem Tjörneshreppur afþakkar Innlent „Þessi málaflokkur er bara í drasli“ Innlent Danir stórefla varnir Grænlands með freigátum og orustuþotum Innlent Vilja þjóðfund um menntamál og framtíð landsins Innlent Fleiri fréttir Vilja þjóðfund um menntamál og framtíð landsins „Þessi málaflokkur er bara í drasli“ Þurrt og bjart suðaustan til og stinningskaldi í kortunum Nærliggjandi hús rýmt þegar eldur kom upp á Ásbrú í morgun Vildu bregðast við sterku ákalli fólks sem hafði misst skyndilega Endurkaupaáætlun fyrir Grindvíkinga kynnt eftir áramót Nafngreindi rangan mann í frétt og dæmdur fyrir meiðyrði Mosfellsbær tæki gjarnan við peningunum sem Tjörneshreppur afþakkar Danir stórefla varnir Grænlands með freigátum og orustuþotum Mannránstilraun í Kongó og tvöföld áramót meðal eftirminnilegustu ferðaævintýra Katrínar Lítill skjálfti við Ingólfsfjall Vill leiða Miðflokkinn í Kópavogi Skora á stjórnvöld að beita sér fyrir styttri bið eftir geislameðferð Erlendir aðilar stofna fölsk íslensk lén í annarlegum tilgangi Rýnt í áhrif stóra vaxtamálsins Velti fyrir sér „hvaða vitleysingur væri að skrifa bara eitthvað“ Vill heldur sjá langtímasamninga um framlög fyrir „samtök úti í bæ” „Auðvitað er hann velkominn hingað til Íslands“ Óútgefnum handritum stolið: Kallaði rithöfundinn skíthaus Loka fyrir kalt vatn í Salahverfi annað kvöld „Mjög slæmt og erfitt að horfa upp á svona“ Minniháttar eldur í Nytjamarkaði á Selfossi Afþakka „fáránlegt“ 250 milljóna framlag Jöfnunarsjóðs Verkfall yfirvofandi hjá flugumferðarstjórum og stórbruni á Siglufirði Aftur á fjöllum og í veiði á fjórhjóli fyrir fólk með skerta hreyfigetu Átján ára veitti manni „langan og djúpan gapandi skurð“ Kókaín, MDMA og mikið magn ketamíns í Norrænu Flugumferðarstjórar boða vinnustöðvun Meirihluti hlynntur aðskilnaði ríkis og kirkju Aldrei færri á móti olíuleit vegna náttúruverndarsjónarmiða Sjá meira
Formaður samninganefndar flugmanna hjá Icelandair segir mikinn samningsvilja þurfa til að samningar takist milli þeirra og Icelandair fyrir föstudaginn í næstu viku þegar fyrstu aðgerðir þeirra eiga að hefjast. Útlitið sé ekki gott en stuttur samningafundur var hjá ríkissáttasemjara í morgun. Yfirvinnubann flugmanna hjá Icelandair hefst klukkan sex að morgni föstudagsins 9. maí og skæruverkfall á sama tíma sem stendur til klukkan 18 þann dag. En flugmenn hafa boðað fimm slíkar vinnustöðvanir á þriggja vikna tímabili frá og með föstudeginum í næstu viku ásamt yfirvinnubanninu. Flugmenn samþykktu þessar aðgerðir í atkvæðagreiðslu sem lauk síðast liðinn þriðjudag. Örnólfur Jónsson formaður samninganefndar flugmanna var ekki á samningafundi hjá Ríkissáttasemjara í morgun þar sem hann er staddur við vinnu sína í útlöndum. En næsti samningafundur er boðaður á mánudag.Sýnist þér staðan vera þannig að það ætti að vera hægt að ná samningum á þeim tíma? „Við erum svo sannarlega að reyna. En þetta lítur ekki allt of vel út í augnablikinu. Það er óhætt að segja það. En það er enn vika til stefnu og það er fullur samningsvilji okkar meginn en við höfum sagt hreint út að við höfnum þessari samræmdu launastefnu Samtaka atvinnulífsins. Við erum að vinna hjá fyrirtæki sem er á mikilli signingu og teljum það fært um að greiða hærri laun en boðin voru í þessum SA-ASÍ samningum á almennum markaði,“ segir Örnólfur. Auðvitað hefði mátt nota tímann yfir helgina til samningafunda en málið sé á forræði Ríkissáttasemjara. En menn reyni líka að nálgast hvorn annan milli funda. Hafsteinn Pálsson formaður Félags íslenskra atvinnuflugmanna sagði í fréttum Stöðvar 2 á miðvikudag að ekki yrði ástæða til að setja lög á aðgerðir flugmanna eins og lá fyrir að gert yrði vegna ótímabundins verkfalls flugvallarstarfsmanna, þar sem aðgerðir flugmanna Icelandair lokuðu ekki landinu og 18 flugfélög flygju til og frá landinu. Það er rétt að svo verður í júní, en samkæmt upplýsingum frá Túrista eru flugfélögin sjö til átta í maí og bent á að Icelandair sé með um 72 prósent allra ferða frá Keflavík í maí. Áhrif aðgerðanna geta því orðið mikil. Guðjón Arngrímsson upplýsingafulltrúi Icelandair segist ekki trúa að formaður FÍA sé að vísa farþegum til samkeppnisaðila félagsins. „Ég held að hann sé ekki beint að því. Hann er kannski fyrst og fremst að benda á það að okkar aðgerð er ekki eins yfirgripsmikil og aðgerðin gagnvart Ísavia. Þeirra aðgerð hefði lokað landinu alveg eins og sagt er. Okkar aðgerð er einfaldlega ekki eins yfirgripsmikil. Hann var ekki að benda á neitt annað,“ segir Örnólfur. Hann segir að enn sé langt á milli krafna flugmanna og þess sem Icelandair sé tilbúið að bjóða. „Eins og er er það töluvert, ja,“ segir Örnólfur. Þannig að það þarf töluverðan samningsvilja til að ná þessu fram fyrir föstudaginn í næstu viku? „Já, það er óhætt að segja það,“ segiri Örnólfur Jónsson formaður samninganefndar flugmanna hjá Icelandair.
Mest lesið Rússneskur kafbátur í fylgd sænska hersins Erlent Viðkvæmur friður þegar í hættu? Erlent Dónatal í desember Erlent Nærliggjandi hús rýmt þegar eldur kom upp á Ásbrú í morgun Innlent Vildu bregðast við sterku ákalli fólks sem hafði misst skyndilega Innlent Nafngreindi rangan mann í frétt og dæmdur fyrir meiðyrði Innlent Mosfellsbær tæki gjarnan við peningunum sem Tjörneshreppur afþakkar Innlent „Þessi málaflokkur er bara í drasli“ Innlent Danir stórefla varnir Grænlands með freigátum og orustuþotum Innlent Vilja þjóðfund um menntamál og framtíð landsins Innlent Fleiri fréttir Vilja þjóðfund um menntamál og framtíð landsins „Þessi málaflokkur er bara í drasli“ Þurrt og bjart suðaustan til og stinningskaldi í kortunum Nærliggjandi hús rýmt þegar eldur kom upp á Ásbrú í morgun Vildu bregðast við sterku ákalli fólks sem hafði misst skyndilega Endurkaupaáætlun fyrir Grindvíkinga kynnt eftir áramót Nafngreindi rangan mann í frétt og dæmdur fyrir meiðyrði Mosfellsbær tæki gjarnan við peningunum sem Tjörneshreppur afþakkar Danir stórefla varnir Grænlands með freigátum og orustuþotum Mannránstilraun í Kongó og tvöföld áramót meðal eftirminnilegustu ferðaævintýra Katrínar Lítill skjálfti við Ingólfsfjall Vill leiða Miðflokkinn í Kópavogi Skora á stjórnvöld að beita sér fyrir styttri bið eftir geislameðferð Erlendir aðilar stofna fölsk íslensk lén í annarlegum tilgangi Rýnt í áhrif stóra vaxtamálsins Velti fyrir sér „hvaða vitleysingur væri að skrifa bara eitthvað“ Vill heldur sjá langtímasamninga um framlög fyrir „samtök úti í bæ” „Auðvitað er hann velkominn hingað til Íslands“ Óútgefnum handritum stolið: Kallaði rithöfundinn skíthaus Loka fyrir kalt vatn í Salahverfi annað kvöld „Mjög slæmt og erfitt að horfa upp á svona“ Minniháttar eldur í Nytjamarkaði á Selfossi Afþakka „fáránlegt“ 250 milljóna framlag Jöfnunarsjóðs Verkfall yfirvofandi hjá flugumferðarstjórum og stórbruni á Siglufirði Aftur á fjöllum og í veiði á fjórhjóli fyrir fólk með skerta hreyfigetu Átján ára veitti manni „langan og djúpan gapandi skurð“ Kókaín, MDMA og mikið magn ketamíns í Norrænu Flugumferðarstjórar boða vinnustöðvun Meirihluti hlynntur aðskilnaði ríkis og kirkju Aldrei færri á móti olíuleit vegna náttúruverndarsjónarmiða Sjá meira