„Allir vita að flugmenn eru vel launaðir“ Hjörtur Hjartarson skrifar 2. maí 2014 19:15 Lítið þokast í átt til samkomulags í deilu flugmanna og Icelandair. Samningafundur í morgun skilaði engum árangri og ber enn mikið á milli. Formaður samninganefndar flugmanna segir útlitið dökkt en vika er þar til boðaðar verkfallsaðgerðir hefjast. Vika er í boðaðar verkfallsaðgerðir hjá flugmönnum Icelandair. 9., 16., og 20.maí munu flugmenn fyrirtækisins leggja niður störf á klukkan sex um morguninn til sex síðdegis ef ekki semst fyrir þann tíma. „Á meðan að það er verið að tala saman og vinna í þá átt þá er maður auðvitað vongóður um að samningar takist fyrir föstudaginn,“ segir Guðjón Arngrímsson, upplýsingafulltrúi Icelandair. Þrátt fyrir hóflega bjartsýni Guðjóns, virðist engin sátt í sjónmáli. Deiluaðilar funduðu í dag án nokkurs árangurs. Ekki hefur fengist staðfest hverjar kröfur flugmanna eru en samkvæmt heimildum Fréttablaðsins vilja þeir margfalt meiri hækkun en aðildarfélagar ASÍ fengu nýverið. „Kröfur þeirra eru talsvert langt umfram það sem samið var um á almennum markaði og það sem meirihluti starfsmanna Icelandair samsteypunnar hefur samið um. Ég get þó ekki farið nákvæmlega út í kröfur flugmanna en eins og þeir hafa sjálfir sagt eru þær umtalsverðar.“Vísir/BrinkSamkvæmt kjarasamningi Félags íslenskra atvinnuflugmanna og Icelandair eru föst laun flugstjóra tæplega sjö hundruð þúsund krónur eftir eitt ár í starfi. 787 þúsund eftir fimm ár. 910 þúsund eftir 10 ára starf og rétt ríflega milljón eftir 15 ára starf. Flugmenn eru með í föst laun 550 þúsund fyrsta árið. 630 þúsund eftir fimm ár, 728 þúsund eftir 10 og eftir 15 ár í starfi fá flugmenn 825 þúsund í laun á mánuði. Inni í þessum tölum eru ekki laun vegna yfirvinnu og dagpeningar. Formaður samninganefndar flugmanna sagði í hádegisfréttum Bylgjunnar að í ljósi þess hversu rekstur Icelandair gangi vel er krafa flugmanna um meiri hækkun en ASÍ fékk. „Reksturinn hjá Icelandair hefur gengið vel undanfarin ár, það er alveg rétt. Blessunarlega er fyrirtækið mjög eftirsóttur vinnustaður, meðal annars vegna þess að það er hægt að bjóða hér upp á þokkalega góð starfskjör. Allir vita, held ég, að flugmenn eru vel launaðir og hafa svo sannarlega ekkert verið að dragast aftur úr hvað það varðar,“ segir Guðjón. Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Innlent Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Innlent Stofna ný samtök gegn ESB aðild Innlent Fleiri fréttir Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Sjá meira
Lítið þokast í átt til samkomulags í deilu flugmanna og Icelandair. Samningafundur í morgun skilaði engum árangri og ber enn mikið á milli. Formaður samninganefndar flugmanna segir útlitið dökkt en vika er þar til boðaðar verkfallsaðgerðir hefjast. Vika er í boðaðar verkfallsaðgerðir hjá flugmönnum Icelandair. 9., 16., og 20.maí munu flugmenn fyrirtækisins leggja niður störf á klukkan sex um morguninn til sex síðdegis ef ekki semst fyrir þann tíma. „Á meðan að það er verið að tala saman og vinna í þá átt þá er maður auðvitað vongóður um að samningar takist fyrir föstudaginn,“ segir Guðjón Arngrímsson, upplýsingafulltrúi Icelandair. Þrátt fyrir hóflega bjartsýni Guðjóns, virðist engin sátt í sjónmáli. Deiluaðilar funduðu í dag án nokkurs árangurs. Ekki hefur fengist staðfest hverjar kröfur flugmanna eru en samkvæmt heimildum Fréttablaðsins vilja þeir margfalt meiri hækkun en aðildarfélagar ASÍ fengu nýverið. „Kröfur þeirra eru talsvert langt umfram það sem samið var um á almennum markaði og það sem meirihluti starfsmanna Icelandair samsteypunnar hefur samið um. Ég get þó ekki farið nákvæmlega út í kröfur flugmanna en eins og þeir hafa sjálfir sagt eru þær umtalsverðar.“Vísir/BrinkSamkvæmt kjarasamningi Félags íslenskra atvinnuflugmanna og Icelandair eru föst laun flugstjóra tæplega sjö hundruð þúsund krónur eftir eitt ár í starfi. 787 þúsund eftir fimm ár. 910 þúsund eftir 10 ára starf og rétt ríflega milljón eftir 15 ára starf. Flugmenn eru með í föst laun 550 þúsund fyrsta árið. 630 þúsund eftir fimm ár, 728 þúsund eftir 10 og eftir 15 ár í starfi fá flugmenn 825 þúsund í laun á mánuði. Inni í þessum tölum eru ekki laun vegna yfirvinnu og dagpeningar. Formaður samninganefndar flugmanna sagði í hádegisfréttum Bylgjunnar að í ljósi þess hversu rekstur Icelandair gangi vel er krafa flugmanna um meiri hækkun en ASÍ fékk. „Reksturinn hjá Icelandair hefur gengið vel undanfarin ár, það er alveg rétt. Blessunarlega er fyrirtækið mjög eftirsóttur vinnustaður, meðal annars vegna þess að það er hægt að bjóða hér upp á þokkalega góð starfskjör. Allir vita, held ég, að flugmenn eru vel launaðir og hafa svo sannarlega ekkert verið að dragast aftur úr hvað það varðar,“ segir Guðjón.
Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Innlent Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Innlent Stofna ný samtök gegn ESB aðild Innlent Fleiri fréttir Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Sjá meira