Fyrrum Þórsari stjórnar toppliði dönsku úrvalsdeildarinnar Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 4. ágúst 2014 09:00 Jonas Dal hefur náð frábærum árangri með Hobro IK. Facebook-síða Hobro Einhverjir reka eflaust upp stór augu þegar þeir skoða stöðuna í dönsku úrvalsdeildinni í fótbolta. Á toppi deildarinnar situr Hobro IK, lítið félag frá samnefndum bæ í Norður-Jótlandi sem er að leika sitt fyrsta tímabil í efstu deild. Hobro tyllti sér á toppinn í gær eftir 2-0 sigur á Brøndby á DS Arena í Hobro. Uppgangur félagsins á undanförnum árum er eftirtektarverður. Vorið 2010 komst liðið í fyrsta sinn upp í 1. deildina (næstefstu deild) eftir að hafa unnið B 93 í tveimur umspilsleikjum, 5-1 samanlagt. Hobro hafnaði í 12. sæti á sínu fyrsta tímabili í 1. deildinni. Næstu tvö tímabil endaði liðið í 9. sæti, en tímabilið 2013-14 tók Hobro stórt stökk. Liðið lenti þá í 2. sæti og vann sér sæti í úrvalsdeildinni. Leikmenn liðsins eru flestir hverjir lítt þekktir. Það er t.a.m. aðeins einn erlendur leikmaður í leikmannahópi liðsins; sóknarmaðurinn Quincy Antipas frá Zimbabve, en hann var keyptur fyrir metfé frá Brøndby í sumar. Antipas er sömuleiðis eini leikmaður Hobro sem hefur leikið A-landsleik, en hann hefur leikið níu landsleiki fyrir Zimbabve.Mads Hvilsom, sem á marga leiki að baki fyrir yngri landslið Dana, var markahæsti leikmaður Hobro í fyrra með 11 mörk í 33 deildarleikjum. Hvilsom hefur haldið uppteknum hætti í ár, en hann hefur skorað þrjú af fimm mörkum Hobro í úrvalsdeildinni. Þjálfari Hobro er hinn 38 ára gamli Jonas Dal Andersen, en hann tók við þjálfun liðsins í janúar 2013 eftir að Klavs Rasmussen sagði upp störfum. Dal þessi hætti knattspyrnuiðkun árið 2002, á 26. aldursári. Það er kannski ekki í frásögur færandi nema fyrir þær sakir að hann lék með Þór á Akureyri sumarið 2000. Dal lék þá sex leiki fyrir lið Þórs sem vann 2. deildina með miklum yfirburðum. Akureyrarliðið, sem var á þeim tíma undir stjórn Kristjáns Guðmundssonar, núverandi þjálfara Keflavíkur, fékk 52 stig, 18 stigum meira en næsta lið. Markahæsti leikmaður Þórs þetta sumarið var Orri Freyr Hjaltalín, en hann skoraði 20 mörk í 18 leikjum. Orri leikur með Þórsliðinu í dag - reyndar sem varnarmaður, en ekki sóknarmaður eins og um aldamótin - en hann er sá eini af núverandi leikmönnum Þórs sem spilaði með Dal sumarið 2000. Fótbolti á Norðurlöndum Tengdar fréttir Sigur í fyrsta leik Ólafs Uffe Bech tryggði Norsjaelland sigur í nágrannaslag gegn Vestsjaelland í fyrsta leik Ólafs Kristjánssonar sem þjálfari félagsins í dag 18. júlí 2014 18:26 Frábær endurkoma hjá Ólafi og lærisveinum hans Ólafur Kristjánsson og lærisveinar hans í FC Nordsjælland unnu sigur á Esbjerg með þremur mörkum gegn tveimur á heimavelli sínum, Farum Park, í dönsku úrvalsdeildinni í fótbolta í dag. 3. ágúst 2014 16:48 Ólafur Kristjánsson og lærisveinar töpuðu gegn FCK Ólafur Kristjánsson og lærisveinar hans í Nordsjælland töpuðu fyrir FCK í dönsku úrvalsdeildinni í kvöld. Lokatölur 2-1. 26. júlí 2014 19:30 Ari og félagar fengu sitt fyrsta stig Ari Freyr Skúlason lék allan leikinn fyrir OB sem gerði 1-1 jafntefli við AaB Álaborg á heimavelli í dönsku úrvalsdeildinni í fótbolta í dag. 2. ágúst 2014 16:52 Guðjón Baldvinsson á leið til Danmerkur Ólafur Kristjánsson vill fá hann til Nordsjælland. 31. júlí 2014 11:46 Mest lesið Evrópa leiðir baráttuna um Ryder bikarinn Sport Einföld aðgerð varð að fimm mánaða ferli Sport Víkingur vann bikarinn úr aukaspyrnum Fótbolti NFL leikir á Maracanã næstu fimm árin Sport Kane skoraði hundrað mörk á methraða Fótbolti KA sótti sigur gegn stigalausu liði HK Handbolti Dagskráin í dag: Ryder bikarinn, enski boltinn og baráttan í Bestu Sport Stjarnan sneri leiknum og lagði FH Handbolti Ekitike var ekki sektaður: „Það má gera mistök hjá þessu félagi“ Enski boltinn Trump missir ekki trúna: „Við munum klára þetta“ Golf Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Víkingur vann bikarinn úr aukaspyrnum Kane skoraði hundrað mörk á methraða Ekitike var ekki sektaður: „Það má gera mistök hjá þessu félagi“ „Held við séum búnir að sjúga karamelluna nægilega mikið“ Lofar æðislegum leik Palmer frá næstu þrjár vikurnar Flottustu mörkin hjá Newcastle og Arsenal: Snilld Bergkamps og þrumufleygur Tiotés Arnar ekki áfram með Fylki Þjálfari Daníels og Arnórs rekinn Man. Utd tryggir sér aftur táning frá S-Ameríku en fær hann ekki strax Trump hikar ekki við að færa leiki á HM úr hættulegum borgum Sjáðu Stjörnuna stöðva partýið, bombur Bergdísar og dramað í Dalnum „Erfitt að kveðja allt fólkið í Krikanum“ Busquets stígur niður af sviðinu Sjáðu mörkin: Sævar á skotskónum en Giroud með sigurmarkið Sjáðu brotið sem Blikar eru brjálaðir yfir Börsungar halda í við Madrídinga Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 3-0 | Þægilegt hjá Þór/KA Villa vann loksins en Watkins rúinn sjálfstrausti Úr svartnætti í sólarljós „Mjög ljót meiðsli eftir slæma og óþarfa tæklingu“ Uppgjörið: Þróttur - Víkingur 3-2 | Dramatík í Dalnum Látinn eftir höfuðhögg í leik Uppgjörið: FH - Valur 1-1 | Allt jafnt og Blikar nær titli Spilaði fyrsta leikinn í tvö ár: „Er í gervigrasskóm og hef ekki snert gras síðan 2023“ Giroud tryggði sigurinn eftir mark Sævars Högg fyrir KR-inga í fallbaráttunni Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 1-2 | Stjarnan vann sanngjarnt og titillinn bíður betri tíma Trump vill koma í veg fyrir að UEFA banni Ísrael Sjá meira
Einhverjir reka eflaust upp stór augu þegar þeir skoða stöðuna í dönsku úrvalsdeildinni í fótbolta. Á toppi deildarinnar situr Hobro IK, lítið félag frá samnefndum bæ í Norður-Jótlandi sem er að leika sitt fyrsta tímabil í efstu deild. Hobro tyllti sér á toppinn í gær eftir 2-0 sigur á Brøndby á DS Arena í Hobro. Uppgangur félagsins á undanförnum árum er eftirtektarverður. Vorið 2010 komst liðið í fyrsta sinn upp í 1. deildina (næstefstu deild) eftir að hafa unnið B 93 í tveimur umspilsleikjum, 5-1 samanlagt. Hobro hafnaði í 12. sæti á sínu fyrsta tímabili í 1. deildinni. Næstu tvö tímabil endaði liðið í 9. sæti, en tímabilið 2013-14 tók Hobro stórt stökk. Liðið lenti þá í 2. sæti og vann sér sæti í úrvalsdeildinni. Leikmenn liðsins eru flestir hverjir lítt þekktir. Það er t.a.m. aðeins einn erlendur leikmaður í leikmannahópi liðsins; sóknarmaðurinn Quincy Antipas frá Zimbabve, en hann var keyptur fyrir metfé frá Brøndby í sumar. Antipas er sömuleiðis eini leikmaður Hobro sem hefur leikið A-landsleik, en hann hefur leikið níu landsleiki fyrir Zimbabve.Mads Hvilsom, sem á marga leiki að baki fyrir yngri landslið Dana, var markahæsti leikmaður Hobro í fyrra með 11 mörk í 33 deildarleikjum. Hvilsom hefur haldið uppteknum hætti í ár, en hann hefur skorað þrjú af fimm mörkum Hobro í úrvalsdeildinni. Þjálfari Hobro er hinn 38 ára gamli Jonas Dal Andersen, en hann tók við þjálfun liðsins í janúar 2013 eftir að Klavs Rasmussen sagði upp störfum. Dal þessi hætti knattspyrnuiðkun árið 2002, á 26. aldursári. Það er kannski ekki í frásögur færandi nema fyrir þær sakir að hann lék með Þór á Akureyri sumarið 2000. Dal lék þá sex leiki fyrir lið Þórs sem vann 2. deildina með miklum yfirburðum. Akureyrarliðið, sem var á þeim tíma undir stjórn Kristjáns Guðmundssonar, núverandi þjálfara Keflavíkur, fékk 52 stig, 18 stigum meira en næsta lið. Markahæsti leikmaður Þórs þetta sumarið var Orri Freyr Hjaltalín, en hann skoraði 20 mörk í 18 leikjum. Orri leikur með Þórsliðinu í dag - reyndar sem varnarmaður, en ekki sóknarmaður eins og um aldamótin - en hann er sá eini af núverandi leikmönnum Þórs sem spilaði með Dal sumarið 2000.
Fótbolti á Norðurlöndum Tengdar fréttir Sigur í fyrsta leik Ólafs Uffe Bech tryggði Norsjaelland sigur í nágrannaslag gegn Vestsjaelland í fyrsta leik Ólafs Kristjánssonar sem þjálfari félagsins í dag 18. júlí 2014 18:26 Frábær endurkoma hjá Ólafi og lærisveinum hans Ólafur Kristjánsson og lærisveinar hans í FC Nordsjælland unnu sigur á Esbjerg með þremur mörkum gegn tveimur á heimavelli sínum, Farum Park, í dönsku úrvalsdeildinni í fótbolta í dag. 3. ágúst 2014 16:48 Ólafur Kristjánsson og lærisveinar töpuðu gegn FCK Ólafur Kristjánsson og lærisveinar hans í Nordsjælland töpuðu fyrir FCK í dönsku úrvalsdeildinni í kvöld. Lokatölur 2-1. 26. júlí 2014 19:30 Ari og félagar fengu sitt fyrsta stig Ari Freyr Skúlason lék allan leikinn fyrir OB sem gerði 1-1 jafntefli við AaB Álaborg á heimavelli í dönsku úrvalsdeildinni í fótbolta í dag. 2. ágúst 2014 16:52 Guðjón Baldvinsson á leið til Danmerkur Ólafur Kristjánsson vill fá hann til Nordsjælland. 31. júlí 2014 11:46 Mest lesið Evrópa leiðir baráttuna um Ryder bikarinn Sport Einföld aðgerð varð að fimm mánaða ferli Sport Víkingur vann bikarinn úr aukaspyrnum Fótbolti NFL leikir á Maracanã næstu fimm árin Sport Kane skoraði hundrað mörk á methraða Fótbolti KA sótti sigur gegn stigalausu liði HK Handbolti Dagskráin í dag: Ryder bikarinn, enski boltinn og baráttan í Bestu Sport Stjarnan sneri leiknum og lagði FH Handbolti Ekitike var ekki sektaður: „Það má gera mistök hjá þessu félagi“ Enski boltinn Trump missir ekki trúna: „Við munum klára þetta“ Golf Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Víkingur vann bikarinn úr aukaspyrnum Kane skoraði hundrað mörk á methraða Ekitike var ekki sektaður: „Það má gera mistök hjá þessu félagi“ „Held við séum búnir að sjúga karamelluna nægilega mikið“ Lofar æðislegum leik Palmer frá næstu þrjár vikurnar Flottustu mörkin hjá Newcastle og Arsenal: Snilld Bergkamps og þrumufleygur Tiotés Arnar ekki áfram með Fylki Þjálfari Daníels og Arnórs rekinn Man. Utd tryggir sér aftur táning frá S-Ameríku en fær hann ekki strax Trump hikar ekki við að færa leiki á HM úr hættulegum borgum Sjáðu Stjörnuna stöðva partýið, bombur Bergdísar og dramað í Dalnum „Erfitt að kveðja allt fólkið í Krikanum“ Busquets stígur niður af sviðinu Sjáðu mörkin: Sævar á skotskónum en Giroud með sigurmarkið Sjáðu brotið sem Blikar eru brjálaðir yfir Börsungar halda í við Madrídinga Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 3-0 | Þægilegt hjá Þór/KA Villa vann loksins en Watkins rúinn sjálfstrausti Úr svartnætti í sólarljós „Mjög ljót meiðsli eftir slæma og óþarfa tæklingu“ Uppgjörið: Þróttur - Víkingur 3-2 | Dramatík í Dalnum Látinn eftir höfuðhögg í leik Uppgjörið: FH - Valur 1-1 | Allt jafnt og Blikar nær titli Spilaði fyrsta leikinn í tvö ár: „Er í gervigrasskóm og hef ekki snert gras síðan 2023“ Giroud tryggði sigurinn eftir mark Sævars Högg fyrir KR-inga í fallbaráttunni Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 1-2 | Stjarnan vann sanngjarnt og titillinn bíður betri tíma Trump vill koma í veg fyrir að UEFA banni Ísrael Sjá meira
Sigur í fyrsta leik Ólafs Uffe Bech tryggði Norsjaelland sigur í nágrannaslag gegn Vestsjaelland í fyrsta leik Ólafs Kristjánssonar sem þjálfari félagsins í dag 18. júlí 2014 18:26
Frábær endurkoma hjá Ólafi og lærisveinum hans Ólafur Kristjánsson og lærisveinar hans í FC Nordsjælland unnu sigur á Esbjerg með þremur mörkum gegn tveimur á heimavelli sínum, Farum Park, í dönsku úrvalsdeildinni í fótbolta í dag. 3. ágúst 2014 16:48
Ólafur Kristjánsson og lærisveinar töpuðu gegn FCK Ólafur Kristjánsson og lærisveinar hans í Nordsjælland töpuðu fyrir FCK í dönsku úrvalsdeildinni í kvöld. Lokatölur 2-1. 26. júlí 2014 19:30
Ari og félagar fengu sitt fyrsta stig Ari Freyr Skúlason lék allan leikinn fyrir OB sem gerði 1-1 jafntefli við AaB Álaborg á heimavelli í dönsku úrvalsdeildinni í fótbolta í dag. 2. ágúst 2014 16:52
Guðjón Baldvinsson á leið til Danmerkur Ólafur Kristjánsson vill fá hann til Nordsjælland. 31. júlí 2014 11:46