Fyrrum Þórsari stjórnar toppliði dönsku úrvalsdeildarinnar Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 4. ágúst 2014 09:00 Jonas Dal hefur náð frábærum árangri með Hobro IK. Facebook-síða Hobro Einhverjir reka eflaust upp stór augu þegar þeir skoða stöðuna í dönsku úrvalsdeildinni í fótbolta. Á toppi deildarinnar situr Hobro IK, lítið félag frá samnefndum bæ í Norður-Jótlandi sem er að leika sitt fyrsta tímabil í efstu deild. Hobro tyllti sér á toppinn í gær eftir 2-0 sigur á Brøndby á DS Arena í Hobro. Uppgangur félagsins á undanförnum árum er eftirtektarverður. Vorið 2010 komst liðið í fyrsta sinn upp í 1. deildina (næstefstu deild) eftir að hafa unnið B 93 í tveimur umspilsleikjum, 5-1 samanlagt. Hobro hafnaði í 12. sæti á sínu fyrsta tímabili í 1. deildinni. Næstu tvö tímabil endaði liðið í 9. sæti, en tímabilið 2013-14 tók Hobro stórt stökk. Liðið lenti þá í 2. sæti og vann sér sæti í úrvalsdeildinni. Leikmenn liðsins eru flestir hverjir lítt þekktir. Það er t.a.m. aðeins einn erlendur leikmaður í leikmannahópi liðsins; sóknarmaðurinn Quincy Antipas frá Zimbabve, en hann var keyptur fyrir metfé frá Brøndby í sumar. Antipas er sömuleiðis eini leikmaður Hobro sem hefur leikið A-landsleik, en hann hefur leikið níu landsleiki fyrir Zimbabve.Mads Hvilsom, sem á marga leiki að baki fyrir yngri landslið Dana, var markahæsti leikmaður Hobro í fyrra með 11 mörk í 33 deildarleikjum. Hvilsom hefur haldið uppteknum hætti í ár, en hann hefur skorað þrjú af fimm mörkum Hobro í úrvalsdeildinni. Þjálfari Hobro er hinn 38 ára gamli Jonas Dal Andersen, en hann tók við þjálfun liðsins í janúar 2013 eftir að Klavs Rasmussen sagði upp störfum. Dal þessi hætti knattspyrnuiðkun árið 2002, á 26. aldursári. Það er kannski ekki í frásögur færandi nema fyrir þær sakir að hann lék með Þór á Akureyri sumarið 2000. Dal lék þá sex leiki fyrir lið Þórs sem vann 2. deildina með miklum yfirburðum. Akureyrarliðið, sem var á þeim tíma undir stjórn Kristjáns Guðmundssonar, núverandi þjálfara Keflavíkur, fékk 52 stig, 18 stigum meira en næsta lið. Markahæsti leikmaður Þórs þetta sumarið var Orri Freyr Hjaltalín, en hann skoraði 20 mörk í 18 leikjum. Orri leikur með Þórsliðinu í dag - reyndar sem varnarmaður, en ekki sóknarmaður eins og um aldamótin - en hann er sá eini af núverandi leikmönnum Þórs sem spilaði með Dal sumarið 2000. Fótbolti á Norðurlöndum Tengdar fréttir Sigur í fyrsta leik Ólafs Uffe Bech tryggði Norsjaelland sigur í nágrannaslag gegn Vestsjaelland í fyrsta leik Ólafs Kristjánssonar sem þjálfari félagsins í dag 18. júlí 2014 18:26 Frábær endurkoma hjá Ólafi og lærisveinum hans Ólafur Kristjánsson og lærisveinar hans í FC Nordsjælland unnu sigur á Esbjerg með þremur mörkum gegn tveimur á heimavelli sínum, Farum Park, í dönsku úrvalsdeildinni í fótbolta í dag. 3. ágúst 2014 16:48 Ólafur Kristjánsson og lærisveinar töpuðu gegn FCK Ólafur Kristjánsson og lærisveinar hans í Nordsjælland töpuðu fyrir FCK í dönsku úrvalsdeildinni í kvöld. Lokatölur 2-1. 26. júlí 2014 19:30 Ari og félagar fengu sitt fyrsta stig Ari Freyr Skúlason lék allan leikinn fyrir OB sem gerði 1-1 jafntefli við AaB Álaborg á heimavelli í dönsku úrvalsdeildinni í fótbolta í dag. 2. ágúst 2014 16:52 Guðjón Baldvinsson á leið til Danmerkur Ólafur Kristjánsson vill fá hann til Nordsjælland. 31. júlí 2014 11:46 Mest lesið Albert svaraði eftir að hafa verið sakaður um hugleysi Fótbolti Salah ekki með Liverpool til Ítalíu Enski boltinn Óli Jó kallar ráðninguna á Jóa Kalla algjört bull Íslenski boltinn „Hann er með einhverjar Ibiza-myndir af Slot“ Enski boltinn „Hortugasta klapp sem ég hef séð“ Körfubolti Dæmd í fjögurra ára fangelsi Fótbolti „Ég myndi bróka hann inn í klefa“ Körfubolti Búist við að Salah verði hent úr hóp Enski boltinn Þriggja ára strákur setti heimsmet í skák Sport Langhlauparar í meiri hættu að fá krabbamein Sport Fleiri fréttir Barton dæmdur í hálfs árs fangelsi Barcelona stillti upp yngsta byrjunarliði félagsins í 95 ár Salah ekki með Liverpool til Ítalíu Banna samkynhneigð en mætast samt í „Hinsegin leiknum“ á HM 2026 Þrettán mismunandi leiktímar á HM næsta sumar Krísufundur hjá Real Madrid í nótt Neymar hundsaði læknana og bjargaði Santos frá falli Kom stjórnendum Liverpool á óvart hversu harðorður Salah var Scholes segir félagið eyðileggja Mainoo Búist við að Salah verði hent úr hóp FIFA skipar evrópskum fótboltafélögum að borga Rússum Dæmd í fjögurra ára fangelsi Dómsmál vegna andláts Sala hefst í dag Salah-málið farið að minna mikið á þegar Ronaldo yfirgaf Man Utd Óli Jó kallar ráðninguna á Jóa Kalla algjört bull Gefur milljarða svo íþróttakonur séu rannsakaðar betur „Hann er með einhverjar Ibiza-myndir af Slot“ Fékk rauða spjaldið fyrir leik og ástæðan voru nærbuxurnar Sjáðu markið sem West Ham-menn sáu tvær ástæður til að dæma af Albert svaraði eftir að hafa verið sakaður um hugleysi Beðið eftir blaðamannafundi Slot í dag: Er einhver leið til baka fyrir Salah? Landsliðsmaður handtekinn í London „Ég elska þig Ísland, takk fyrir allt!“ Allt í steik hjá Real og tveir sáu rautt Höjlund afgreiddi Juve og kom Napoli á toppinn Sér bara eina leið fyrir Salah: „Komi og biðjist innilega afsökunar“ Kristall skoraði í sögulegum sigri á FCK Guéhi hetjan og Palace upp í fjórða sæti Glódís og Bayern að stinga af eftir stórsigur Benítez enn með Sverri á bekknum og það borgaði sig ekki Sjá meira
Einhverjir reka eflaust upp stór augu þegar þeir skoða stöðuna í dönsku úrvalsdeildinni í fótbolta. Á toppi deildarinnar situr Hobro IK, lítið félag frá samnefndum bæ í Norður-Jótlandi sem er að leika sitt fyrsta tímabil í efstu deild. Hobro tyllti sér á toppinn í gær eftir 2-0 sigur á Brøndby á DS Arena í Hobro. Uppgangur félagsins á undanförnum árum er eftirtektarverður. Vorið 2010 komst liðið í fyrsta sinn upp í 1. deildina (næstefstu deild) eftir að hafa unnið B 93 í tveimur umspilsleikjum, 5-1 samanlagt. Hobro hafnaði í 12. sæti á sínu fyrsta tímabili í 1. deildinni. Næstu tvö tímabil endaði liðið í 9. sæti, en tímabilið 2013-14 tók Hobro stórt stökk. Liðið lenti þá í 2. sæti og vann sér sæti í úrvalsdeildinni. Leikmenn liðsins eru flestir hverjir lítt þekktir. Það er t.a.m. aðeins einn erlendur leikmaður í leikmannahópi liðsins; sóknarmaðurinn Quincy Antipas frá Zimbabve, en hann var keyptur fyrir metfé frá Brøndby í sumar. Antipas er sömuleiðis eini leikmaður Hobro sem hefur leikið A-landsleik, en hann hefur leikið níu landsleiki fyrir Zimbabve.Mads Hvilsom, sem á marga leiki að baki fyrir yngri landslið Dana, var markahæsti leikmaður Hobro í fyrra með 11 mörk í 33 deildarleikjum. Hvilsom hefur haldið uppteknum hætti í ár, en hann hefur skorað þrjú af fimm mörkum Hobro í úrvalsdeildinni. Þjálfari Hobro er hinn 38 ára gamli Jonas Dal Andersen, en hann tók við þjálfun liðsins í janúar 2013 eftir að Klavs Rasmussen sagði upp störfum. Dal þessi hætti knattspyrnuiðkun árið 2002, á 26. aldursári. Það er kannski ekki í frásögur færandi nema fyrir þær sakir að hann lék með Þór á Akureyri sumarið 2000. Dal lék þá sex leiki fyrir lið Þórs sem vann 2. deildina með miklum yfirburðum. Akureyrarliðið, sem var á þeim tíma undir stjórn Kristjáns Guðmundssonar, núverandi þjálfara Keflavíkur, fékk 52 stig, 18 stigum meira en næsta lið. Markahæsti leikmaður Þórs þetta sumarið var Orri Freyr Hjaltalín, en hann skoraði 20 mörk í 18 leikjum. Orri leikur með Þórsliðinu í dag - reyndar sem varnarmaður, en ekki sóknarmaður eins og um aldamótin - en hann er sá eini af núverandi leikmönnum Þórs sem spilaði með Dal sumarið 2000.
Fótbolti á Norðurlöndum Tengdar fréttir Sigur í fyrsta leik Ólafs Uffe Bech tryggði Norsjaelland sigur í nágrannaslag gegn Vestsjaelland í fyrsta leik Ólafs Kristjánssonar sem þjálfari félagsins í dag 18. júlí 2014 18:26 Frábær endurkoma hjá Ólafi og lærisveinum hans Ólafur Kristjánsson og lærisveinar hans í FC Nordsjælland unnu sigur á Esbjerg með þremur mörkum gegn tveimur á heimavelli sínum, Farum Park, í dönsku úrvalsdeildinni í fótbolta í dag. 3. ágúst 2014 16:48 Ólafur Kristjánsson og lærisveinar töpuðu gegn FCK Ólafur Kristjánsson og lærisveinar hans í Nordsjælland töpuðu fyrir FCK í dönsku úrvalsdeildinni í kvöld. Lokatölur 2-1. 26. júlí 2014 19:30 Ari og félagar fengu sitt fyrsta stig Ari Freyr Skúlason lék allan leikinn fyrir OB sem gerði 1-1 jafntefli við AaB Álaborg á heimavelli í dönsku úrvalsdeildinni í fótbolta í dag. 2. ágúst 2014 16:52 Guðjón Baldvinsson á leið til Danmerkur Ólafur Kristjánsson vill fá hann til Nordsjælland. 31. júlí 2014 11:46 Mest lesið Albert svaraði eftir að hafa verið sakaður um hugleysi Fótbolti Salah ekki með Liverpool til Ítalíu Enski boltinn Óli Jó kallar ráðninguna á Jóa Kalla algjört bull Íslenski boltinn „Hann er með einhverjar Ibiza-myndir af Slot“ Enski boltinn „Hortugasta klapp sem ég hef séð“ Körfubolti Dæmd í fjögurra ára fangelsi Fótbolti „Ég myndi bróka hann inn í klefa“ Körfubolti Búist við að Salah verði hent úr hóp Enski boltinn Þriggja ára strákur setti heimsmet í skák Sport Langhlauparar í meiri hættu að fá krabbamein Sport Fleiri fréttir Barton dæmdur í hálfs árs fangelsi Barcelona stillti upp yngsta byrjunarliði félagsins í 95 ár Salah ekki með Liverpool til Ítalíu Banna samkynhneigð en mætast samt í „Hinsegin leiknum“ á HM 2026 Þrettán mismunandi leiktímar á HM næsta sumar Krísufundur hjá Real Madrid í nótt Neymar hundsaði læknana og bjargaði Santos frá falli Kom stjórnendum Liverpool á óvart hversu harðorður Salah var Scholes segir félagið eyðileggja Mainoo Búist við að Salah verði hent úr hóp FIFA skipar evrópskum fótboltafélögum að borga Rússum Dæmd í fjögurra ára fangelsi Dómsmál vegna andláts Sala hefst í dag Salah-málið farið að minna mikið á þegar Ronaldo yfirgaf Man Utd Óli Jó kallar ráðninguna á Jóa Kalla algjört bull Gefur milljarða svo íþróttakonur séu rannsakaðar betur „Hann er með einhverjar Ibiza-myndir af Slot“ Fékk rauða spjaldið fyrir leik og ástæðan voru nærbuxurnar Sjáðu markið sem West Ham-menn sáu tvær ástæður til að dæma af Albert svaraði eftir að hafa verið sakaður um hugleysi Beðið eftir blaðamannafundi Slot í dag: Er einhver leið til baka fyrir Salah? Landsliðsmaður handtekinn í London „Ég elska þig Ísland, takk fyrir allt!“ Allt í steik hjá Real og tveir sáu rautt Höjlund afgreiddi Juve og kom Napoli á toppinn Sér bara eina leið fyrir Salah: „Komi og biðjist innilega afsökunar“ Kristall skoraði í sögulegum sigri á FCK Guéhi hetjan og Palace upp í fjórða sæti Glódís og Bayern að stinga af eftir stórsigur Benítez enn með Sverri á bekknum og það borgaði sig ekki Sjá meira
Sigur í fyrsta leik Ólafs Uffe Bech tryggði Norsjaelland sigur í nágrannaslag gegn Vestsjaelland í fyrsta leik Ólafs Kristjánssonar sem þjálfari félagsins í dag 18. júlí 2014 18:26
Frábær endurkoma hjá Ólafi og lærisveinum hans Ólafur Kristjánsson og lærisveinar hans í FC Nordsjælland unnu sigur á Esbjerg með þremur mörkum gegn tveimur á heimavelli sínum, Farum Park, í dönsku úrvalsdeildinni í fótbolta í dag. 3. ágúst 2014 16:48
Ólafur Kristjánsson og lærisveinar töpuðu gegn FCK Ólafur Kristjánsson og lærisveinar hans í Nordsjælland töpuðu fyrir FCK í dönsku úrvalsdeildinni í kvöld. Lokatölur 2-1. 26. júlí 2014 19:30
Ari og félagar fengu sitt fyrsta stig Ari Freyr Skúlason lék allan leikinn fyrir OB sem gerði 1-1 jafntefli við AaB Álaborg á heimavelli í dönsku úrvalsdeildinni í fótbolta í dag. 2. ágúst 2014 16:52
Guðjón Baldvinsson á leið til Danmerkur Ólafur Kristjánsson vill fá hann til Nordsjælland. 31. júlí 2014 11:46