Ættingjar telja undirmönnun spila stóran þátt í mannsláti: "Af hverju var ekkert gert?" Hrund Þórsdóttir skrifar 28. janúar 2014 20:00 Pétur Pétursson, eða Pétur Færeyingur eins og hann var kallaður, var 83 ára þegar hann lést þann sjöunda janúar síðastliðinn eftir rúmlega vikulegu á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja, HSS. Banamein hans var rangur lyfjaskammtur sem ætlaður var herbergisfélaga hans á hjúkrunarheimilinu Garðvangi. Pétur hafði búið lengi á Garðvangi, lengst af í sérherbergi en síðasta hálfa árið var hann í tveggja manna herbergi. Herbergisfélagi hans var mjög veikur og honum átti að gefa stóran skammt af lyfinu Contalgin, sem er mjög sterkt morfínlyf. Þann 30. desember var Pétri fyrir slysni gefinn skammtur hans, sem er samkvæmt heimildum okkar um tuttugufalt það magn sem manneskja sem ekki hefur byggt upp þol gagnvart lyfinu á að þola. Starfsmaðurinn sem um ræðir gerði sér strax grein fyrir mistökum sínum og tilkynnti þau. Pétur var fluttur með sjúkrabíl á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja og segja aðstandendur hans að sjúkraflutningamennirnir hafi viljað gefa honum mótefni sem var til staðar. Þeir voru í samskiptum við HSS og fengu þaðan tilmæli um að gefa honum ekki mótefni og við það sat. Níu dögum síðar, eða sjöunda janúar, kvaddi Pétur. Við ræddum við Halldór Jónsson, forstjóra HSS, í dag en hann sagði starfsmenn ekki geta tjáð sig um málefni einstakra sjúklinga. Hann undanskildi stofnunina ekki ábyrgð en sagði almennt verklag að hafa samráð við Landspítalann og Eitrunarmiðstöð. Pétur bjó á Garðvangi í níu ár. Honum leið vel þar og starfsmenn fengu áfallahjálp eftir að mistök voru gerð í umönnun hans. Fjölskyldan ber starfsfólki vel söguna en segir að sú staðreynd að Pétur þurfti að deila herbergi með mun veikari manni hafi líklega haft sitt að segja um hvernig fór. Börn Péturs segja hann hafa verið hressan áður en áfallið dundi yfir og þau hafi alls ekki verið á leiðinni að kveðja hann. „Hann hafði fengið áfall í sumar og var búinn að vinna sig mjög vel upp úr því. Það var ekkert að, hann var bara á uppleið,“ segir Þurí Jónasdóttir, tengdadóttir Péturs. Hún segir fjölskylduna ekki skilja af hverju mótefnið hafi ekki verið notað. „Það erum við auðvitað ósátt við. HSS mat hann kannski of lélegan eða of gamlan en við spyrjum okkur; ef hann hefði verið yngri, ekki 83 ára, hefði þá eitthvað verið gert? Af hverju var ekkert gert?“ Fjölskyldan hefur ekki fengið svör við þessum áleitnu spurningum og ætlar að láta embætti landlæknis sjá um málið. „Þetta var auðvitað bara slys og við ætlum ekki að kæra eða neitt slíkt. Við bara vorkennum þessum starfsmanni og höfum samúð með honum að hafa lent í þessu. Þetta eru aðstæður sem koma upp vegna undirmönnunar, það hlýtur bara að vera,“ segir Þurí. Eftir áfallið kveðst hún fyrst hafa verið hissa en trúað því að allt færi vel. Síðan hafi reiðin tekið yfir en aðstandendur Péturs taka þó aðstæðum af æðruleysi. „Við vitum náttúrlega að ástandið í heilbrigðiskerfinu er mjög slæmt og á þessum stofnunum er undirmannað, það vantar bara starfsfólk. Í þessu tilviki var starfsmaður sem var að gefa lyf, truflaður með þessum afleiðingum,“ segir hún. Haldið þið að það hefði mátt koma í veg fyrir þetta? „Já, þetta á bara ekki að gerast.“ Tengdar fréttir Lést eftir mistök á hjúkrunarheimili: „Við vorum ekki á leiðinni að kveðja hann“ Maður lést vegna mistaka sem gerð voru við umönnun hans á hjúkrunarheimilinu Garðvangi í Garði nú fyrir mánaðamótin. Banameinið var rangur lyfjaskammtur, sem ætlaður var herbergisfélaga hans. Í kjölfarið var svo tekin ákvörðun um að gefa honum ekki mótefni og lést hann rúmri viku síðar. 28. janúar 2014 17:00 Mest lesið Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Innlent Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Innlent „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Innlent Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Erlent Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Innlent Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Innlent Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? Innlent „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ Innlent Hélt á lokuðu umslagi Innlent Fleiri fréttir Þingfundi frestað: Stjórnarandstaðan lagði fram „aðeins mýkri“ tillögu Hélt á lokuðu umslagi Tillögur „ekki afhentar í lokuðu umslagi“ Uppþot og fúkyrði á þinginu og bandarískur kjarnorkukafbátur Jökulhlaupið í rénun Reyna að stilla til friðar í bakherbergjum Alþingis Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Fundu tuttugu kíló af grasi eftir húsleit í Hafnarfirði Mennirnir þrír sjáist ekki í myndefni Vara við slysahættu vegna kaldavatnsleysis Vilja herða reglur um frágang rafhlaupahjóla í Reykjavík Segir valkyrjur rangnefni og vill kalla þær skjaldmeyjar Samtal við stjórnarandstöðuna fullreynt Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? „Forsætisráðherra veit ekkert hvernig þetta hefur verið!“ „Enginn vafi á að fyrirkomulag Bílastæðasjóðs er löglegt“ Nóróveira líkleg orsök hópsýkingar á Laugarvatni „Það er orrustan um Ísland“ „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Ávarp forsætisráðherra og kjarnorkukafbátur við Grundartanga Minnihlutinn hafi lagt fram eigið veiðigjaldamál: „Þetta er skrumskæling á lýðræðinu“ Spyr hvort draga eigi valdhafa undir húsvegg og skjóta Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Jökulhlaup úr Mýrdalsjökli í Leirá Syðri og Skálm enn í gangi Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Borgarbúar frekar hlynntir kílómetragjaldi en landsbyggðin Sjá meira
Pétur Pétursson, eða Pétur Færeyingur eins og hann var kallaður, var 83 ára þegar hann lést þann sjöunda janúar síðastliðinn eftir rúmlega vikulegu á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja, HSS. Banamein hans var rangur lyfjaskammtur sem ætlaður var herbergisfélaga hans á hjúkrunarheimilinu Garðvangi. Pétur hafði búið lengi á Garðvangi, lengst af í sérherbergi en síðasta hálfa árið var hann í tveggja manna herbergi. Herbergisfélagi hans var mjög veikur og honum átti að gefa stóran skammt af lyfinu Contalgin, sem er mjög sterkt morfínlyf. Þann 30. desember var Pétri fyrir slysni gefinn skammtur hans, sem er samkvæmt heimildum okkar um tuttugufalt það magn sem manneskja sem ekki hefur byggt upp þol gagnvart lyfinu á að þola. Starfsmaðurinn sem um ræðir gerði sér strax grein fyrir mistökum sínum og tilkynnti þau. Pétur var fluttur með sjúkrabíl á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja og segja aðstandendur hans að sjúkraflutningamennirnir hafi viljað gefa honum mótefni sem var til staðar. Þeir voru í samskiptum við HSS og fengu þaðan tilmæli um að gefa honum ekki mótefni og við það sat. Níu dögum síðar, eða sjöunda janúar, kvaddi Pétur. Við ræddum við Halldór Jónsson, forstjóra HSS, í dag en hann sagði starfsmenn ekki geta tjáð sig um málefni einstakra sjúklinga. Hann undanskildi stofnunina ekki ábyrgð en sagði almennt verklag að hafa samráð við Landspítalann og Eitrunarmiðstöð. Pétur bjó á Garðvangi í níu ár. Honum leið vel þar og starfsmenn fengu áfallahjálp eftir að mistök voru gerð í umönnun hans. Fjölskyldan ber starfsfólki vel söguna en segir að sú staðreynd að Pétur þurfti að deila herbergi með mun veikari manni hafi líklega haft sitt að segja um hvernig fór. Börn Péturs segja hann hafa verið hressan áður en áfallið dundi yfir og þau hafi alls ekki verið á leiðinni að kveðja hann. „Hann hafði fengið áfall í sumar og var búinn að vinna sig mjög vel upp úr því. Það var ekkert að, hann var bara á uppleið,“ segir Þurí Jónasdóttir, tengdadóttir Péturs. Hún segir fjölskylduna ekki skilja af hverju mótefnið hafi ekki verið notað. „Það erum við auðvitað ósátt við. HSS mat hann kannski of lélegan eða of gamlan en við spyrjum okkur; ef hann hefði verið yngri, ekki 83 ára, hefði þá eitthvað verið gert? Af hverju var ekkert gert?“ Fjölskyldan hefur ekki fengið svör við þessum áleitnu spurningum og ætlar að láta embætti landlæknis sjá um málið. „Þetta var auðvitað bara slys og við ætlum ekki að kæra eða neitt slíkt. Við bara vorkennum þessum starfsmanni og höfum samúð með honum að hafa lent í þessu. Þetta eru aðstæður sem koma upp vegna undirmönnunar, það hlýtur bara að vera,“ segir Þurí. Eftir áfallið kveðst hún fyrst hafa verið hissa en trúað því að allt færi vel. Síðan hafi reiðin tekið yfir en aðstandendur Péturs taka þó aðstæðum af æðruleysi. „Við vitum náttúrlega að ástandið í heilbrigðiskerfinu er mjög slæmt og á þessum stofnunum er undirmannað, það vantar bara starfsfólk. Í þessu tilviki var starfsmaður sem var að gefa lyf, truflaður með þessum afleiðingum,“ segir hún. Haldið þið að það hefði mátt koma í veg fyrir þetta? „Já, þetta á bara ekki að gerast.“
Tengdar fréttir Lést eftir mistök á hjúkrunarheimili: „Við vorum ekki á leiðinni að kveðja hann“ Maður lést vegna mistaka sem gerð voru við umönnun hans á hjúkrunarheimilinu Garðvangi í Garði nú fyrir mánaðamótin. Banameinið var rangur lyfjaskammtur, sem ætlaður var herbergisfélaga hans. Í kjölfarið var svo tekin ákvörðun um að gefa honum ekki mótefni og lést hann rúmri viku síðar. 28. janúar 2014 17:00 Mest lesið Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Innlent Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Innlent „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Innlent Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Erlent Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Innlent Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Innlent Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? Innlent „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ Innlent Hélt á lokuðu umslagi Innlent Fleiri fréttir Þingfundi frestað: Stjórnarandstaðan lagði fram „aðeins mýkri“ tillögu Hélt á lokuðu umslagi Tillögur „ekki afhentar í lokuðu umslagi“ Uppþot og fúkyrði á þinginu og bandarískur kjarnorkukafbátur Jökulhlaupið í rénun Reyna að stilla til friðar í bakherbergjum Alþingis Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Fundu tuttugu kíló af grasi eftir húsleit í Hafnarfirði Mennirnir þrír sjáist ekki í myndefni Vara við slysahættu vegna kaldavatnsleysis Vilja herða reglur um frágang rafhlaupahjóla í Reykjavík Segir valkyrjur rangnefni og vill kalla þær skjaldmeyjar Samtal við stjórnarandstöðuna fullreynt Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? „Forsætisráðherra veit ekkert hvernig þetta hefur verið!“ „Enginn vafi á að fyrirkomulag Bílastæðasjóðs er löglegt“ Nóróveira líkleg orsök hópsýkingar á Laugarvatni „Það er orrustan um Ísland“ „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Ávarp forsætisráðherra og kjarnorkukafbátur við Grundartanga Minnihlutinn hafi lagt fram eigið veiðigjaldamál: „Þetta er skrumskæling á lýðræðinu“ Spyr hvort draga eigi valdhafa undir húsvegg og skjóta Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Jökulhlaup úr Mýrdalsjökli í Leirá Syðri og Skálm enn í gangi Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Borgarbúar frekar hlynntir kílómetragjaldi en landsbyggðin Sjá meira
Lést eftir mistök á hjúkrunarheimili: „Við vorum ekki á leiðinni að kveðja hann“ Maður lést vegna mistaka sem gerð voru við umönnun hans á hjúkrunarheimilinu Garðvangi í Garði nú fyrir mánaðamótin. Banameinið var rangur lyfjaskammtur, sem ætlaður var herbergisfélaga hans. Í kjölfarið var svo tekin ákvörðun um að gefa honum ekki mótefni og lést hann rúmri viku síðar. 28. janúar 2014 17:00