Ættingjar telja undirmönnun spila stóran þátt í mannsláti: "Af hverju var ekkert gert?" Hrund Þórsdóttir skrifar 28. janúar 2014 20:00 Pétur Pétursson, eða Pétur Færeyingur eins og hann var kallaður, var 83 ára þegar hann lést þann sjöunda janúar síðastliðinn eftir rúmlega vikulegu á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja, HSS. Banamein hans var rangur lyfjaskammtur sem ætlaður var herbergisfélaga hans á hjúkrunarheimilinu Garðvangi. Pétur hafði búið lengi á Garðvangi, lengst af í sérherbergi en síðasta hálfa árið var hann í tveggja manna herbergi. Herbergisfélagi hans var mjög veikur og honum átti að gefa stóran skammt af lyfinu Contalgin, sem er mjög sterkt morfínlyf. Þann 30. desember var Pétri fyrir slysni gefinn skammtur hans, sem er samkvæmt heimildum okkar um tuttugufalt það magn sem manneskja sem ekki hefur byggt upp þol gagnvart lyfinu á að þola. Starfsmaðurinn sem um ræðir gerði sér strax grein fyrir mistökum sínum og tilkynnti þau. Pétur var fluttur með sjúkrabíl á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja og segja aðstandendur hans að sjúkraflutningamennirnir hafi viljað gefa honum mótefni sem var til staðar. Þeir voru í samskiptum við HSS og fengu þaðan tilmæli um að gefa honum ekki mótefni og við það sat. Níu dögum síðar, eða sjöunda janúar, kvaddi Pétur. Við ræddum við Halldór Jónsson, forstjóra HSS, í dag en hann sagði starfsmenn ekki geta tjáð sig um málefni einstakra sjúklinga. Hann undanskildi stofnunina ekki ábyrgð en sagði almennt verklag að hafa samráð við Landspítalann og Eitrunarmiðstöð. Pétur bjó á Garðvangi í níu ár. Honum leið vel þar og starfsmenn fengu áfallahjálp eftir að mistök voru gerð í umönnun hans. Fjölskyldan ber starfsfólki vel söguna en segir að sú staðreynd að Pétur þurfti að deila herbergi með mun veikari manni hafi líklega haft sitt að segja um hvernig fór. Börn Péturs segja hann hafa verið hressan áður en áfallið dundi yfir og þau hafi alls ekki verið á leiðinni að kveðja hann. „Hann hafði fengið áfall í sumar og var búinn að vinna sig mjög vel upp úr því. Það var ekkert að, hann var bara á uppleið,“ segir Þurí Jónasdóttir, tengdadóttir Péturs. Hún segir fjölskylduna ekki skilja af hverju mótefnið hafi ekki verið notað. „Það erum við auðvitað ósátt við. HSS mat hann kannski of lélegan eða of gamlan en við spyrjum okkur; ef hann hefði verið yngri, ekki 83 ára, hefði þá eitthvað verið gert? Af hverju var ekkert gert?“ Fjölskyldan hefur ekki fengið svör við þessum áleitnu spurningum og ætlar að láta embætti landlæknis sjá um málið. „Þetta var auðvitað bara slys og við ætlum ekki að kæra eða neitt slíkt. Við bara vorkennum þessum starfsmanni og höfum samúð með honum að hafa lent í þessu. Þetta eru aðstæður sem koma upp vegna undirmönnunar, það hlýtur bara að vera,“ segir Þurí. Eftir áfallið kveðst hún fyrst hafa verið hissa en trúað því að allt færi vel. Síðan hafi reiðin tekið yfir en aðstandendur Péturs taka þó aðstæðum af æðruleysi. „Við vitum náttúrlega að ástandið í heilbrigðiskerfinu er mjög slæmt og á þessum stofnunum er undirmannað, það vantar bara starfsfólk. Í þessu tilviki var starfsmaður sem var að gefa lyf, truflaður með þessum afleiðingum,“ segir hún. Haldið þið að það hefði mátt koma í veg fyrir þetta? „Já, þetta á bara ekki að gerast.“ Tengdar fréttir Lést eftir mistök á hjúkrunarheimili: „Við vorum ekki á leiðinni að kveðja hann“ Maður lést vegna mistaka sem gerð voru við umönnun hans á hjúkrunarheimilinu Garðvangi í Garði nú fyrir mánaðamótin. Banameinið var rangur lyfjaskammtur, sem ætlaður var herbergisfélaga hans. Í kjölfarið var svo tekin ákvörðun um að gefa honum ekki mótefni og lést hann rúmri viku síðar. 28. janúar 2014 17:00 Mest lesið Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Innlent Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Innlent Gefa út lag með látnum syni og félaga Innlent Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Innlent Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Innlent Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Innlent Fengu ekki lendingarleyfi í París: „Maður er alveg miður sín yfir þessu“ Innlent KR-ingurinn í vörn Stjörnunnar búinn að redda flugvél fyrir 180 manns til Nice Innlent Píratar tilbúnir til þess að styðja minnihlutastjórn VG, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar Innlent Fleiri fréttir Gefa út lag með látnum syni og félaga Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Langþráð nýtt líf Helguvíkur í boði NATO Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Útgjöld Íslands til varnarmála duga til – í bili Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Gefur út lag með látnum vini sínum og heimsókn Rutte Farbannið framlengt Skoða framtíðarnýtingu Vífilsstaða Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Dómurinn kemur lögmanni konunnar á óvart Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Lýsti Íslandi sem „augum og eyrum“ Nató Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Bein útsending: Staða fæðuöryggis á Íslandi Kristrún og Rutte boða til blaðamannafundar Veginum lokað milli Skaftafells og Jökulsárlóns vegna veðurs Íslandsheimsókn þegar uppi er flókin og erfið staða í NATO Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Gæti þýtt aukna viðveru NATO hér á landi Milljarðauppbygging í Helguvík og verðbólgan hjaðnar Vilja að borgin selji Carbfix og bílastæðahúsin Ritstjóri Mosfellings vill leiða lista Sjálfstæðismanna Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Sjá meira
Pétur Pétursson, eða Pétur Færeyingur eins og hann var kallaður, var 83 ára þegar hann lést þann sjöunda janúar síðastliðinn eftir rúmlega vikulegu á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja, HSS. Banamein hans var rangur lyfjaskammtur sem ætlaður var herbergisfélaga hans á hjúkrunarheimilinu Garðvangi. Pétur hafði búið lengi á Garðvangi, lengst af í sérherbergi en síðasta hálfa árið var hann í tveggja manna herbergi. Herbergisfélagi hans var mjög veikur og honum átti að gefa stóran skammt af lyfinu Contalgin, sem er mjög sterkt morfínlyf. Þann 30. desember var Pétri fyrir slysni gefinn skammtur hans, sem er samkvæmt heimildum okkar um tuttugufalt það magn sem manneskja sem ekki hefur byggt upp þol gagnvart lyfinu á að þola. Starfsmaðurinn sem um ræðir gerði sér strax grein fyrir mistökum sínum og tilkynnti þau. Pétur var fluttur með sjúkrabíl á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja og segja aðstandendur hans að sjúkraflutningamennirnir hafi viljað gefa honum mótefni sem var til staðar. Þeir voru í samskiptum við HSS og fengu þaðan tilmæli um að gefa honum ekki mótefni og við það sat. Níu dögum síðar, eða sjöunda janúar, kvaddi Pétur. Við ræddum við Halldór Jónsson, forstjóra HSS, í dag en hann sagði starfsmenn ekki geta tjáð sig um málefni einstakra sjúklinga. Hann undanskildi stofnunina ekki ábyrgð en sagði almennt verklag að hafa samráð við Landspítalann og Eitrunarmiðstöð. Pétur bjó á Garðvangi í níu ár. Honum leið vel þar og starfsmenn fengu áfallahjálp eftir að mistök voru gerð í umönnun hans. Fjölskyldan ber starfsfólki vel söguna en segir að sú staðreynd að Pétur þurfti að deila herbergi með mun veikari manni hafi líklega haft sitt að segja um hvernig fór. Börn Péturs segja hann hafa verið hressan áður en áfallið dundi yfir og þau hafi alls ekki verið á leiðinni að kveðja hann. „Hann hafði fengið áfall í sumar og var búinn að vinna sig mjög vel upp úr því. Það var ekkert að, hann var bara á uppleið,“ segir Þurí Jónasdóttir, tengdadóttir Péturs. Hún segir fjölskylduna ekki skilja af hverju mótefnið hafi ekki verið notað. „Það erum við auðvitað ósátt við. HSS mat hann kannski of lélegan eða of gamlan en við spyrjum okkur; ef hann hefði verið yngri, ekki 83 ára, hefði þá eitthvað verið gert? Af hverju var ekkert gert?“ Fjölskyldan hefur ekki fengið svör við þessum áleitnu spurningum og ætlar að láta embætti landlæknis sjá um málið. „Þetta var auðvitað bara slys og við ætlum ekki að kæra eða neitt slíkt. Við bara vorkennum þessum starfsmanni og höfum samúð með honum að hafa lent í þessu. Þetta eru aðstæður sem koma upp vegna undirmönnunar, það hlýtur bara að vera,“ segir Þurí. Eftir áfallið kveðst hún fyrst hafa verið hissa en trúað því að allt færi vel. Síðan hafi reiðin tekið yfir en aðstandendur Péturs taka þó aðstæðum af æðruleysi. „Við vitum náttúrlega að ástandið í heilbrigðiskerfinu er mjög slæmt og á þessum stofnunum er undirmannað, það vantar bara starfsfólk. Í þessu tilviki var starfsmaður sem var að gefa lyf, truflaður með þessum afleiðingum,“ segir hún. Haldið þið að það hefði mátt koma í veg fyrir þetta? „Já, þetta á bara ekki að gerast.“
Tengdar fréttir Lést eftir mistök á hjúkrunarheimili: „Við vorum ekki á leiðinni að kveðja hann“ Maður lést vegna mistaka sem gerð voru við umönnun hans á hjúkrunarheimilinu Garðvangi í Garði nú fyrir mánaðamótin. Banameinið var rangur lyfjaskammtur, sem ætlaður var herbergisfélaga hans. Í kjölfarið var svo tekin ákvörðun um að gefa honum ekki mótefni og lést hann rúmri viku síðar. 28. janúar 2014 17:00 Mest lesið Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Innlent Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Innlent Gefa út lag með látnum syni og félaga Innlent Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Innlent Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Innlent Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Innlent Fengu ekki lendingarleyfi í París: „Maður er alveg miður sín yfir þessu“ Innlent KR-ingurinn í vörn Stjörnunnar búinn að redda flugvél fyrir 180 manns til Nice Innlent Píratar tilbúnir til þess að styðja minnihlutastjórn VG, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar Innlent Fleiri fréttir Gefa út lag með látnum syni og félaga Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Langþráð nýtt líf Helguvíkur í boði NATO Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Útgjöld Íslands til varnarmála duga til – í bili Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Gefur út lag með látnum vini sínum og heimsókn Rutte Farbannið framlengt Skoða framtíðarnýtingu Vífilsstaða Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Dómurinn kemur lögmanni konunnar á óvart Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Lýsti Íslandi sem „augum og eyrum“ Nató Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Bein útsending: Staða fæðuöryggis á Íslandi Kristrún og Rutte boða til blaðamannafundar Veginum lokað milli Skaftafells og Jökulsárlóns vegna veðurs Íslandsheimsókn þegar uppi er flókin og erfið staða í NATO Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Gæti þýtt aukna viðveru NATO hér á landi Milljarðauppbygging í Helguvík og verðbólgan hjaðnar Vilja að borgin selji Carbfix og bílastæðahúsin Ritstjóri Mosfellings vill leiða lista Sjálfstæðismanna Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Sjá meira
Lést eftir mistök á hjúkrunarheimili: „Við vorum ekki á leiðinni að kveðja hann“ Maður lést vegna mistaka sem gerð voru við umönnun hans á hjúkrunarheimilinu Garðvangi í Garði nú fyrir mánaðamótin. Banameinið var rangur lyfjaskammtur, sem ætlaður var herbergisfélaga hans. Í kjölfarið var svo tekin ákvörðun um að gefa honum ekki mótefni og lést hann rúmri viku síðar. 28. janúar 2014 17:00