Enski boltinn

Gylfi fjórfaldaði sinn besta árangur

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Gylfi Þór Sigurðsson.
Gylfi Þór Sigurðsson. Vísir/Getty
Gylfi Þór Sigurðsson hefur þegar bætt sinn besta árangur á einu tímabili í ensku úrvalsdeildinni að það þótt að tímabili sé bara hálfnað.

Gylfi Þór Sigurðsson hefur skorað fjögur mörk og átt alls þátt í tólf mörkum í fyrri hluta ensku úrvalsdeildarinnar en hafði mest áður komið með beinum hætti að tíu mörkum á einni leiktíð í ensku úrvalsdeildinni.

Gylfi er jafnframt búinn að fjórfalda sinn besta árangur fyrir jól því íslenski landsliðsmaðurinn hafði mest áður komið að þremur mörkum fyrir áramót sem var á tímabilinu í fyrra.

Fyrir þetta tímabil var Gylfi samtals með 3 mörk og 2 stoðsendingar í 32 leikjum fyrir áramót en hann var kominn í þá tölu strax í þriðja leik sínum með Swansea á þessu tímabili.

Hér fyrir neðan má sjá skiptingu á tölfræði Gylfa í ensku úrvalsdeildinni eftir því hvað hann gerði fyrir og eftir áramót.



Gylfi Þór Sigurðsson í ensku úrvalsdeildinni

2014-15 með Swansea

Fyrir áramót: 18 leikir - 4 mörk  - 8 stoðsendingar  [12 marka maður]

Eftir áramót: ???

2013-14 með Tottenham

Fyrir áramót: 14 leikir - 3 mörk  - 0 stoðsendingar  [3 marka maður]

Eftir áramót: 11 leikir - 2 mörk  - 0 stoðsendingar  [2 marka maður]

2012-13 með Tottenham

Fyrir áramót: 18 leikir - 0 mörk  - 2 stoðsendingar  [2 marka maður]

Eftir áramót: 15 leikir - 3 mörk  - 2 stoðsendingar  [5 marka maður]

2011-12 með Swansea

Fyrir áramót: Lék með Hoffenheim

Eftir áramót: 18 leikir - 7 mörk  - 3 stoðsendingar  [10 marka maður]




Fleiri fréttir

Sjá meira


×