Tómas Guðbjartsson maður ársins: Heiður fyrir heilbrigðisstéttina alla Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 31. desember 2014 11:52 „Ég er mjög hrærður og þakklátur,“ sagði Tómas Guðbjartsson læknir sem var af hlustendum Vísis og Bylgjunnar kjörinn maður ársins 2014. Þegar Reykjavík árdegis náði af Tómasi tali var hann staddur í Ölpunum með fjölskyldu sinni í tilefni af afmæli sínu en hann verður fimmtugur 11.janúar næstkomandi. Hann sagðist vera afar þakklátur og sagði þetta ekki einungis viðurkenningu fyrir hann sjálfan, eða hans persónu, heldur heilbrigðiskerfið allt. „Samstarfsfólk mitt á mjög stóran, ef ekki stærstan hlut í þessu. Það má ekki gleyma heilbrigðiskerfinu öllu og velvilja fólks, og ég er mjög þakklátur fyrir það.“ Tómas er hvað þekktastur fyrir að hafa unnið ótrúlegt björgunarafrek á Landspítalanum eftir karlmaður var stunginn með hnífi í gegnum hjartað. Það þrekvirki sem Tómas og aðrir starfsmenn Landspítalans unnu er talið kraftaverki líkast og hefur vakið gríðarlega athygli. Fleiri hundruð tilnefningar hafa borist Vísi og Bylgjunni undanfarnar vikur og því nokkuð ljóst að enginn skortur er á Íslendingum sem unnið hafa glæsileg afrek og hetjudáðir á árinu sem er að líða. Velja þurfti úr þá tíu sem flestar tilnefningar fengu og stóð Tómas uppi sem sigurvegari, og vann hann kosninguna með yfirburðum enda vel að titlinum kominn. Hér má sjá aðra sem tilnefndir voru í kosningunni:Áhöfnin á varðskipinu Tý, björgunarsveitirnar, Gunnhildur Árnadóttir, Ingvar Óli Sigurðsson, Jóhanna Bjarndís Sævarsdóttir, Lars Lagerbäck, Steinunn Rósa Einarsdóttir og fjölskylda, Tómas Guðbjartsson og Þorsteinn Jakobsson. Tómas var gestur Reykjavík árdegis í dag og ræddi hann meðal annars störf sín á Landspítalanum, læknaverkfall og landflótta lækna. Hlýða má á viðtalið í heild í spilaranum hér fyrir ofan. Tengdar fréttir Atkvæðagreiðsla hafin: Þessi tíu koma til greina sem „Maður ársins“ Hver finnst þér eiga titilinn skilið? 22. desember 2014 14:35 Skorinn upp með plasthnífi á meðan annar hélt rifjunum í sundur "Honum var farið að blæða út og hann fer hreinlega í hjartastopp fyrir framan okkur.“ 3. desember 2014 10:45 Hjartaaðgerð Tómasar á myndbandi: „Einstök upptaka“ Það þykir kraftaverki líkast að Sebastian Andrzej Golab hafi lifað af hnífsstungu á Hverfisgötu þann 23. nóvember síðastliðinn. Upptaka náðist frá aðgerðinni sjálfri kvöldið örlagaríka. 4. desember 2014 19:53 „Tómas og hans teymi gáfust aldrei upp“ „Mér skilst að fáir hafi komið jafn slasaðir eins og ég inn á bráðamóttöku og lifað það af,“ segir Jón Gunnar Benjamínsson. 4. desember 2014 08:04 Mest lesið „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent Birti mynd af sér í páfaskrúða Erlent Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Erlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent Samfylkingin með 29 prósenta fylgi Innlent Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Innlent Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Erlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent Fleiri fréttir Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sjá meira
„Ég er mjög hrærður og þakklátur,“ sagði Tómas Guðbjartsson læknir sem var af hlustendum Vísis og Bylgjunnar kjörinn maður ársins 2014. Þegar Reykjavík árdegis náði af Tómasi tali var hann staddur í Ölpunum með fjölskyldu sinni í tilefni af afmæli sínu en hann verður fimmtugur 11.janúar næstkomandi. Hann sagðist vera afar þakklátur og sagði þetta ekki einungis viðurkenningu fyrir hann sjálfan, eða hans persónu, heldur heilbrigðiskerfið allt. „Samstarfsfólk mitt á mjög stóran, ef ekki stærstan hlut í þessu. Það má ekki gleyma heilbrigðiskerfinu öllu og velvilja fólks, og ég er mjög þakklátur fyrir það.“ Tómas er hvað þekktastur fyrir að hafa unnið ótrúlegt björgunarafrek á Landspítalanum eftir karlmaður var stunginn með hnífi í gegnum hjartað. Það þrekvirki sem Tómas og aðrir starfsmenn Landspítalans unnu er talið kraftaverki líkast og hefur vakið gríðarlega athygli. Fleiri hundruð tilnefningar hafa borist Vísi og Bylgjunni undanfarnar vikur og því nokkuð ljóst að enginn skortur er á Íslendingum sem unnið hafa glæsileg afrek og hetjudáðir á árinu sem er að líða. Velja þurfti úr þá tíu sem flestar tilnefningar fengu og stóð Tómas uppi sem sigurvegari, og vann hann kosninguna með yfirburðum enda vel að titlinum kominn. Hér má sjá aðra sem tilnefndir voru í kosningunni:Áhöfnin á varðskipinu Tý, björgunarsveitirnar, Gunnhildur Árnadóttir, Ingvar Óli Sigurðsson, Jóhanna Bjarndís Sævarsdóttir, Lars Lagerbäck, Steinunn Rósa Einarsdóttir og fjölskylda, Tómas Guðbjartsson og Þorsteinn Jakobsson. Tómas var gestur Reykjavík árdegis í dag og ræddi hann meðal annars störf sín á Landspítalanum, læknaverkfall og landflótta lækna. Hlýða má á viðtalið í heild í spilaranum hér fyrir ofan.
Tengdar fréttir Atkvæðagreiðsla hafin: Þessi tíu koma til greina sem „Maður ársins“ Hver finnst þér eiga titilinn skilið? 22. desember 2014 14:35 Skorinn upp með plasthnífi á meðan annar hélt rifjunum í sundur "Honum var farið að blæða út og hann fer hreinlega í hjartastopp fyrir framan okkur.“ 3. desember 2014 10:45 Hjartaaðgerð Tómasar á myndbandi: „Einstök upptaka“ Það þykir kraftaverki líkast að Sebastian Andrzej Golab hafi lifað af hnífsstungu á Hverfisgötu þann 23. nóvember síðastliðinn. Upptaka náðist frá aðgerðinni sjálfri kvöldið örlagaríka. 4. desember 2014 19:53 „Tómas og hans teymi gáfust aldrei upp“ „Mér skilst að fáir hafi komið jafn slasaðir eins og ég inn á bráðamóttöku og lifað það af,“ segir Jón Gunnar Benjamínsson. 4. desember 2014 08:04 Mest lesið „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent Birti mynd af sér í páfaskrúða Erlent Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Erlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent Samfylkingin með 29 prósenta fylgi Innlent Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Innlent Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Erlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent Fleiri fréttir Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sjá meira
Atkvæðagreiðsla hafin: Þessi tíu koma til greina sem „Maður ársins“ Hver finnst þér eiga titilinn skilið? 22. desember 2014 14:35
Skorinn upp með plasthnífi á meðan annar hélt rifjunum í sundur "Honum var farið að blæða út og hann fer hreinlega í hjartastopp fyrir framan okkur.“ 3. desember 2014 10:45
Hjartaaðgerð Tómasar á myndbandi: „Einstök upptaka“ Það þykir kraftaverki líkast að Sebastian Andrzej Golab hafi lifað af hnífsstungu á Hverfisgötu þann 23. nóvember síðastliðinn. Upptaka náðist frá aðgerðinni sjálfri kvöldið örlagaríka. 4. desember 2014 19:53
„Tómas og hans teymi gáfust aldrei upp“ „Mér skilst að fáir hafi komið jafn slasaðir eins og ég inn á bráðamóttöku og lifað það af,“ segir Jón Gunnar Benjamínsson. 4. desember 2014 08:04