Erlent

BitTorrent vill birta The Interview

Samúel Karl Ólason skrifar
Forsvarsmenn Bittorrent segja heimasíðu sína kjörna fyrir dreifingu The Interview.
Forsvarsmenn Bittorrent segja heimasíðu sína kjörna fyrir dreifingu The Interview. Vísir/AFP
Köllin um að kvikmyndadeild Sony birti myndina The Interview á netinu verða sífellt hærri. Lögmaður Sony hefur sagt að það verði að öllum líkindum gert, en ekki liggi fyrir hvernig verði farið að því. Framkvæmdastjóri Sony segir að engin af stóru efnisveitunum hafi stigið fram og boðist til að birta myndina.

Sjá einnig: Sony hættir við að sýna The Interview.

Forsvarsmenn síðunnar BitTorrent hafa hinsvegar gefið út að heimasíða þeirra sé kjörin fyrir dreifingu myndarinnar og hafa þeir boðið fram þjónustu sína. Þeir hafi eins og aðrir fylgst með árásinni á Sony síðustu vikur og þeir hafi fengið fyrirspurnir um hvort þeir gætu birt The Interview.

„Svarið er já. BitTorrent Bundle er í raun besta leiðin fyrir Sony til að taka aftur völdin í sínar hendur, gefa ekki undan hótunum og vera fullvissir um dreifingu myndarinnar,“ segir í tilkynningu frá BitTorrent.

Sjá einnig: Fullyrða að Norður-Kórea hafi staðið að árásinni á Sony

Með Bundle gæti Sony ákveðið verð fyrir myndina og kemur í veg fyrir að aðrir aðilar verði fyrir hótunum hryðjuverkamanna, samkvæmt tilkynningunni. BitTorrent er hinsvegar ósammála því að Sony geri The Interview aðgengilega í gegnum sjóræningjasíður.

„Það er mikilvægt að gera taka fram að sjóræningjasíður eru ekki torrentsíður. Þær eru sjóræningjasíður sem misnota torrenttækni. BitTorrent Bundle er lögleg og örugg leið fyrir Sony til að birta myndina og með því myndi fyrirtækið ganga til liðs við nærri því tuttugu þúsund höfunda og eignarréttarhafa sem þegar nýta sér Bundle.“

Samkvæmt vefnum Techchrunch hefur Sony ekki svarað BitTorrent, né hefur fyrirspurnum blaðamanna verið svarað.

Sjá einnig: Lítur á tölvuárás Norður-Kóreu sem skemmdarverk ekki árás.


Tengdar fréttir

Team America tekin úr sýningu

Kvikmyndahús ætluðu að sýna brúðumyndina í stað The Interview, en dreifingaraðili myndarinnar bannaði það.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×