„Það líður öllum vel í hjartanu núna“ Kjartan Hreinn Njálsson skrifar 22. desember 2014 19:57 Aðeins tók um hálfa klukkustund að hífa upp tólf hross sem drukknuðu í Bessastaðatjörn á dögunum en starfsmenn Íshesta og félagsmenn sameinuðust í miklu átaki þar í dag til að koma dýrunum undir mold. Við vörum viðkvæma við myndefni sem fylgir þessari frétt. Hestarnir drukknuðu þegar þeir voru á haustbeit á Bessastaðanesinu. Þeir voru á vegum hestamannafélagsins Sóta og Íshesta. Aðeins helmingur dýranna skilaði sér í smölun. Fljótlega kom í ljós aðtólf hestar höfðu drukknað þegar ísinn á Bessastaðatjörn gaf sig, líklegast í óveðrinu í síðustu viku. Eigendur hestanna sem fréttastofa ræddi við í dag og í gær eru harmi slegnir enda bindast menn hestunum oft sterkum böndum. Starfsmenn Íshesta og félagsmenn Sóta vildu losa hræin úr tjörninni sem fyrst en það þurfti að þangað til að lengsta nótt ársins var liðin. Þegar birti til um hádegisbil var ákveðið að ráðast í verkið. Hátt í þrjátíu manns, stór hluti þeirra liðsmenn Íshesta og Sóta, tóku þátt í skipulagningunni og Reykjavík Helicopters bauð fram þjónustu sína, gjaldfrjálst. Vel gekk að losa hræin úr tjörninni og það tók um hálfa klukkustund að færa þau á pall á vörubíl. „Þetta er bara ömurleg sjón,“ segir Jóhann Kolbeins, formaður hestamannafélagsins Sóta. „Og ömurlegt að vita af þeim hérna. Það er gott fyrir aðstandendur hrossanna að vita að við náðum þeim upp og að þeir fá gröf.“ Að öllum líkindum hafa hrossin lent í hrakningum í óveðrinu í síðustu viku og farið út á ísinn í leit að skjóli. Skjól er í raun hvergi að finna á Bessastaðanesinu sem er að mestu leyti flatt. Eigendur hestanna fylgdust með þegar þyrlan flutti hræin úr vökinni og ofan í flutningabíl. Verkið gekk hratt fyrir sig. Fjórir kafarar brutu sig í gegnum ísinn, því næst fóru tveir starfsmenn Íshesta ofaní vökina slógu böndum um hrossin. Einar var einn af þeim sem stjórnuðu aðgerðum á Bessastaðatjörn. Hann er umsjónarmaður hesthúsa Íshesta og átti sjálfur tvo hestanna sem drukknuðu í tjörninni. „Það er bara ánægjulegt að ná þeim upp og koma þeim undir mold,“ segir Einar Þór Jóhannsson, umsjónarmaður hesthúsa Íshesta. „Að þeir séu ekki að liggja hérna í vökinni. En svona er þetta, þaðrættist úr þessu að lokum.“ Hræin voru flutt í urðunarstöðina við Álfsnes. Harmur eigenda varir enn og hægara sagt en gert að halda gleðileg jól undir þessum kringumstæðum. „Það líður öllum vel í hjartanu núna. Hrossin eru komin upp úr vökinni og þá getum við farið að huga að því að veita þeim fallega athöfn,“ segir Jóhann og bætir við að lokum að nú verði haldin gleðileg jól: „Eða eins og við getum allavega.“ Tengdar fréttir Tólf hestar drukknuðu í Bessastaðatjörn Svo virðist sem hestarnir hafi farið út á ísinn og hann látið undan. Einar Bollason hjá Íshestum segir málið skelfilegt og að starfsmenn séu allir í losti vegna málsins. 21. desember 2014 14:07 Stefna að því að sækja hrossin á morgun Tólf hestar fundust drukknaðir í Bessastaðatjörn fyrr í dag. Hestarnir hafa farið út á ísinn einhvern síðustu daga og ísinn gefið eftir. 21. desember 2014 22:10 Mest lesið „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Innlent Engin byssa reyndist vera í bílnum Innlent Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Innlent „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Innlent Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Innlent Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Erlent Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar Innlent „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Innlent Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Innlent Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Fleiri fréttir Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Stytta opnunartíma Seltjarnarneslaugar: „Er þetta það sem við viljum spara í?“ Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Komu ferðamönnum í sjálfsheldu á Búlandstindi til aðstoðar Fylla í skörð reynslubolta Þurfti rannsóknarvinnu til að finna upplýsingar um bílastæðarukkun „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Bráðabirgðaheimild veitt fyrir Hvammsvirkjun Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Bílastæðamál, POTS, ókyrrð og íslenski hesturinn Engin byssa reyndist vera í bílnum Strætisvagnar rákust saman við Borgartún Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Svara til saka eftir tvær vikur Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Virkjanir í Skagafirði úr vernd í bið en Urriðafoss í nýtingu Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Einn handtekinn vegna gruns um íkveikju Ný Miðgarðakirkja vígð í Grímsey Dvalarleyfiskerfið „handónýtt“: Erlent verkafólk leiti í vændi til að ná endum saman Sjá meira
Aðeins tók um hálfa klukkustund að hífa upp tólf hross sem drukknuðu í Bessastaðatjörn á dögunum en starfsmenn Íshesta og félagsmenn sameinuðust í miklu átaki þar í dag til að koma dýrunum undir mold. Við vörum viðkvæma við myndefni sem fylgir þessari frétt. Hestarnir drukknuðu þegar þeir voru á haustbeit á Bessastaðanesinu. Þeir voru á vegum hestamannafélagsins Sóta og Íshesta. Aðeins helmingur dýranna skilaði sér í smölun. Fljótlega kom í ljós aðtólf hestar höfðu drukknað þegar ísinn á Bessastaðatjörn gaf sig, líklegast í óveðrinu í síðustu viku. Eigendur hestanna sem fréttastofa ræddi við í dag og í gær eru harmi slegnir enda bindast menn hestunum oft sterkum böndum. Starfsmenn Íshesta og félagsmenn Sóta vildu losa hræin úr tjörninni sem fyrst en það þurfti að þangað til að lengsta nótt ársins var liðin. Þegar birti til um hádegisbil var ákveðið að ráðast í verkið. Hátt í þrjátíu manns, stór hluti þeirra liðsmenn Íshesta og Sóta, tóku þátt í skipulagningunni og Reykjavík Helicopters bauð fram þjónustu sína, gjaldfrjálst. Vel gekk að losa hræin úr tjörninni og það tók um hálfa klukkustund að færa þau á pall á vörubíl. „Þetta er bara ömurleg sjón,“ segir Jóhann Kolbeins, formaður hestamannafélagsins Sóta. „Og ömurlegt að vita af þeim hérna. Það er gott fyrir aðstandendur hrossanna að vita að við náðum þeim upp og að þeir fá gröf.“ Að öllum líkindum hafa hrossin lent í hrakningum í óveðrinu í síðustu viku og farið út á ísinn í leit að skjóli. Skjól er í raun hvergi að finna á Bessastaðanesinu sem er að mestu leyti flatt. Eigendur hestanna fylgdust með þegar þyrlan flutti hræin úr vökinni og ofan í flutningabíl. Verkið gekk hratt fyrir sig. Fjórir kafarar brutu sig í gegnum ísinn, því næst fóru tveir starfsmenn Íshesta ofaní vökina slógu böndum um hrossin. Einar var einn af þeim sem stjórnuðu aðgerðum á Bessastaðatjörn. Hann er umsjónarmaður hesthúsa Íshesta og átti sjálfur tvo hestanna sem drukknuðu í tjörninni. „Það er bara ánægjulegt að ná þeim upp og koma þeim undir mold,“ segir Einar Þór Jóhannsson, umsjónarmaður hesthúsa Íshesta. „Að þeir séu ekki að liggja hérna í vökinni. En svona er þetta, þaðrættist úr þessu að lokum.“ Hræin voru flutt í urðunarstöðina við Álfsnes. Harmur eigenda varir enn og hægara sagt en gert að halda gleðileg jól undir þessum kringumstæðum. „Það líður öllum vel í hjartanu núna. Hrossin eru komin upp úr vökinni og þá getum við farið að huga að því að veita þeim fallega athöfn,“ segir Jóhann og bætir við að lokum að nú verði haldin gleðileg jól: „Eða eins og við getum allavega.“
Tengdar fréttir Tólf hestar drukknuðu í Bessastaðatjörn Svo virðist sem hestarnir hafi farið út á ísinn og hann látið undan. Einar Bollason hjá Íshestum segir málið skelfilegt og að starfsmenn séu allir í losti vegna málsins. 21. desember 2014 14:07 Stefna að því að sækja hrossin á morgun Tólf hestar fundust drukknaðir í Bessastaðatjörn fyrr í dag. Hestarnir hafa farið út á ísinn einhvern síðustu daga og ísinn gefið eftir. 21. desember 2014 22:10 Mest lesið „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Innlent Engin byssa reyndist vera í bílnum Innlent Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Innlent „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Innlent Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Innlent Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Erlent Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar Innlent „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Innlent Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Innlent Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Fleiri fréttir Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Stytta opnunartíma Seltjarnarneslaugar: „Er þetta það sem við viljum spara í?“ Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Komu ferðamönnum í sjálfsheldu á Búlandstindi til aðstoðar Fylla í skörð reynslubolta Þurfti rannsóknarvinnu til að finna upplýsingar um bílastæðarukkun „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Bráðabirgðaheimild veitt fyrir Hvammsvirkjun Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Bílastæðamál, POTS, ókyrrð og íslenski hesturinn Engin byssa reyndist vera í bílnum Strætisvagnar rákust saman við Borgartún Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Svara til saka eftir tvær vikur Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Virkjanir í Skagafirði úr vernd í bið en Urriðafoss í nýtingu Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Einn handtekinn vegna gruns um íkveikju Ný Miðgarðakirkja vígð í Grímsey Dvalarleyfiskerfið „handónýtt“: Erlent verkafólk leiti í vændi til að ná endum saman Sjá meira
Tólf hestar drukknuðu í Bessastaðatjörn Svo virðist sem hestarnir hafi farið út á ísinn og hann látið undan. Einar Bollason hjá Íshestum segir málið skelfilegt og að starfsmenn séu allir í losti vegna málsins. 21. desember 2014 14:07
Stefna að því að sækja hrossin á morgun Tólf hestar fundust drukknaðir í Bessastaðatjörn fyrr í dag. Hestarnir hafa farið út á ísinn einhvern síðustu daga og ísinn gefið eftir. 21. desember 2014 22:10