„Það líður öllum vel í hjartanu núna“ Kjartan Hreinn Njálsson skrifar 22. desember 2014 19:57 Aðeins tók um hálfa klukkustund að hífa upp tólf hross sem drukknuðu í Bessastaðatjörn á dögunum en starfsmenn Íshesta og félagsmenn sameinuðust í miklu átaki þar í dag til að koma dýrunum undir mold. Við vörum viðkvæma við myndefni sem fylgir þessari frétt. Hestarnir drukknuðu þegar þeir voru á haustbeit á Bessastaðanesinu. Þeir voru á vegum hestamannafélagsins Sóta og Íshesta. Aðeins helmingur dýranna skilaði sér í smölun. Fljótlega kom í ljós aðtólf hestar höfðu drukknað þegar ísinn á Bessastaðatjörn gaf sig, líklegast í óveðrinu í síðustu viku. Eigendur hestanna sem fréttastofa ræddi við í dag og í gær eru harmi slegnir enda bindast menn hestunum oft sterkum böndum. Starfsmenn Íshesta og félagsmenn Sóta vildu losa hræin úr tjörninni sem fyrst en það þurfti að þangað til að lengsta nótt ársins var liðin. Þegar birti til um hádegisbil var ákveðið að ráðast í verkið. Hátt í þrjátíu manns, stór hluti þeirra liðsmenn Íshesta og Sóta, tóku þátt í skipulagningunni og Reykjavík Helicopters bauð fram þjónustu sína, gjaldfrjálst. Vel gekk að losa hræin úr tjörninni og það tók um hálfa klukkustund að færa þau á pall á vörubíl. „Þetta er bara ömurleg sjón,“ segir Jóhann Kolbeins, formaður hestamannafélagsins Sóta. „Og ömurlegt að vita af þeim hérna. Það er gott fyrir aðstandendur hrossanna að vita að við náðum þeim upp og að þeir fá gröf.“ Að öllum líkindum hafa hrossin lent í hrakningum í óveðrinu í síðustu viku og farið út á ísinn í leit að skjóli. Skjól er í raun hvergi að finna á Bessastaðanesinu sem er að mestu leyti flatt. Eigendur hestanna fylgdust með þegar þyrlan flutti hræin úr vökinni og ofan í flutningabíl. Verkið gekk hratt fyrir sig. Fjórir kafarar brutu sig í gegnum ísinn, því næst fóru tveir starfsmenn Íshesta ofaní vökina slógu böndum um hrossin. Einar var einn af þeim sem stjórnuðu aðgerðum á Bessastaðatjörn. Hann er umsjónarmaður hesthúsa Íshesta og átti sjálfur tvo hestanna sem drukknuðu í tjörninni. „Það er bara ánægjulegt að ná þeim upp og koma þeim undir mold,“ segir Einar Þór Jóhannsson, umsjónarmaður hesthúsa Íshesta. „Að þeir séu ekki að liggja hérna í vökinni. En svona er þetta, þaðrættist úr þessu að lokum.“ Hræin voru flutt í urðunarstöðina við Álfsnes. Harmur eigenda varir enn og hægara sagt en gert að halda gleðileg jól undir þessum kringumstæðum. „Það líður öllum vel í hjartanu núna. Hrossin eru komin upp úr vökinni og þá getum við farið að huga að því að veita þeim fallega athöfn,“ segir Jóhann og bætir við að lokum að nú verði haldin gleðileg jól: „Eða eins og við getum allavega.“ Tengdar fréttir Tólf hestar drukknuðu í Bessastaðatjörn Svo virðist sem hestarnir hafi farið út á ísinn og hann látið undan. Einar Bollason hjá Íshestum segir málið skelfilegt og að starfsmenn séu allir í losti vegna málsins. 21. desember 2014 14:07 Stefna að því að sækja hrossin á morgun Tólf hestar fundust drukknaðir í Bessastaðatjörn fyrr í dag. Hestarnir hafa farið út á ísinn einhvern síðustu daga og ísinn gefið eftir. 21. desember 2014 22:10 Mest lesið Vaktin: Dómari kveður upp um refsingu Diddy Erlent Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Innlent Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Innlent Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Innlent Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Innlent Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Erlent Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Innlent Rekja andlát dóttur að hluta til samsæriskenninga móður Erlent Vann á öllum deildum leikskólans Innlent Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Erlent Fleiri fréttir Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Vann á öllum deildum leikskólans Segja Rússa heyja stríð við Vesturlönd og síðustu ævidagarnir á Grund „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“ Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sýnist komið að seinni hluta í eldsumbrotum í Sundhnúksgígaröðinni Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Varaformannsslagur í Miðflokknum: Öll vinir og „peppuð“ fyrir landsþingi Stöðfirðingum enn ráðlagt að sjóða vatn vegna mengunar Tillögurnar í leikskólamálum séu vonbrigði og uppgjöf Jörð skelfur í Krýsuvík og Þjóðaröryggisráð fundaði í morgun Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Snorri etur kappi við Bergþór og Ingibjörgu Hafnaði kæru Sameindar vegna Konukots í Ármúla Ingibjörg tekur slaginn við Bergþór Skjálftahrina við Krýsuvík og Kleifarvatn Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Bergþór vill verða varaformaður Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Rauk upp úr flugvél Jet2 Loka leikskóladeild á Stöðvarfirði vegna manneklu Nýjar tillögur falli á herðar vinnandi foreldra Eðlilegt að Ísland skoði að taka þátt Til umræðu að setja upp lokunarpósta við Fossvogsbrú Ragnhildur tekur við Kveik Blæs á sögusagnir um úthugsaða fléttu og ótti við að enda rúmliggjandi Vilja að fallið verði frá hækkun áfengisskatta Sjá meira
Aðeins tók um hálfa klukkustund að hífa upp tólf hross sem drukknuðu í Bessastaðatjörn á dögunum en starfsmenn Íshesta og félagsmenn sameinuðust í miklu átaki þar í dag til að koma dýrunum undir mold. Við vörum viðkvæma við myndefni sem fylgir þessari frétt. Hestarnir drukknuðu þegar þeir voru á haustbeit á Bessastaðanesinu. Þeir voru á vegum hestamannafélagsins Sóta og Íshesta. Aðeins helmingur dýranna skilaði sér í smölun. Fljótlega kom í ljós aðtólf hestar höfðu drukknað þegar ísinn á Bessastaðatjörn gaf sig, líklegast í óveðrinu í síðustu viku. Eigendur hestanna sem fréttastofa ræddi við í dag og í gær eru harmi slegnir enda bindast menn hestunum oft sterkum böndum. Starfsmenn Íshesta og félagsmenn Sóta vildu losa hræin úr tjörninni sem fyrst en það þurfti að þangað til að lengsta nótt ársins var liðin. Þegar birti til um hádegisbil var ákveðið að ráðast í verkið. Hátt í þrjátíu manns, stór hluti þeirra liðsmenn Íshesta og Sóta, tóku þátt í skipulagningunni og Reykjavík Helicopters bauð fram þjónustu sína, gjaldfrjálst. Vel gekk að losa hræin úr tjörninni og það tók um hálfa klukkustund að færa þau á pall á vörubíl. „Þetta er bara ömurleg sjón,“ segir Jóhann Kolbeins, formaður hestamannafélagsins Sóta. „Og ömurlegt að vita af þeim hérna. Það er gott fyrir aðstandendur hrossanna að vita að við náðum þeim upp og að þeir fá gröf.“ Að öllum líkindum hafa hrossin lent í hrakningum í óveðrinu í síðustu viku og farið út á ísinn í leit að skjóli. Skjól er í raun hvergi að finna á Bessastaðanesinu sem er að mestu leyti flatt. Eigendur hestanna fylgdust með þegar þyrlan flutti hræin úr vökinni og ofan í flutningabíl. Verkið gekk hratt fyrir sig. Fjórir kafarar brutu sig í gegnum ísinn, því næst fóru tveir starfsmenn Íshesta ofaní vökina slógu böndum um hrossin. Einar var einn af þeim sem stjórnuðu aðgerðum á Bessastaðatjörn. Hann er umsjónarmaður hesthúsa Íshesta og átti sjálfur tvo hestanna sem drukknuðu í tjörninni. „Það er bara ánægjulegt að ná þeim upp og koma þeim undir mold,“ segir Einar Þór Jóhannsson, umsjónarmaður hesthúsa Íshesta. „Að þeir séu ekki að liggja hérna í vökinni. En svona er þetta, þaðrættist úr þessu að lokum.“ Hræin voru flutt í urðunarstöðina við Álfsnes. Harmur eigenda varir enn og hægara sagt en gert að halda gleðileg jól undir þessum kringumstæðum. „Það líður öllum vel í hjartanu núna. Hrossin eru komin upp úr vökinni og þá getum við farið að huga að því að veita þeim fallega athöfn,“ segir Jóhann og bætir við að lokum að nú verði haldin gleðileg jól: „Eða eins og við getum allavega.“
Tengdar fréttir Tólf hestar drukknuðu í Bessastaðatjörn Svo virðist sem hestarnir hafi farið út á ísinn og hann látið undan. Einar Bollason hjá Íshestum segir málið skelfilegt og að starfsmenn séu allir í losti vegna málsins. 21. desember 2014 14:07 Stefna að því að sækja hrossin á morgun Tólf hestar fundust drukknaðir í Bessastaðatjörn fyrr í dag. Hestarnir hafa farið út á ísinn einhvern síðustu daga og ísinn gefið eftir. 21. desember 2014 22:10 Mest lesið Vaktin: Dómari kveður upp um refsingu Diddy Erlent Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Innlent Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Innlent Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Innlent Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Innlent Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Erlent Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Innlent Rekja andlát dóttur að hluta til samsæriskenninga móður Erlent Vann á öllum deildum leikskólans Innlent Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Erlent Fleiri fréttir Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Vann á öllum deildum leikskólans Segja Rússa heyja stríð við Vesturlönd og síðustu ævidagarnir á Grund „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“ Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sýnist komið að seinni hluta í eldsumbrotum í Sundhnúksgígaröðinni Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Varaformannsslagur í Miðflokknum: Öll vinir og „peppuð“ fyrir landsþingi Stöðfirðingum enn ráðlagt að sjóða vatn vegna mengunar Tillögurnar í leikskólamálum séu vonbrigði og uppgjöf Jörð skelfur í Krýsuvík og Þjóðaröryggisráð fundaði í morgun Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Snorri etur kappi við Bergþór og Ingibjörgu Hafnaði kæru Sameindar vegna Konukots í Ármúla Ingibjörg tekur slaginn við Bergþór Skjálftahrina við Krýsuvík og Kleifarvatn Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Bergþór vill verða varaformaður Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Rauk upp úr flugvél Jet2 Loka leikskóladeild á Stöðvarfirði vegna manneklu Nýjar tillögur falli á herðar vinnandi foreldra Eðlilegt að Ísland skoði að taka þátt Til umræðu að setja upp lokunarpósta við Fossvogsbrú Ragnhildur tekur við Kveik Blæs á sögusagnir um úthugsaða fléttu og ótti við að enda rúmliggjandi Vilja að fallið verði frá hækkun áfengisskatta Sjá meira
Tólf hestar drukknuðu í Bessastaðatjörn Svo virðist sem hestarnir hafi farið út á ísinn og hann látið undan. Einar Bollason hjá Íshestum segir málið skelfilegt og að starfsmenn séu allir í losti vegna málsins. 21. desember 2014 14:07
Stefna að því að sækja hrossin á morgun Tólf hestar fundust drukknaðir í Bessastaðatjörn fyrr í dag. Hestarnir hafa farið út á ísinn einhvern síðustu daga og ísinn gefið eftir. 21. desember 2014 22:10