„Það líður öllum vel í hjartanu núna“ Kjartan Hreinn Njálsson skrifar 22. desember 2014 19:57 Aðeins tók um hálfa klukkustund að hífa upp tólf hross sem drukknuðu í Bessastaðatjörn á dögunum en starfsmenn Íshesta og félagsmenn sameinuðust í miklu átaki þar í dag til að koma dýrunum undir mold. Við vörum viðkvæma við myndefni sem fylgir þessari frétt. Hestarnir drukknuðu þegar þeir voru á haustbeit á Bessastaðanesinu. Þeir voru á vegum hestamannafélagsins Sóta og Íshesta. Aðeins helmingur dýranna skilaði sér í smölun. Fljótlega kom í ljós aðtólf hestar höfðu drukknað þegar ísinn á Bessastaðatjörn gaf sig, líklegast í óveðrinu í síðustu viku. Eigendur hestanna sem fréttastofa ræddi við í dag og í gær eru harmi slegnir enda bindast menn hestunum oft sterkum böndum. Starfsmenn Íshesta og félagsmenn Sóta vildu losa hræin úr tjörninni sem fyrst en það þurfti að þangað til að lengsta nótt ársins var liðin. Þegar birti til um hádegisbil var ákveðið að ráðast í verkið. Hátt í þrjátíu manns, stór hluti þeirra liðsmenn Íshesta og Sóta, tóku þátt í skipulagningunni og Reykjavík Helicopters bauð fram þjónustu sína, gjaldfrjálst. Vel gekk að losa hræin úr tjörninni og það tók um hálfa klukkustund að færa þau á pall á vörubíl. „Þetta er bara ömurleg sjón,“ segir Jóhann Kolbeins, formaður hestamannafélagsins Sóta. „Og ömurlegt að vita af þeim hérna. Það er gott fyrir aðstandendur hrossanna að vita að við náðum þeim upp og að þeir fá gröf.“ Að öllum líkindum hafa hrossin lent í hrakningum í óveðrinu í síðustu viku og farið út á ísinn í leit að skjóli. Skjól er í raun hvergi að finna á Bessastaðanesinu sem er að mestu leyti flatt. Eigendur hestanna fylgdust með þegar þyrlan flutti hræin úr vökinni og ofan í flutningabíl. Verkið gekk hratt fyrir sig. Fjórir kafarar brutu sig í gegnum ísinn, því næst fóru tveir starfsmenn Íshesta ofaní vökina slógu böndum um hrossin. Einar var einn af þeim sem stjórnuðu aðgerðum á Bessastaðatjörn. Hann er umsjónarmaður hesthúsa Íshesta og átti sjálfur tvo hestanna sem drukknuðu í tjörninni. „Það er bara ánægjulegt að ná þeim upp og koma þeim undir mold,“ segir Einar Þór Jóhannsson, umsjónarmaður hesthúsa Íshesta. „Að þeir séu ekki að liggja hérna í vökinni. En svona er þetta, þaðrættist úr þessu að lokum.“ Hræin voru flutt í urðunarstöðina við Álfsnes. Harmur eigenda varir enn og hægara sagt en gert að halda gleðileg jól undir þessum kringumstæðum. „Það líður öllum vel í hjartanu núna. Hrossin eru komin upp úr vökinni og þá getum við farið að huga að því að veita þeim fallega athöfn,“ segir Jóhann og bætir við að lokum að nú verði haldin gleðileg jól: „Eða eins og við getum allavega.“ Tengdar fréttir Tólf hestar drukknuðu í Bessastaðatjörn Svo virðist sem hestarnir hafi farið út á ísinn og hann látið undan. Einar Bollason hjá Íshestum segir málið skelfilegt og að starfsmenn séu allir í losti vegna málsins. 21. desember 2014 14:07 Stefna að því að sækja hrossin á morgun Tólf hestar fundust drukknaðir í Bessastaðatjörn fyrr í dag. Hestarnir hafa farið út á ísinn einhvern síðustu daga og ísinn gefið eftir. 21. desember 2014 22:10 Mest lesið „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Erlent Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Innlent „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Innlent Stebbi í Lúdó látinn Innlent „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Erlent Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Innlent Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða Innlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Fleiri fréttir Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Sjá meira
Aðeins tók um hálfa klukkustund að hífa upp tólf hross sem drukknuðu í Bessastaðatjörn á dögunum en starfsmenn Íshesta og félagsmenn sameinuðust í miklu átaki þar í dag til að koma dýrunum undir mold. Við vörum viðkvæma við myndefni sem fylgir þessari frétt. Hestarnir drukknuðu þegar þeir voru á haustbeit á Bessastaðanesinu. Þeir voru á vegum hestamannafélagsins Sóta og Íshesta. Aðeins helmingur dýranna skilaði sér í smölun. Fljótlega kom í ljós aðtólf hestar höfðu drukknað þegar ísinn á Bessastaðatjörn gaf sig, líklegast í óveðrinu í síðustu viku. Eigendur hestanna sem fréttastofa ræddi við í dag og í gær eru harmi slegnir enda bindast menn hestunum oft sterkum böndum. Starfsmenn Íshesta og félagsmenn Sóta vildu losa hræin úr tjörninni sem fyrst en það þurfti að þangað til að lengsta nótt ársins var liðin. Þegar birti til um hádegisbil var ákveðið að ráðast í verkið. Hátt í þrjátíu manns, stór hluti þeirra liðsmenn Íshesta og Sóta, tóku þátt í skipulagningunni og Reykjavík Helicopters bauð fram þjónustu sína, gjaldfrjálst. Vel gekk að losa hræin úr tjörninni og það tók um hálfa klukkustund að færa þau á pall á vörubíl. „Þetta er bara ömurleg sjón,“ segir Jóhann Kolbeins, formaður hestamannafélagsins Sóta. „Og ömurlegt að vita af þeim hérna. Það er gott fyrir aðstandendur hrossanna að vita að við náðum þeim upp og að þeir fá gröf.“ Að öllum líkindum hafa hrossin lent í hrakningum í óveðrinu í síðustu viku og farið út á ísinn í leit að skjóli. Skjól er í raun hvergi að finna á Bessastaðanesinu sem er að mestu leyti flatt. Eigendur hestanna fylgdust með þegar þyrlan flutti hræin úr vökinni og ofan í flutningabíl. Verkið gekk hratt fyrir sig. Fjórir kafarar brutu sig í gegnum ísinn, því næst fóru tveir starfsmenn Íshesta ofaní vökina slógu böndum um hrossin. Einar var einn af þeim sem stjórnuðu aðgerðum á Bessastaðatjörn. Hann er umsjónarmaður hesthúsa Íshesta og átti sjálfur tvo hestanna sem drukknuðu í tjörninni. „Það er bara ánægjulegt að ná þeim upp og koma þeim undir mold,“ segir Einar Þór Jóhannsson, umsjónarmaður hesthúsa Íshesta. „Að þeir séu ekki að liggja hérna í vökinni. En svona er þetta, þaðrættist úr þessu að lokum.“ Hræin voru flutt í urðunarstöðina við Álfsnes. Harmur eigenda varir enn og hægara sagt en gert að halda gleðileg jól undir þessum kringumstæðum. „Það líður öllum vel í hjartanu núna. Hrossin eru komin upp úr vökinni og þá getum við farið að huga að því að veita þeim fallega athöfn,“ segir Jóhann og bætir við að lokum að nú verði haldin gleðileg jól: „Eða eins og við getum allavega.“
Tengdar fréttir Tólf hestar drukknuðu í Bessastaðatjörn Svo virðist sem hestarnir hafi farið út á ísinn og hann látið undan. Einar Bollason hjá Íshestum segir málið skelfilegt og að starfsmenn séu allir í losti vegna málsins. 21. desember 2014 14:07 Stefna að því að sækja hrossin á morgun Tólf hestar fundust drukknaðir í Bessastaðatjörn fyrr í dag. Hestarnir hafa farið út á ísinn einhvern síðustu daga og ísinn gefið eftir. 21. desember 2014 22:10 Mest lesið „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Erlent Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Innlent „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Innlent Stebbi í Lúdó látinn Innlent „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Erlent Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Innlent Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða Innlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Fleiri fréttir Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Sjá meira
Tólf hestar drukknuðu í Bessastaðatjörn Svo virðist sem hestarnir hafi farið út á ísinn og hann látið undan. Einar Bollason hjá Íshestum segir málið skelfilegt og að starfsmenn séu allir í losti vegna málsins. 21. desember 2014 14:07
Stefna að því að sækja hrossin á morgun Tólf hestar fundust drukknaðir í Bessastaðatjörn fyrr í dag. Hestarnir hafa farið út á ísinn einhvern síðustu daga og ísinn gefið eftir. 21. desember 2014 22:10