Fótbolti

Ólafur Ingi og félagar töpuðu á heimavelli

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Ólafur Ingi (t.v.) lék allan leikinn fyrir Zulte-Waregem í dag.
Ólafur Ingi (t.v.) lék allan leikinn fyrir Zulte-Waregem í dag. vísir/getty
Ólafur Ingi Skúlason lék allan leikinn fyrir Zulte-Waregem sem tapaði fyrir Sporting Charleroi á heimavelli í belgísku úrvalsdeildinni í fótbolta í dag.

Karel Geraerts kom Charleroi yfir á 37. mínútu og Cedric Fauré tvöfaldaði forskotið á 49. mínútu.

Mohamed Messoudi minnkaði muninn úr vítaspyrnu á 67. mínútu, áður en Neeskens Kebano kláraði leikinn tveimur mínútum fyrir leikslok.

Ólafur Ingi og félagar eru í 11. sæti deildarinnar með 25 stig eftir 21 leik.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×