Enski boltinn

Monk: Mistökin voru dýr

Shelvey skorar hér glæsilegt sjálfsmark.
Shelvey skorar hér glæsilegt sjálfsmark. vísir/getty
Garry Monk, stjóri Swansea, var ekkert allt of ósáttur við leik sinna manna í kvöld þó svo það hafi tapað 4-1 gegn Liverpool.

„Mér fannst við spila ágætlega. Við vorum meira með boltann og sköpuðum okkur færi. Mistökin voru okkur dýr. Manni er refsað í svona sterkri deild," sagði Monk en hans menn skoruðu sjálfsmark og svo sparkaði Fabianski markvörður í Lallana og þaðan fór boltinn í netið.

„Fabianski hefur verið frábær í vetur en það gera allir leikmenn mistök. Liðið tapar sem heild. Ég hef ekki séð sjálfsmarkið hjá Shelvey aftur þannig að ég ætla ekki að tjá mig um það."


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×