Innlent

Sigmundur bauð Malölu til Íslands

Samúel Karl Ólason skrifar
„Fáum væri skemmtilegra að bæta í hóp Íslandsvina,“ segir Sigmundur.
„Fáum væri skemmtilegra að bæta í hóp Íslandsvina,“ segir Sigmundur. Vísir/AFP/Daníel
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, forsætisráðherra Íslands, var nýbúinn að bjóða Malölu Yousafzai til Íslands, þegar tilkynnt var að hún hefði unnið til friðarverðlauna Nóbels. Sigmundur segir frá þessu á Facebook síðu sinni, en Malala fékk verðlaunin afhent í dag.

„Það var gaman að sjá Malölu Yousafzai taka við friðarverðlaunum Nóbels í dag og hlusta á hvetjandi ræðu,“ segir Sigmundur.

Hann segir ekki raunhæft að Malala komi til landsins á næstunni, en vonandi nái hún að heimsækja Ísland einhvern tímann.

„Fáum væri skemmtilegra að bæta í hóp Íslandsvina.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×