Enski boltinn

QPR í jólaskapi í nýju myndbandi

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
QPR er í harðri botnbaráttu í ensku úrvalsdeildinni og varðist nýlega fregna af því að slagsmál hafi brotist út í jólahlaðborði félagsins.

En miðað við meðfylgjandi myndband er greinilegt að bæði leikmenn og þjálfarar, þeirra á meðal knattspyrnustjórinn Harry Redknapp, eru í hátíðarskapi.

Eins og sjá má sungu þeir með jólaslagaranum Marry Xmas Everybody með hljómsveitinni Slade með hreint ágætum árangri.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×