Þessi 24 lið komust áfram í Evrópudeildinni Tómas Þór Þórðarson skrifar 11. desember 2014 11:46 Napoli-menn fagna. vísir/getty Fyrri hluta leikja kvöldsins í lokaumferð riðlakeppni Evrópudeildar UEFA í knattspyrnu er lokið og hafa tólf lið unnið sér inn farseðil í 32 liða úrslitin. Í A-riðli tryggði Borussia Mönchengladbach sér sigur í riðlinum með því að leggja FC Zürich, 3-0, á heimavelli í kvöld. Villareal þurfti að treysta á að Borussia myndi misstíga sig, en það gerðist ekki. Spænska liðið vann sinn leik gegn Apollon, 2-0, og hafnar í öðru sæti. Rúrik Gíslason var ekki í leikmannahópi FCK sem fékk skell á heimavelli gegn Tórínó, 1-5. FCK endaði í neðsta sæti riðilsins en Club Brugge vinnur hann. Belgarnir lögðu HJK frá Finnlandi, 2-1, í kvöld. Tórínó fer einnig í 16 liða úrslitin sem liðið í öðru sæti B-riðils. Tottenham varð af fyrsta sæti C-riðils þegar það tapaði fyrir Besiktas, 1-0, á útivelli í kvöld. Sá leikur endaði seinna en hinir vegna bilunnar í flóðljósakerfi vallarins. Besiktas tryggði sér sigur í riðlinum með sigrinum í kvöld. Red Bull Salzburg vann 5-1 sigur á Astra í kvöld og rúllaði yfir D-riðilinn. Austuríska liðið innbyrti 16 stig af 18 mögulegum, en skoska liðið Celtic náði öðru sætinu. Celtic tapaði í kvöld en það kom ekki að sök. Rússneska liðið Dinamo Mosvka vinnur E-riðilinn, en það hafði betur gegn PSV á útivelli í kvöld. Rússarnir fengu fullt hús eða 18 stig þrátt fyrir að skora aðeins níu mörk. PSV var öruggt um annað sætið fyrir leikinn. Inter er svo sigurvegari F-riðils eins og var ljóst fyrir kvöldið, en liðið gerði markalaust jafntefli við Karabakh í kvöld á útivell. Dnipropetrovsk vann 1-0 heimasigur á St. Étienne í úrslitaleik um annað sætið og fer í 16 liða úrslitin. Hægt er að smella á leikina hér fyrir neðan til að sjá markaskorara.Liðin sem komust áfram úr leikjunum sem hófust klukkan 18:00 Borussia Mönchengladbach, Villareal, Tórínó, Club Brugge, Tottenham, Besiktas, Red Bull Salzburg, Celtic, Dinamo Mosvka, PSV Eindhoven, Inter, og Dnipropetrovsk. Feyenoord og Sevilla fara upp úr G-riðlinum, en hollenska liðið vann riðilinn með því að leggja Rikjeka, 1-0, að velli í kvöld. Feyenoord vann Standard Liege á útivelli og hafnar í öðru sætinu. Everton var búið að tryggja sér sigur í H-riðli fyrir kvöldið og tapaði fyrir Krasnodar, 1-0. Wolfsburg vann Lille, 3-0, á útivelli í úrslitaleik um annað sætið. Í I-riðli fagnaði Napoli sigri með því að leggja Slovan Bratislava, 3-0, á heimavelli og Young Boys frá Sviss fylgja Ítölunum í 32 liða úrslitin, en það vann Spörtu frá Prag, 2-0. Allt var klárt í J-riðli fyrir kvöldið þar sem Dynamo Kiev fer áfram sem sigurvegari riðilsins en það innbyrti 15 stig af 18. Danmerkurmeistarar Álaborgar komust áfram á níu stigum þrátt fyrir 2-0 tap í Portúgal í kvöld. Fiorentina vinnur K-riðilinn þrátt fyrir tap gegn Dinamo Minsk, 1-2, í kvöld og Guingamp fylgir því í 32 liða úrslitin, en franska liðið vann PAOK, 2-1, á útivelli í úrslitaleik. Legía Varsjá vann svo Trabzonspor frá Tyrklandi, 2-0, í kvöld og fagnar sigri í L-riðli. Tyrkirnir voru öruggir með annað sætið þannig Lokeren og Metalist sitja eftir.Liðin sem eru komin áfram eftir riðlakeppnina: Borussia Mönchengladbach, Villareal, Tórínó, Club Brugge, Tottenham, Besiktas, Red Bull Salzburg, Celtic, Dinamo Mosvka, PSV Eindhoven, Inter, Dnipropetrovsk, Feyenoord, Sevilla, Everton, Wolfsburg, Napoli, Young Boys, Dynamo Kiev, Álaborg, Fiorentina, Guingamp, Legía Varsjá og Trabzonspor.Liðin átta sem koma úr Meistaradeildinni: Olympiacos, Liverpool, Zenit, Anderlecht, Roma, Ajax, Sporting og Athletic Bilbao. Evrópudeild UEFA Mest lesið Sterkasta kona heims svipt titlinum þegar í ljós kom að hún fæddist karlkyns Sport Margt jákvætt en þýska stálið refsaði Handbolti „Meira vesen fyrir manninn sem hefur ekki hoppað yfir símaskrá“ Sport Dæmd í langt bann fyrir að leyna því hvar hún væri Sport Fiskur og rauðvín í Barcelona í skugga sögusagna: „Best að segja sem minnst“ Handbolti Atli kveður KR og flytur norður Íslenski boltinn „Það helsta sem ég sakna við Þýskaland“ Handbolti Skjótur bati Janusar: „Tel mig heppinn að ekki hafi farið verr“ Handbolti Þurftu að biðjast afsökunar á framkomu áhrifavalds í bikardrætti Enski boltinn Ætla að senda skýr skilaboð gegn Íslandi og gætu fengið vænan bónus Handbolti Fleiri fréttir Sjáðu mark númer tvö hjá Viktori í Meistaradeildinni Þurftu að biðjast afsökunar á framkomu áhrifavalds í bikardrætti FCK - Kairat | Hvað gerir Viktor gegn Kasökum? Svona var fundur Blika fyrir slaginn við Loga og félaga Estevao hangir ekki í símanum Atli kveður KR og flytur norður Fantasýn: Hefði átt að hlusta á fáránlegu rökin sín „Eins og vanvirðing og skilur ekkert eftir sig nema vont bragð“ Refur á vappi um Brúna minnti á Atla Sjáðu öll mörkin: Magnaður Estevao, 36 ára Auba og McTominay í stuði Rifjuðu upp sögu af formanni KSÍ og slagsmál Dyer og Bowyer Drama í Noregi og 36 ára Auba sá um Newcastle Gjörbreytt lið City mátti þola sitt fyrsta tap Spænski risinn grátt leikinn og Estevao vann uppgjör ungstirnanna Slot kennir sjálfum sér um eftir „fáránlegt“ gengi Skildu Ajax-menn eina eftir án stiga á botni Meistaradeildarinnar Flokkarnir fyrir HM-drátt: Leiðin gerð svo að fjögur bestu mætist seint Ronaldo slapp við bann á HM Theodór Elmar hættur hjá KR Yfir sig ánægður með Rashford: „Hann er síbrosandi“ Sjáðu bestu vörslur Pickfords gegn United „Sem fagmaður frábær en ennþá betri vinur“ Íslensku stelpurnar hjá Inter báðar í liði umferðarinnar Fannst ferlega erfitt að horfa á Isak: „Gjörsamlega ósýnilegur“ Gueye biðst afsökunar: „Ekkert réttlætir svona hegðun“ Moyes kastaði kveðju á vini sína á Íslandi eftir viðtal við Hjörvar „Salah talar bara þegar hann vantar nýjan samning“ Sjáðu markið, rauða spjaldið og púðurskot United í sögulegum sigri Everton Amorim við Hjörvar: Ég og liðið áttum þetta baul skilið United afþakkaði glórulausa gjöf Gueye Sjá meira
Fyrri hluta leikja kvöldsins í lokaumferð riðlakeppni Evrópudeildar UEFA í knattspyrnu er lokið og hafa tólf lið unnið sér inn farseðil í 32 liða úrslitin. Í A-riðli tryggði Borussia Mönchengladbach sér sigur í riðlinum með því að leggja FC Zürich, 3-0, á heimavelli í kvöld. Villareal þurfti að treysta á að Borussia myndi misstíga sig, en það gerðist ekki. Spænska liðið vann sinn leik gegn Apollon, 2-0, og hafnar í öðru sæti. Rúrik Gíslason var ekki í leikmannahópi FCK sem fékk skell á heimavelli gegn Tórínó, 1-5. FCK endaði í neðsta sæti riðilsins en Club Brugge vinnur hann. Belgarnir lögðu HJK frá Finnlandi, 2-1, í kvöld. Tórínó fer einnig í 16 liða úrslitin sem liðið í öðru sæti B-riðils. Tottenham varð af fyrsta sæti C-riðils þegar það tapaði fyrir Besiktas, 1-0, á útivelli í kvöld. Sá leikur endaði seinna en hinir vegna bilunnar í flóðljósakerfi vallarins. Besiktas tryggði sér sigur í riðlinum með sigrinum í kvöld. Red Bull Salzburg vann 5-1 sigur á Astra í kvöld og rúllaði yfir D-riðilinn. Austuríska liðið innbyrti 16 stig af 18 mögulegum, en skoska liðið Celtic náði öðru sætinu. Celtic tapaði í kvöld en það kom ekki að sök. Rússneska liðið Dinamo Mosvka vinnur E-riðilinn, en það hafði betur gegn PSV á útivelli í kvöld. Rússarnir fengu fullt hús eða 18 stig þrátt fyrir að skora aðeins níu mörk. PSV var öruggt um annað sætið fyrir leikinn. Inter er svo sigurvegari F-riðils eins og var ljóst fyrir kvöldið, en liðið gerði markalaust jafntefli við Karabakh í kvöld á útivell. Dnipropetrovsk vann 1-0 heimasigur á St. Étienne í úrslitaleik um annað sætið og fer í 16 liða úrslitin. Hægt er að smella á leikina hér fyrir neðan til að sjá markaskorara.Liðin sem komust áfram úr leikjunum sem hófust klukkan 18:00 Borussia Mönchengladbach, Villareal, Tórínó, Club Brugge, Tottenham, Besiktas, Red Bull Salzburg, Celtic, Dinamo Mosvka, PSV Eindhoven, Inter, og Dnipropetrovsk. Feyenoord og Sevilla fara upp úr G-riðlinum, en hollenska liðið vann riðilinn með því að leggja Rikjeka, 1-0, að velli í kvöld. Feyenoord vann Standard Liege á útivelli og hafnar í öðru sætinu. Everton var búið að tryggja sér sigur í H-riðli fyrir kvöldið og tapaði fyrir Krasnodar, 1-0. Wolfsburg vann Lille, 3-0, á útivelli í úrslitaleik um annað sætið. Í I-riðli fagnaði Napoli sigri með því að leggja Slovan Bratislava, 3-0, á heimavelli og Young Boys frá Sviss fylgja Ítölunum í 32 liða úrslitin, en það vann Spörtu frá Prag, 2-0. Allt var klárt í J-riðli fyrir kvöldið þar sem Dynamo Kiev fer áfram sem sigurvegari riðilsins en það innbyrti 15 stig af 18. Danmerkurmeistarar Álaborgar komust áfram á níu stigum þrátt fyrir 2-0 tap í Portúgal í kvöld. Fiorentina vinnur K-riðilinn þrátt fyrir tap gegn Dinamo Minsk, 1-2, í kvöld og Guingamp fylgir því í 32 liða úrslitin, en franska liðið vann PAOK, 2-1, á útivelli í úrslitaleik. Legía Varsjá vann svo Trabzonspor frá Tyrklandi, 2-0, í kvöld og fagnar sigri í L-riðli. Tyrkirnir voru öruggir með annað sætið þannig Lokeren og Metalist sitja eftir.Liðin sem eru komin áfram eftir riðlakeppnina: Borussia Mönchengladbach, Villareal, Tórínó, Club Brugge, Tottenham, Besiktas, Red Bull Salzburg, Celtic, Dinamo Mosvka, PSV Eindhoven, Inter, Dnipropetrovsk, Feyenoord, Sevilla, Everton, Wolfsburg, Napoli, Young Boys, Dynamo Kiev, Álaborg, Fiorentina, Guingamp, Legía Varsjá og Trabzonspor.Liðin átta sem koma úr Meistaradeildinni: Olympiacos, Liverpool, Zenit, Anderlecht, Roma, Ajax, Sporting og Athletic Bilbao.
Evrópudeild UEFA Mest lesið Sterkasta kona heims svipt titlinum þegar í ljós kom að hún fæddist karlkyns Sport Margt jákvætt en þýska stálið refsaði Handbolti „Meira vesen fyrir manninn sem hefur ekki hoppað yfir símaskrá“ Sport Dæmd í langt bann fyrir að leyna því hvar hún væri Sport Fiskur og rauðvín í Barcelona í skugga sögusagna: „Best að segja sem minnst“ Handbolti Atli kveður KR og flytur norður Íslenski boltinn „Það helsta sem ég sakna við Þýskaland“ Handbolti Skjótur bati Janusar: „Tel mig heppinn að ekki hafi farið verr“ Handbolti Þurftu að biðjast afsökunar á framkomu áhrifavalds í bikardrætti Enski boltinn Ætla að senda skýr skilaboð gegn Íslandi og gætu fengið vænan bónus Handbolti Fleiri fréttir Sjáðu mark númer tvö hjá Viktori í Meistaradeildinni Þurftu að biðjast afsökunar á framkomu áhrifavalds í bikardrætti FCK - Kairat | Hvað gerir Viktor gegn Kasökum? Svona var fundur Blika fyrir slaginn við Loga og félaga Estevao hangir ekki í símanum Atli kveður KR og flytur norður Fantasýn: Hefði átt að hlusta á fáránlegu rökin sín „Eins og vanvirðing og skilur ekkert eftir sig nema vont bragð“ Refur á vappi um Brúna minnti á Atla Sjáðu öll mörkin: Magnaður Estevao, 36 ára Auba og McTominay í stuði Rifjuðu upp sögu af formanni KSÍ og slagsmál Dyer og Bowyer Drama í Noregi og 36 ára Auba sá um Newcastle Gjörbreytt lið City mátti þola sitt fyrsta tap Spænski risinn grátt leikinn og Estevao vann uppgjör ungstirnanna Slot kennir sjálfum sér um eftir „fáránlegt“ gengi Skildu Ajax-menn eina eftir án stiga á botni Meistaradeildarinnar Flokkarnir fyrir HM-drátt: Leiðin gerð svo að fjögur bestu mætist seint Ronaldo slapp við bann á HM Theodór Elmar hættur hjá KR Yfir sig ánægður með Rashford: „Hann er síbrosandi“ Sjáðu bestu vörslur Pickfords gegn United „Sem fagmaður frábær en ennþá betri vinur“ Íslensku stelpurnar hjá Inter báðar í liði umferðarinnar Fannst ferlega erfitt að horfa á Isak: „Gjörsamlega ósýnilegur“ Gueye biðst afsökunar: „Ekkert réttlætir svona hegðun“ Moyes kastaði kveðju á vini sína á Íslandi eftir viðtal við Hjörvar „Salah talar bara þegar hann vantar nýjan samning“ Sjáðu markið, rauða spjaldið og púðurskot United í sögulegum sigri Everton Amorim við Hjörvar: Ég og liðið áttum þetta baul skilið United afþakkaði glórulausa gjöf Gueye Sjá meira