Innlent

Sex metra hár jólasveinn í Vík í Mýrdal

Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar
Mynd/Reynir Örn
„Jú, jú, Sveinki hefur vakið mikla athygli hér í Vík,  margir hafa gaman af fá sér bíltúra til að skoða jólasveininn, en hann þolir ekki mikið rok, enda stór og tekur vel á sig“, segir Reynir Örn Eyþórsson í Vík í Mýrdal þegar hann var spurður hvort nýi jólasveininn hans vekti ekki mikla athygli þorpsbúa.

Reynir býr í húsinu við Austurveg 13, ásamt Sæunni Sigurlaugsdóttur. Þau keyptu jólasveininn 3. desember frá Bandaríkjunum í gegnum Ebay  og settu hann fljótlega upp. Sveinki er sex metrar á hæð og kemur frá framleiðandanum Gemmy Industries. Reynir Örn tók meðfylgjandi myndir af risa jólasveinunum í Vík.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×