Enski boltinn

Ætlar Liverpool að klófesta Torres?

Fernando Torres hefur lítið getað í þessum búningi.
Fernando Torres hefur lítið getað í þessum búningi. vísir/getty
Fernando Torres gæti verið á leið aftur í enska boltann þar sem AC Milan virðist ekki hafa áhuga á því að nýta krafta hans áfram.

Spænski framherjinn er á tveggja ára lánssamningi frá Chelsea. Það hefur ekki gengið sem skildi hjá Milan frekar en hjá Chelsea því Torres er aðeins búinn að skora eitt mark í vetur.

Chelsea hefur engan áhuga á því að fá Torres aftur í sitt lið og því verður að lána hann annað í janúar ef Milan sendir hann til baka.

Hans gamla félag, Atletico Madrid, hefur heldur ekki áhuga á honum en Liverpool gæti mögulega haft áhuga enda framherjakrísa á þeim bænum. Hvort Torres sé svarið við bænum manna á Anfield er svo önnur saga.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×