Enski boltinn

Reid falur á 20 milljónir punda

Reid kann að spila og horfa á ljósmyndarann á sama tíma. Hæfileikaríkur.
Reid kann að spila og horfa á ljósmyndarann á sama tíma. Hæfileikaríkur. vísir/getty
Sam Allardyce, stjóri West Ham, ætlar ekki að selja varnarmanninn Winston Reid á neinu tombóluverði.

Reid er að verða samningslaus næsta sumar og Allardyce hefur engan áhuga á því að selja hann í janúar. Hann vill frekar missa hann án greiðslu næsta sumar.

West Ham hefur slegið í gegn í vetur í enska boltanum og Reid er mikilvægur hlekkur í þeirra liði.

„Hann er ekki að fara neitt. Ekki nema einhver bjóði í kringum 20 milljónir punda í hann. Þá er lítið sem ég get gert," sagði Allardyce.

Stjórinn segir að það sé mikið í húfi í baráttunni um sæti í Evrópukeppni og því geti West Ham grætt á því að halda honum og missa síðan án greiðslu ef hann fæst ekki til þess að framlengja.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×