Innlent

Gullfallegur himinn yfir Reykjavík

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
"Ó borg mín borg,“ söng Haukur Morthens heitinn.
"Ó borg mín borg,“ söng Haukur Morthens heitinn. Vísir/Vilhelm
Himinninn skartaði sínu fegusta í morgun þegar falleg blanda af bleikum og bláum lit sveif yfir höfuðborgarsvæðinu.

Líkt og sjá má á myndinni að ofan tóku Hallgrímskirkja og Þingholtin sig vel út í litadýrðinni þegar Vilhelm Gunnarsson, ljósmyndari Fréttablaðsins og Vísis, átti leið hjá höfninni í Reykjavík.

Náðir þú fallegum myndum af himninum í morgun á höfuðborgarsvæðinu eða annars staðar á landinu? Sendu okkur myndina og við birtum hana hér á Vísi.

Netfangið er: ritstjorn@visir.is

Hér að neðan má sjá myndir sem sendar hafa verið á Vísi. Þá tók Björn Gíslason, kynningar- og vefritstjóri Háskóla Íslands, þessar fallegu myndir í dag.

mynd/Geirþrúður Ósk Geirsdóttir
mynd/Róslín Alma Valdemarsdóttir
Mynd/Hrönn Þorkelsdóttir
Útsýnið frá Háskóla ÍslandsMynd/Björn Gíslason



Fleiri fréttir

Sjá meira


×