Innlent

Ellefu lögreglukonur útskrifaðar

Aðalsteinn Kjartansson skrifar
Flestir eru komnir með starf hjá lögreglunni.
Flestir eru komnir með starf hjá lögreglunni. Vísir/innanríkisráðuneytið
Ellefu konur útskrifuðust í gær úr Lögregluskóla ríkisins. Fjórir karlar útskrifuðust. Hlutfall kvenna í lögreglunni hefur lengi verið í deiglunni en það er nú um 13 prósent.

Nýju lögregluþjónarnir hafa flestir þegar verið ráðnir sem lögreglumenn en einn hefur verið ráðinn til Landhelgisgæslunnar. Þetta kemur fram á vef innanríkisráðuneytisins.

Ólöf Nordal, nýskipaður innanríkisráðherra, lýsti ánægju sinni með hlutfall kvenna í útskriftarhópnum í ávarpi sem hún flutti við útskriftarathöfnina. Þar sagði hún hópinn eiga í vændum vandasamt og mikilvægt starf sem væri líka þakklátt.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×