Innlent

Heita vatnið farið að streyma á Akranesi

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Fólki á Akranesi er bent á að skrúafa fyrir heitavatnskrana.
Fólki á Akranesi er bent á að skrúafa fyrir heitavatnskrana. Vísir/Getty
Starfsmenn Orkuveitunnar hafa lokið viðgerð á tveimur bilunum, sem urðu á Deildartunguæðinni í gærkvöldi og í nótt. Heitt vatn er farið að streyma til Akraness á ný en búast má við lægri þrýstingi í dag.

Starfsfólk Orkuveitunnar biðst velvirðingar á óþægindum sem þetta olli.

Á næstu vikum verður tekinn í notkun nýr heitavatnsgeymir á Akranesi og á tilkoma hans að draga úr hættu á heitavatnsleysi í bænum þegar gera þarf við eða sinna endurnýjun aðveituæðarinnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×