Lífið

Trúir ekki þeim sem saka eiginmanninn um kynferðisbrot

Lilja Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Hjónin hlæja.
Hjónin hlæja. vísir/ap

Camille Cosby, eiginkona Bill Cosby, sendi fréttastofunni CBS News yfirlýsingu í gær. Í yfirlýsingunni segist hún styðja eiginmann sinn en meira en tuttugu konur hafa sakað hann um að brjóta gegn sér kynferðislega síðustu vikur.



„Ég kynntist eiginmanni mínum, Bill Cosby, árið 1963 og við giftum okkur árið 1964. Maður sem ég kynntist og varð ástfangin af og sem ég elska enn er maðurinn sem þið þekkið í gegnum starf hans. Hann er góður maður, örlátur maður, fyndinn maður og yndislegur eiginmaður, faðir og vinur. Hann er maðurinn sem þið hélduð að þið þekktuð,“ skrifar Camille. Hún vísar ásökunum kvennanna á bug.



„Annar maður hefur verið sýndur í fjölmiðlum síðustu tvo mánuði. Það er mynd af manni sem ég þekki ekki. Það er einnig mynd sem er máluð af einstaklingum og samtökum sem blaðamenn hafa gefið greiðan aðgang í fjölmiðla. Það virðist ekkert vera ritskoðað áður en sögur þeirra sem ásaka mann minn eru birtar eða settar í loftið. Ásakanir eru birtar og fara strax eins og eldur um sinu um internetið.“



Meðal kvenna sem hafa haldið því fram að Cosby hafi beitt þær kynferðislegu ofbeldi eru ofurfyrirsæturnar Janice Dickinson og Beverly Johnson. Camille trúir ekki sögum þeirra.



„Enginn af okkur vill vera í stöðu þar sem við ráðumst á fórnarlamb. En nú ætti að spyrja spurningarinnar: Hver er fórnarlambið?“


Tengdar fréttir

Cosby afboðar sig eftir ásakanir um nauðganir

Búið er að afboða komu Bill Cosby, leikara og grínista, í sjónvarpsþáttinn Late Show með David Letterman á CBS. Talið er að það tengist ásökunum um kynferðislegt ofbeldi og nauðgunum.

Þakkar konunni fyrir stuðninginn

Bandaríski grínistinn Bill Cosby hefur í fyrsta sinn tjáð sig opinberlega um fjölda ásakana á hendur sér um kynferðislegt ofbeldi gegn konum.

Cosby kærður

Sakar Bill Cosby um að hafa nauðgað sér þegar hún var 15 ára gömul.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×