Innlent

Hús Kára Stefánssonar hlaut alþjóðleg hönnunarverðlaun

Bjarki Ármannsson skrifar
Hús Kára við Fagraþing í Kópavogi hefur vakið mikla athygli frá því að bygging þess hófst.
Hús Kára við Fagraþing í Kópavogi hefur vakið mikla athygli frá því að bygging þess hófst. Vísir/GVA/Interior Design
Einbýlishús Kára Stefánssonar, stofnanda Íslenskrar erfðagreiningar, við Fagraþing í Kópavogi vann til fyrstu verðlauna í flokki stórra einbýlishúsa á árlegri verðlaunahátíð bandaríska tímaritsins Interior Design í síðustu viku.  Það voru EON-arkítektar sem teiknuðu húsið, sem vakið hefur mikla athygli í fjölmiðlum frá því að bygging þess hófst.

Þá hlutu EON einnig verðlaun á hátíðinni fyrir hönnun Heklusafnsins á Leirubakka í flokki safna.

Hönnun hússins hefur vakið mikla athygli.Mynd/Interior Design
Húsið hans Kára er á besta stað í Kópavogi, með útsýni yfir Elliðavatn.

Bygging hússins hefur oft ratað í fjölmiðla á undanförnum tveimur árum, bæði vegna einstaks útlits þess og deilna Kára Stefánssonar við hina ýmsu verktaka sem hafa komið að byggingu þess.

Meðal annars fór verktakafyrirtækið Fonsi ehf. í mál við Kára vegna ógreiddra samninga en Kári taldi sig í raun hafa ofgreitt fyrir verkið. Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi Kára til að greiða reikninginn við Fons að fullu en Hæstiréttur sneri þeim dómi við.

Þá var Kári í síðustu viku dæmdur til þess að greiða Karli Axelssyni lögmanni tveggja milljóna króna reikning vegna starfa hans fyrir Kára, en Karl kom fram fyrir hönd Kára nokkrum sinnum fyrir dómi í tengslum við byggingu hússins. 

Verðlaunin voru í flokki stórra einbýlishúsa.Mynd/Interior Design
EON voru einnig heiðruð fyrir hönnun Heklusafnsins.Mynd/Interior Design
Heklusafnið er á Leirubakka í Landsveit.Mynd/Interior Design

Tengdar fréttir

Kári stefnir lögmanninum sínum

Kári Stefánsson hefur stefnt lögmanninum Karli Axelssyni til að fá hnekktum úrskurði um þóknun sem Kári skuldar lögmannsstofu Karls.
Fleiri fréttir

Sjá meira


×