Þá hlutu EON einnig verðlaun á hátíðinni fyrir hönnun Heklusafnsins á Leirubakka í flokki safna.

Bygging hússins hefur oft ratað í fjölmiðla á undanförnum tveimur árum, bæði vegna einstaks útlits þess og deilna Kára Stefánssonar við hina ýmsu verktaka sem hafa komið að byggingu þess.
Meðal annars fór verktakafyrirtækið Fonsi ehf. í mál við Kára vegna ógreiddra samninga en Kári taldi sig í raun hafa ofgreitt fyrir verkið. Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi Kára til að greiða reikninginn við Fons að fullu en Hæstiréttur sneri þeim dómi við.
Þá var Kári í síðustu viku dæmdur til þess að greiða Karli Axelssyni lögmanni tveggja milljóna króna reikning vegna starfa hans fyrir Kára, en Karl kom fram fyrir hönd Kára nokkrum sinnum fyrir dómi í tengslum við byggingu hússins.


