Innlent

Kári Stefánsson þarf ekki að greiða verksamning

Stefán Ó. Jónsson skrifar
Kári taldi sig þegar hafa greitt fyrir verkið í samræmi við samninga.
Kári taldi sig þegar hafa greitt fyrir verkið í samræmi við samninga.
Hæstirétt­ur snéri í dag við dómi Héraðsdóms Reykjavíkur í máli Kára Stef­áns­sonar, for­stjóra Íslenskr­ar erfðagrein­ing­ar, sem verktakafyrirtækið Fonsi ehf. höfðaði gegn hon­um í tengslum við byggingu á einbýlishúsinu að Fagraþingi 5 í Kópavogi.

Var Kára gert að að greiða tæpar 9 milljónir króna vegna verksamninga sem hann gerði við Fonsi ehf samkvæmt dómi héraðsdóms í október í fyrra.

Samningurinn var gerður um að steypa upp einbýlishús í Kópavogi. Af 22 reikningum sem Fonsi ehf. gaf út vegna verksins voru allir greiddir nema 2 síðustu, en Kári taldi verkið gallað og því hafi ekki verið lokið í samræmi við samning. Fonsi ehf. stefndi Kára því til greiðslu 10.695.471 vegna reikninganna tveggja.

Kári taldi sig þegar hafa greitt fyrir verkið í fullu samræmi við samninga. Samningsfjárhæðin var í heild rúmar tæpar 55 milljónir en fram kemur í dómi héraðsdóms að Kári taldi sig í raun hafa ofgreitt fyrir verkið. Héraðsdómur komst að þeirri niðurstöðu að Kára bæri að greiða Fonsa 8.730.606 krón­ur auk dráttarvaxta og 700.000 krón­ur í máls­kostnað.

Hæstiréttur sýknaði Kára því í málinu og dæmdi Fonsa ehf. að greiða 1.500.000 krón­ur í málskostnað.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×