Dramatískur stjórnarfundur í Útvarpshúsinu Jakob Bjarnar skrifar 18. desember 2014 15:23 Menn búa sig undir örlagaríkan stjórnarfund RÚV ohf. en Magnús Geir segir stöðuna verri en menn höfðu séð fyrir. Klukkan 16:00 hefst stjórnarfundur hjá RÚV ohf og er gert ráð fyrir því að sá fundur verði dramatískur. Fjárlög sem urðu að lögum í vikunni fela í sér það að afnotagjöld af Ríkisútvarpinu lækka. Forsvarsmenn RÚV hafa lagt á það ríka áherslu að það feli í sér slíkar tekjuskerðingar til miðilsins að óhjákvæmilegt sé að til niðurskurðar komi, slíks að annað eins hefur ekki sést. Björg Eva Erlendsdóttir er stjórnarmaður og hún segist ekki í aðstöðu til að tjá sig um fundinn nema á almennum nótum. Hún bendir á að í lögum frá löggjafarþinginu sé gert ráð fyrir því að RÚV ohf uppfylli ýmsar skyldur og kvaðir: „Það er fróm ósk frá stjórn að alþingi, sem leggur allt þetta á fyrirtækið, aflétti þeim kröfum eða láti fjármagn fylgja. En, þau ætla að gera hvorugt og við því þarf stjórnin að bregðast í dag.“Staðan verri en sáu fyrir Vísir spurði Magnús Geir Þórðarson fáeinna spurninga í ljósi þessarar stöðu og bárust svör frá honum á þriðjudagskvöld. Sú fyrsta var hvort þessi rekstrarstaða sé allt önnur og talsvert verri en hann hafði búist við, lá fyrir eða lögð hafði verið upp við þig, þegar hann gafst kost á sér í þetta verkefni? „Þegar ný framkvæmdastjórn tók til starfa í vor var gerð sjálfstæð úttekt á tilteknum þáttum sem snúa að fjárhagsstöðu RÚV. Það er rétt að staðan var allnokkru verri en menn höfðu áttað sig á og uppsafnaður vandi stærri en menn höfðu gert sér grein fyrir. Það er þó hægt að tækla þennan vanda, annars vegar með eignasölu sem er í góðum farvegi og hins vegar ef RÚV fær tekjur í samræmi við óskert og óbreytt útvarpsgjald. Þannig væri hægt að tryggja blómlega starfsemi RÚV til næstu ára.“Engar aðgerðir útfærðar Nú er óljóst hvað þessi fjárlög hafa í för með sér. Sumir vilja meira að segja meina að framlög til Ríkisútvarpsins aukist meðan stjórnendur þar bera sig illa. Þetta er fremur ruglingslegt og líkast til gera fæstir sér grein fyrir afleiðingum þessa. En, hvernig sér útvarpsstjóri hvað gerist í kjölfarið? Hvað verður skorið niður, nákvæmlega? Eru komin einhver drög að slíku? „Við höfum ekki útfært neinar aðgerðir, hvorki uppsagnir eða niðurfellingu á dagskrárliðum. Það er enda ekki tímabært. Ég bind enn vonir við að menn sameinist um að leysa málið. Ef framlög til starfseminnar eins og lagt var upp með í útvarpslögum eru tryggð þá skapast ró og friður til að byggja Ríkisútvarpið upp eftir mjög erfiðar sparnaðaraðgerðir undanfarinna ára.“Vongóður útvarpsstjóriMagnús Geir greindi nýlega frá því í grein að útvarpsgjaldið sem hver einstaklingur greiði sé sambærilegt að krónutölu við það sem þekkist hjá öðrum norrænum ríkisfjölmiðlum og nokkru lægra en hjá BBC og fleiri ríkisstöðvum í Evrópu. Stjórn RÚV hefur óskað eftir því að félagið fái útvarpsgjaldið óskert svo að tryggja megi áframhaldandi öflugt Ríkisútvarp, með sambærilegar skyldur og hlutverk og verið hefur. Magnús sagði óbreytt útvarpsgjald duga til að standa undir öflugri dagskrá og nauðsynlegum úrbótum á dreifikerfi. Ekki sé þörf á að hækka gjaldið eða veita sérstök fjárframlög til RÚV. Þá sagði hann í viðtali við Stöð 2 3.680 milljónir ekki duga fyrir RÚV til að sinna lögboðnum skyldum sínum. En, nú stendur til að lækkka gjaldið -- hefur hann velt fyrir þér að segja upp störfum vegna þessarar stöðu? „Ég er enn vongóður um að við finnum lausn. Ég tel að þorri þjóðarinnar vilji eiga Ríkisútvarpið og vilji að það geti sinnt hlutverki sínu með sóma. Ég er ekki aðalatriðið í þessu máli. Það skiptir mestu í mínum huga að Ríkisútvarpið geti dafnað og að ekki þurfi að koma til afdrifaríkra uppsagna og grundvallarbreytinga á því góða menningarstarfi sem þjóðin hefur byggt upp í áratugi með rekstri Ríkisútvarps.“ Tengdar fréttir Stjórn RÚV skorar á þing að falla frá lækkun útvarpsgjalds Stjórn Ríkisútvarpsins beinir því til Alþingis að það standi vörð um Ríkisútvarpið með því að falla frá fyrirhugaðri lækkun á útvarpsgjaldi. 1. desember 2014 14:17 Þarf að velja burt stóra þætti í starfi RÚV „Þetta er af þannig stærðargráðu ef til kæmi. Ef þetta gengur í gegn, þá þarf að velja í burtu stóra þætti starfseminnar,“ segir útvarpsstjóri. 15. desember 2014 08:00 Telur útgjöld RÚV of mikil Tap félagsins á síðasta rekstrarári var 271 milljón króna eftir skatta. 29. nóvember 2014 20:06 Allt óljóst með veðurfréttir RÚV eftir áramót Veðurfélagið ehf. hefur síðastliðin 16 ár séð um veðurfréttirnar á RÚV en í sumar var samningnum við félagið sagt upp. 4. desember 2014 17:04 Útvarpsgjaldið skert sex sinnum á síðustu tíu árum Fjárframlög ríkisins til RÚV hafa fjórum sinnum verið hærri en tekjur af afnota- eða útvarpsgjaldi frá árinu 2005. Varaformaður fjárlaganefndar segir fullyrðingar um að stofnunin hafi aldrei fengið óskert útvarpsgjöld rangar. 5. desember 2014 07:00 Segja 3.680 milljónir ekki duga Framlög skattgreiðenda til RÚV aukast milli ára bæði á verðlagi hvers árs og föstu verðlagi. 16. desember 2014 19:05 Mest lesið Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Innlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent Ákæru fyrir manndráp vísað frá Erlent Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Innlent Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Innlent Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Innlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Innlent Trump vill hafa Pútín og Xi út af fyrir sig Erlent Fleiri fréttir „Voðalega eru Íslendingarnir peppaðir“ Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Handboltaveisla í beinni, málsvörn olíufélaga og fögnuður leigubílstjóra Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Aldrei verið gefnar út fleiri rauðar viðvaranir Finnist hvergi eins sterk skilyrði til umhverfisverndar í lagareldi Streymi: Heilsan okkar: Meðferð offitu hjá fullorðnum Burðardýr hlaut þungan dóm fyrir vökvasmygl Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Ráðhús Árborgar sprungið – 10 starfsmenn fluttir í annað húsnæði Streymi: Málþing um stöðu fatlaðra barna í íþróttum Lögregla eltist við afbrotamenn Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Auglýsa forskráningu í skóla í Grindavík Segir ekkert náttúrulögmál að bílasalar þurfi að velta hækkunum út í verðlagið Þrjár hlutu heiðursverðlaun Sjá meira
Klukkan 16:00 hefst stjórnarfundur hjá RÚV ohf og er gert ráð fyrir því að sá fundur verði dramatískur. Fjárlög sem urðu að lögum í vikunni fela í sér það að afnotagjöld af Ríkisútvarpinu lækka. Forsvarsmenn RÚV hafa lagt á það ríka áherslu að það feli í sér slíkar tekjuskerðingar til miðilsins að óhjákvæmilegt sé að til niðurskurðar komi, slíks að annað eins hefur ekki sést. Björg Eva Erlendsdóttir er stjórnarmaður og hún segist ekki í aðstöðu til að tjá sig um fundinn nema á almennum nótum. Hún bendir á að í lögum frá löggjafarþinginu sé gert ráð fyrir því að RÚV ohf uppfylli ýmsar skyldur og kvaðir: „Það er fróm ósk frá stjórn að alþingi, sem leggur allt þetta á fyrirtækið, aflétti þeim kröfum eða láti fjármagn fylgja. En, þau ætla að gera hvorugt og við því þarf stjórnin að bregðast í dag.“Staðan verri en sáu fyrir Vísir spurði Magnús Geir Þórðarson fáeinna spurninga í ljósi þessarar stöðu og bárust svör frá honum á þriðjudagskvöld. Sú fyrsta var hvort þessi rekstrarstaða sé allt önnur og talsvert verri en hann hafði búist við, lá fyrir eða lögð hafði verið upp við þig, þegar hann gafst kost á sér í þetta verkefni? „Þegar ný framkvæmdastjórn tók til starfa í vor var gerð sjálfstæð úttekt á tilteknum þáttum sem snúa að fjárhagsstöðu RÚV. Það er rétt að staðan var allnokkru verri en menn höfðu áttað sig á og uppsafnaður vandi stærri en menn höfðu gert sér grein fyrir. Það er þó hægt að tækla þennan vanda, annars vegar með eignasölu sem er í góðum farvegi og hins vegar ef RÚV fær tekjur í samræmi við óskert og óbreytt útvarpsgjald. Þannig væri hægt að tryggja blómlega starfsemi RÚV til næstu ára.“Engar aðgerðir útfærðar Nú er óljóst hvað þessi fjárlög hafa í för með sér. Sumir vilja meira að segja meina að framlög til Ríkisútvarpsins aukist meðan stjórnendur þar bera sig illa. Þetta er fremur ruglingslegt og líkast til gera fæstir sér grein fyrir afleiðingum þessa. En, hvernig sér útvarpsstjóri hvað gerist í kjölfarið? Hvað verður skorið niður, nákvæmlega? Eru komin einhver drög að slíku? „Við höfum ekki útfært neinar aðgerðir, hvorki uppsagnir eða niðurfellingu á dagskrárliðum. Það er enda ekki tímabært. Ég bind enn vonir við að menn sameinist um að leysa málið. Ef framlög til starfseminnar eins og lagt var upp með í útvarpslögum eru tryggð þá skapast ró og friður til að byggja Ríkisútvarpið upp eftir mjög erfiðar sparnaðaraðgerðir undanfarinna ára.“Vongóður útvarpsstjóriMagnús Geir greindi nýlega frá því í grein að útvarpsgjaldið sem hver einstaklingur greiði sé sambærilegt að krónutölu við það sem þekkist hjá öðrum norrænum ríkisfjölmiðlum og nokkru lægra en hjá BBC og fleiri ríkisstöðvum í Evrópu. Stjórn RÚV hefur óskað eftir því að félagið fái útvarpsgjaldið óskert svo að tryggja megi áframhaldandi öflugt Ríkisútvarp, með sambærilegar skyldur og hlutverk og verið hefur. Magnús sagði óbreytt útvarpsgjald duga til að standa undir öflugri dagskrá og nauðsynlegum úrbótum á dreifikerfi. Ekki sé þörf á að hækka gjaldið eða veita sérstök fjárframlög til RÚV. Þá sagði hann í viðtali við Stöð 2 3.680 milljónir ekki duga fyrir RÚV til að sinna lögboðnum skyldum sínum. En, nú stendur til að lækkka gjaldið -- hefur hann velt fyrir þér að segja upp störfum vegna þessarar stöðu? „Ég er enn vongóður um að við finnum lausn. Ég tel að þorri þjóðarinnar vilji eiga Ríkisútvarpið og vilji að það geti sinnt hlutverki sínu með sóma. Ég er ekki aðalatriðið í þessu máli. Það skiptir mestu í mínum huga að Ríkisútvarpið geti dafnað og að ekki þurfi að koma til afdrifaríkra uppsagna og grundvallarbreytinga á því góða menningarstarfi sem þjóðin hefur byggt upp í áratugi með rekstri Ríkisútvarps.“
Tengdar fréttir Stjórn RÚV skorar á þing að falla frá lækkun útvarpsgjalds Stjórn Ríkisútvarpsins beinir því til Alþingis að það standi vörð um Ríkisútvarpið með því að falla frá fyrirhugaðri lækkun á útvarpsgjaldi. 1. desember 2014 14:17 Þarf að velja burt stóra þætti í starfi RÚV „Þetta er af þannig stærðargráðu ef til kæmi. Ef þetta gengur í gegn, þá þarf að velja í burtu stóra þætti starfseminnar,“ segir útvarpsstjóri. 15. desember 2014 08:00 Telur útgjöld RÚV of mikil Tap félagsins á síðasta rekstrarári var 271 milljón króna eftir skatta. 29. nóvember 2014 20:06 Allt óljóst með veðurfréttir RÚV eftir áramót Veðurfélagið ehf. hefur síðastliðin 16 ár séð um veðurfréttirnar á RÚV en í sumar var samningnum við félagið sagt upp. 4. desember 2014 17:04 Útvarpsgjaldið skert sex sinnum á síðustu tíu árum Fjárframlög ríkisins til RÚV hafa fjórum sinnum verið hærri en tekjur af afnota- eða útvarpsgjaldi frá árinu 2005. Varaformaður fjárlaganefndar segir fullyrðingar um að stofnunin hafi aldrei fengið óskert útvarpsgjöld rangar. 5. desember 2014 07:00 Segja 3.680 milljónir ekki duga Framlög skattgreiðenda til RÚV aukast milli ára bæði á verðlagi hvers árs og föstu verðlagi. 16. desember 2014 19:05 Mest lesið Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Innlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent Ákæru fyrir manndráp vísað frá Erlent Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Innlent Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Innlent Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Innlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Innlent Trump vill hafa Pútín og Xi út af fyrir sig Erlent Fleiri fréttir „Voðalega eru Íslendingarnir peppaðir“ Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Handboltaveisla í beinni, málsvörn olíufélaga og fögnuður leigubílstjóra Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Aldrei verið gefnar út fleiri rauðar viðvaranir Finnist hvergi eins sterk skilyrði til umhverfisverndar í lagareldi Streymi: Heilsan okkar: Meðferð offitu hjá fullorðnum Burðardýr hlaut þungan dóm fyrir vökvasmygl Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Ráðhús Árborgar sprungið – 10 starfsmenn fluttir í annað húsnæði Streymi: Málþing um stöðu fatlaðra barna í íþróttum Lögregla eltist við afbrotamenn Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Auglýsa forskráningu í skóla í Grindavík Segir ekkert náttúrulögmál að bílasalar þurfi að velta hækkunum út í verðlagið Þrjár hlutu heiðursverðlaun Sjá meira
Stjórn RÚV skorar á þing að falla frá lækkun útvarpsgjalds Stjórn Ríkisútvarpsins beinir því til Alþingis að það standi vörð um Ríkisútvarpið með því að falla frá fyrirhugaðri lækkun á útvarpsgjaldi. 1. desember 2014 14:17
Þarf að velja burt stóra þætti í starfi RÚV „Þetta er af þannig stærðargráðu ef til kæmi. Ef þetta gengur í gegn, þá þarf að velja í burtu stóra þætti starfseminnar,“ segir útvarpsstjóri. 15. desember 2014 08:00
Telur útgjöld RÚV of mikil Tap félagsins á síðasta rekstrarári var 271 milljón króna eftir skatta. 29. nóvember 2014 20:06
Allt óljóst með veðurfréttir RÚV eftir áramót Veðurfélagið ehf. hefur síðastliðin 16 ár séð um veðurfréttirnar á RÚV en í sumar var samningnum við félagið sagt upp. 4. desember 2014 17:04
Útvarpsgjaldið skert sex sinnum á síðustu tíu árum Fjárframlög ríkisins til RÚV hafa fjórum sinnum verið hærri en tekjur af afnota- eða útvarpsgjaldi frá árinu 2005. Varaformaður fjárlaganefndar segir fullyrðingar um að stofnunin hafi aldrei fengið óskert útvarpsgjöld rangar. 5. desember 2014 07:00
Segja 3.680 milljónir ekki duga Framlög skattgreiðenda til RÚV aukast milli ára bæði á verðlagi hvers árs og föstu verðlagi. 16. desember 2014 19:05