Allt óljóst með veðurfréttir RÚV eftir áramót Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 4. desember 2014 17:04 Haraldur Ólafsson, veðurfræðingur, er eigandi Veðurfélagsins. „Það sem er kristaltært í þessu máli er að það er enginn samningur til staðar varðandi veðurfréttir eftir 31. desember,“ segir Haraldur Ólafsson veðurfræðingur og eigandi Veðurfélagsins ehf. Veðurfélagið hefur síðastliðin 16 ár séð um veðurfréttirnar á RÚV en í sumar var samningnum við félagið sagt upp. RÚV hefur sagt upp samningi við Veðurfélagið og nú mun RÚV leita eftir tilboðum frá Veðurstofunni, Belgingi og Veðurfélaginu. Ákveðið hefur verið að ganga til frekari viðræðna við Veðurstofuna en þó sé jafnframt verið að ræða við þá veðurfræðinga sem nú sjá um veðurfréttirnar, en þeir starfa sem verktakar á vegum Veðurfélagsins. Þetta staðfestir Haraldur en segir enn óljóst hvernig málum verði háttað eftir áramót þar sem viðræður séu í raun enn í gangi á milli Veðurfélagsins og RÚV. Aðspurður hvort hann viti hvers vegna samningnum við Veðurfélagið hafi verið sagt upp segist hann ætla að það sé hluti af þeirri viðleitni að hagræða í rekstri RÚV. „Þessi samningur hefur auðvitað verið tekinn reglulega til endurskoðunar á síðustu árum og þetta snýst náttúrulega um hagræðingu, eða ég býst að minnsta kosti fastlega við því,“ segir Haraldur. Ólafur Rögnvaldsson, veðurfræðingur og eigandi Belgings, segist ekki vita hvers vegna RÚV hafi ákveðið að ræða frekar við Veðurstofuna eftir að hafa leitað eftir tilboðum í veðurfréttirnar. „Okkur var ekkert tilkynnt sérstaklega hvers vegna það var frekar ákveðið að ræða við Veðurstofuna en okkur,“ segir Ólafur. Þá segir hann jafnframt að það hafi verið nokkuð óljóst hvað RÚV hafi verið að biðja um þegar eftir tilboðum var leitað. Mest lesið Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Erlent „Mjög áhugaverð umræða“ Innlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Innlent Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Erlent Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Innlent Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent Jói Fel málar með puttunum Innlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Innlent Fleiri fréttir „Mjög áhugaverð umræða“ Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Breki Atlason gefur kost á sér á lista Miðflokksins Skjálfti fannst í Hveragerði Jói Fel málar með puttunum „Voðalega eru Íslendingarnir peppaðir“ Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Handboltaveisla í beinni, málsvörn olíufélaga og fögnuður leigubílstjóra Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Aldrei verið gefnar út fleiri rauðar viðvaranir Finnist hvergi eins sterk skilyrði til umhverfisverndar í lagareldi Streymi: Heilsan okkar: Meðferð offitu hjá fullorðnum Burðardýr hlaut þungan dóm fyrir vökvasmygl Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Ráðhús Árborgar sprungið – 10 starfsmenn fluttir í annað húsnæði Streymi: Málþing um stöðu fatlaðra barna í íþróttum Lögregla eltist við afbrotamenn Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ Sjá meira
„Það sem er kristaltært í þessu máli er að það er enginn samningur til staðar varðandi veðurfréttir eftir 31. desember,“ segir Haraldur Ólafsson veðurfræðingur og eigandi Veðurfélagsins ehf. Veðurfélagið hefur síðastliðin 16 ár séð um veðurfréttirnar á RÚV en í sumar var samningnum við félagið sagt upp. RÚV hefur sagt upp samningi við Veðurfélagið og nú mun RÚV leita eftir tilboðum frá Veðurstofunni, Belgingi og Veðurfélaginu. Ákveðið hefur verið að ganga til frekari viðræðna við Veðurstofuna en þó sé jafnframt verið að ræða við þá veðurfræðinga sem nú sjá um veðurfréttirnar, en þeir starfa sem verktakar á vegum Veðurfélagsins. Þetta staðfestir Haraldur en segir enn óljóst hvernig málum verði háttað eftir áramót þar sem viðræður séu í raun enn í gangi á milli Veðurfélagsins og RÚV. Aðspurður hvort hann viti hvers vegna samningnum við Veðurfélagið hafi verið sagt upp segist hann ætla að það sé hluti af þeirri viðleitni að hagræða í rekstri RÚV. „Þessi samningur hefur auðvitað verið tekinn reglulega til endurskoðunar á síðustu árum og þetta snýst náttúrulega um hagræðingu, eða ég býst að minnsta kosti fastlega við því,“ segir Haraldur. Ólafur Rögnvaldsson, veðurfræðingur og eigandi Belgings, segist ekki vita hvers vegna RÚV hafi ákveðið að ræða frekar við Veðurstofuna eftir að hafa leitað eftir tilboðum í veðurfréttirnar. „Okkur var ekkert tilkynnt sérstaklega hvers vegna það var frekar ákveðið að ræða við Veðurstofuna en okkur,“ segir Ólafur. Þá segir hann jafnframt að það hafi verið nokkuð óljóst hvað RÚV hafi verið að biðja um þegar eftir tilboðum var leitað.
Mest lesið Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Erlent „Mjög áhugaverð umræða“ Innlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Innlent Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Erlent Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Innlent Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent Jói Fel málar með puttunum Innlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Innlent Fleiri fréttir „Mjög áhugaverð umræða“ Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Breki Atlason gefur kost á sér á lista Miðflokksins Skjálfti fannst í Hveragerði Jói Fel málar með puttunum „Voðalega eru Íslendingarnir peppaðir“ Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Handboltaveisla í beinni, málsvörn olíufélaga og fögnuður leigubílstjóra Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Aldrei verið gefnar út fleiri rauðar viðvaranir Finnist hvergi eins sterk skilyrði til umhverfisverndar í lagareldi Streymi: Heilsan okkar: Meðferð offitu hjá fullorðnum Burðardýr hlaut þungan dóm fyrir vökvasmygl Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Ráðhús Árborgar sprungið – 10 starfsmenn fluttir í annað húsnæði Streymi: Málþing um stöðu fatlaðra barna í íþróttum Lögregla eltist við afbrotamenn Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ Sjá meira