Erlent

Öflug sprengja sprakk í Malmö

Vísir/AFP
Öflug sprengja skrakk við dómshúsið í Malmö í Svíþjóð rétt fyrir miðnætti. Engin hótun hafði borist fyrirfram og mikið tjón varð á inngangi hússins og framhliðinni þótt enginn hafi slasast alvarlega. Einn særðist þó lítillega og þá sprungu rúður í nærliggjandi byggingum. Vitni segjast hafa séð manneskju hlaupa frá húsinu skömmu áður en sprengingin varð og er sökudólganna nú leitað. Þetta er í annað sinn á þessu ári sem sprengja springur við dómshúsið, sem einnig hýsir lögreglustöð borgarinnar en svipað atvik átti sér stað í febrúar. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×