Erlent

Fundu ungbarn grafið í sand í Ástralíu

Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar
Maroubra-strönd í Sydney í Ástralíu.
Maroubra-strönd í Sydney í Ástralíu. vísir/ap
Lík hvítvoðungs fannst í gær grafið í sand á Maroubra-strönd í Sydney í Ástralíu. Tveir drengir, sex og sjö ára, fundu barnið.

Barnið fannst í um þrjátíu sentímetra dýpi, án klæða. Að sögn lögreglu er ekki hægt að greina frá aldri barnsins á þessari stundu þar sem líkami þess er illa farinn.

Þá er ekki vitað hver móðir barnsins er en lögregluyfirvöld hvetja hana til að gefa sig fram hið fyrsta og alla þá sem telja sig búa yfir einhverjum upplýsingum að hafa samband.

Í síðustu viku fannst ungbarn í holræsi í Sydney. Barnið fannst á lífi.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×