Innlent

Björgunarsveitarmenn ná tökum á gámi sem fauk á bifreið

Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar
Gámurinn olli töluverðu tjóni.
Gámurinn olli töluverðu tjóni. mynd/skjáskot
Nóttin hjá lögreglunni á Akureyri var afar annasöm. Lögregla og björgunarsveitir þurftu að sinna fjölmörgum útköllum vegna hvassviðris og nokkurt tjón varð á nokkrum stöðum vegna lausamuna sem fóru af stað.

Lögreglan á Akureyri hefur sett inn myndbandsupptöku af björgunarsveitarmönnum að störfum. Þar má sjá þá reyna að ná tökum á gámi sem fauk á bifreið og olli töluverðu tjóni en nokkrir slíkir tókust á loft í nótt. Enn er hvasst norðanlands og hvetur lögregla fólk til að fara sérstaklega varlega.




Tengdar fréttir

Vonskuveður á Akureyri: Gámur fauk nokkra metra

Á meðfylgjandi myndum má sjá björgunarsveitarmenn að störfum í Drekagili en þar fór gámur á hliðina eftir að hann tók á sig vind. Hviðurnar voru svo sterkar að þær feyktu gáminum nokkra metra og var hann farinn að nálgast kyrrstæðan bíl þegar björgunarsveitarmenn bar að garði, að sögn sjónarvottar.

Engin slys en þónokkuð tjón víða

Ekki er vitað til að nein alvarleg slys hafi orðið í ofsaveðrinu sem gekk yfir landið í gær og í nótt og verulega hefur dregið úr vindi nema hvað nokkuð hvasst er enn sumstaðar á Norðurlandi.

Umferðarljós víða óvirk

Rafmagnstruflanir hafa orðið víðsvegar á höfuðborgarsvæðinu í kvöld og hefur það haft áhrif á umferðarljós

Tré rifna upp með rótum

Aron Kristinn Ágústsson, nemandi í Háteigsskóla, var á ferðinni við Kennaraháskólann í kvöld.

Óveður í dag

Upp úr hádegi fer að hvessa verulega þegar vindhraðinn á að komast í 18-25 metrar á sekúndu og fylgir því talsverð rigning.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×