Innlent

Spáð allt að 23 metrum á sekúndu

Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar
Veðurhorfur á landinu

Búist er við suðvestan 10-18 metrum á sekúndu í dag en 15 -23 metrum á sekúndu norðanlands fram að hádegi. Víða él en úrkomulítið norðaustan- og austantil. Hiti um eða undir frostmarki. Suðvestan 13-20 metrar á sekúndu með rigningu eða slyddu á morgun, en 15-23 síðdegis suðaustantil. Hiti 1 til 8 stig. Él vestanlands eftir hádegi og kólnandi veður.

Á höfuðborgarsvæðinu er spáð 10-15 metrum á sekúndu og éli, en 5-13 eftir hádegi. Hiti um frostmark. Suðvestan 13-18 og rigning eða slydda á morgun, en él seinni partinn. Hiti 1 til 6 stig.

Færð á vegum

Á Suðurlandi og Reykjanesi er éljagangur og víða hálkublettir eða snjóþekja en vindur er genginn niður bæði á Suðurlandi og við Faxaflóa.

Hálka er í Hvalfirði en á Vesturlandi er víða nokkur hálka, einkum á heiðum. Vindur er þar að mestu genginn niður.

Enn er mjög hvasst á Vestfjörðum, einkum sunnan til. Þar er víða nokkur hálka eða snjóþekja, raunar þæfingsfærð á Steingrímsfjarðarheiði.

Vegir að mestu auðir í Húnavatnssýslum og Skagafirði þótt hálkublettir séu á köflum. Enn er hvasst í Skagafirði og sérstaklega eru miklar vindhviður á Siglufjarðarvegi. Hálka er á Öxnadalsheiði og hvasst. Það éljar í Þingeyjasýslum og þar eru sumstaðar hálkublettir.

Á Austurlandi eru hálkublettir á stöku fjallvegum en annars greiðfært þar til kemur í Öræfin en snjóþekja og hálka er úr Öræfum og að Vík.

Veðurhorfur á landinu næstu daga

Þriðjudagur:

Suðvestan 10-18 m/s og rigning eða slydda, hiti 1 til 6 stig. Suðvestan 15-23 seinnipartinn með éljum á V-helmingi landsins og kólnandi veðri.

Miðvikudagur:

Suðvestlæg átt 10-15 m/s fyrripartinn, en hægari þegar líður á daginn. Úrkomulítið um landið N- og A-vert, annars él, en samfelldari slydda eða snjókoma undir kvöld. Hiti um og undir frostmarki, en frostlaust syðst.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×