Innlent

Viðburðum aflýst vegna veðurs

Samúel Karl Ólason skrifar
Mörgum viðburðum sem áttu að fara fram í dag hefur verið aflýst eða frestað vegna veðurs.
Mörgum viðburðum sem áttu að fara fram í dag hefur verið aflýst eða frestað vegna veðurs. Vísir/Anton
Mörgum viðburðum sem áttu að fara fram í dag hefur verið aflýst eða frestað vegna veðurs. Þar á meðal var tendrun jólaljósa á Oslóartrénu á Austurvelli frestað, sem og aðventukvöldum í Seljakirkju og Dómkirkju.

Fréttin verður uppfærð með deginum og sem frekari upplýsingar berast.

Jólafundi Kvenfélags Fríkirkjunnar í Hafnarfirði sem átti að vera í Skútunni í kvöld klukkan 20 hefur verið frestað til næsta sunnudags.

Dansleikur sem vera átti hjá Félagi eldri borgara í Reykjavík í Ásgarði fellur einnig niður.

Aðventukvöldi sem átti að hefjast kl. 20 í kvöld verður frestað til 14. desember næstkomandi. Aðventubíó sem átti að vera kl. 15 fellur niður í dag en boðið er upp á bíósýningar á öðrum og þriðja sunnudegi í aðventu. Sýndar verða skemmtilegar jólamyndir í safnaðarheimili kirkjunnar.

Jólaþorpinu á Thorsplani í Hafnarfirði hefur verið lokað í dag.

Aðventusamkomu Mýrdælinga sem vera átti í Víkurkirkju í dag kl. 16 er frestað um óákveðinn tíma.

Tónleikum Hallveigar Rúnarsdóttur og Gerrit Schuil í Hannesarholti hefur verið frestað til 18. janúar.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×