Fótbolti

Ragnar Sigurðsson orðaður við Hellas Verona

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Vísir/Getty
Ítalski vefmiðillinn Tuttomercatoweb.com fullyrðir í dag að landsliðsmaðurinn Ragnar Sigurðsson sé undir smá sjá úrvalsdeildarfélagsins Hellas Verona.

Ragnar hefur verið fastamaður í liði Krasnodar sem er í öðru sæti rússnesku úrvalsdeildarinnar, fimm stigum á eftir toppliði Zenit.

Emil Hallfreðsson er á mála hjá Hellas Verona en liðið er sem stendur í fjórtánda sæti deildarinnar og hefur ekki unnið í síðustu sjö leikjum sínum.

Ragnar er 28 ára gamall og hélt út í atvinnumennsku er hann gekk í raðir IFK Gautaborg árið 2007. Þar var hann í fimm ár áður en hann samdi við FCK í Kaupmannahöfn. Krasnodar keypti hann svo í upphafi þessa árs.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×