Þjóðverjar harmi slegnir vegna dauða ungrar konu Atli Ísleifsson skrifar 1. desember 2014 16:14 Árásin var gerð þann 15. nóvember síðastliðinn og komst hin 23 ára kennaranemi, Tugce Albayrak, aldrei til meðvitundar. Vísir/AFP Þýskir fjölmiðlar hafa birt myndbandsupptöku þar sem sjá má hvernig maður slær til ungrar konu. Höggið reyndist banahögg. Tugce Albayrak hafði verið haldið sofandi í öndunarvél í tvær vikur en síðastliðinn föstudag var ákveðið að slökkva á öndunarvélinni, á 23 ára afmælisdegi Tugce, þar sem batahorfur voru engar. Aðdragandi árásarinnar var sá að Tuqce gekk á milli árásarmannsins og tveggja kvenna sem hann hafði verið að áreita á bílaplani. Árásin var gerð á bílaplani fyrir utan skyndibitastað í bænum Offenbach, skammt frá Frankfurt síðla nætur. Tuqce komst aldrei til meðvitundar eftir höggið sem árásarmaðurinn veitti henni. Málið hefur vakið gríðarlega athygli í Þýskalandi og hafa rúmlega 100 þúsund manns skorað á Joachim Glauck Þýskalandsforseta að veita Tugce heiðursorðu. Gauck segist ætla að taka áskorunina til skoðunar, en í bréfi til fjölskyldu Tugce kveðst hann skelfingu lostinn vegna dauða hennar. Allir standi í þakkarskuld við hana. „Hún verður ávallt fyrirmynd fyrir okkur öll og öll þjóðin syrgir hana.“ Þúsundir komu saman víðst vegar um Þýskaland um helgina til að minnast Tuqce sem var af tyrkneskum uppruna og stundaði kennaranám.Vonast til að fleiri vitni gefi sig fram Á myndbandinu sést hvernig maður reynir að halda aftur af hinum grunaða, átján ára manni, áður en sá síðarnefndi slær til Tugce sem fellur til jarðar. Þar liggur hún svo hreyfingarlaus innan um aðra nærstadda. Lögregla vonast til þess að með birtingu myndbandsins muni fleiri vitni gefa sig fram og skýra frá því hvað gerðist. Einn hefur verið handtekinn vegna árásarinnar. Til stendur að kryfja lík Tugce í dag til að skera úr um hvort það hafi verið hnefahöggið sjálft sem hafi rekið hana til dauða eða höggið þegar höfuðið lenti á götunni. Mest lesið Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Innlent Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Innlent „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ Innlent Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Innlent Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss Innlent Velti bílnum við Fjarðarhraun Innlent Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Innlent Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Innlent Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Erlent Fleiri fréttir Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Frakkar og Bretar ná saman um að skiptast á hælisleitendum Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Liðsmenn Verkalýðsflokks Kúrda leggja niður vopn Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Er Trump að gefast upp á Pútín? Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Bresk stjórnvöld hyggja á aðgerðir gegn trúnaðarsamningum Ekki fleiri greinst með mislinga í Bandaríkjunum í 33 ár Sjá meira
Þýskir fjölmiðlar hafa birt myndbandsupptöku þar sem sjá má hvernig maður slær til ungrar konu. Höggið reyndist banahögg. Tugce Albayrak hafði verið haldið sofandi í öndunarvél í tvær vikur en síðastliðinn föstudag var ákveðið að slökkva á öndunarvélinni, á 23 ára afmælisdegi Tugce, þar sem batahorfur voru engar. Aðdragandi árásarinnar var sá að Tuqce gekk á milli árásarmannsins og tveggja kvenna sem hann hafði verið að áreita á bílaplani. Árásin var gerð á bílaplani fyrir utan skyndibitastað í bænum Offenbach, skammt frá Frankfurt síðla nætur. Tuqce komst aldrei til meðvitundar eftir höggið sem árásarmaðurinn veitti henni. Málið hefur vakið gríðarlega athygli í Þýskalandi og hafa rúmlega 100 þúsund manns skorað á Joachim Glauck Þýskalandsforseta að veita Tugce heiðursorðu. Gauck segist ætla að taka áskorunina til skoðunar, en í bréfi til fjölskyldu Tugce kveðst hann skelfingu lostinn vegna dauða hennar. Allir standi í þakkarskuld við hana. „Hún verður ávallt fyrirmynd fyrir okkur öll og öll þjóðin syrgir hana.“ Þúsundir komu saman víðst vegar um Þýskaland um helgina til að minnast Tuqce sem var af tyrkneskum uppruna og stundaði kennaranám.Vonast til að fleiri vitni gefi sig fram Á myndbandinu sést hvernig maður reynir að halda aftur af hinum grunaða, átján ára manni, áður en sá síðarnefndi slær til Tugce sem fellur til jarðar. Þar liggur hún svo hreyfingarlaus innan um aðra nærstadda. Lögregla vonast til þess að með birtingu myndbandsins muni fleiri vitni gefa sig fram og skýra frá því hvað gerðist. Einn hefur verið handtekinn vegna árásarinnar. Til stendur að kryfja lík Tugce í dag til að skera úr um hvort það hafi verið hnefahöggið sjálft sem hafi rekið hana til dauða eða höggið þegar höfuðið lenti á götunni.
Mest lesið Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Innlent Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Innlent „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ Innlent Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Innlent Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss Innlent Velti bílnum við Fjarðarhraun Innlent Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Innlent Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Innlent Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Erlent Fleiri fréttir Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Frakkar og Bretar ná saman um að skiptast á hælisleitendum Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Liðsmenn Verkalýðsflokks Kúrda leggja niður vopn Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Er Trump að gefast upp á Pútín? Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Bresk stjórnvöld hyggja á aðgerðir gegn trúnaðarsamningum Ekki fleiri greinst með mislinga í Bandaríkjunum í 33 ár Sjá meira