Erlent

Læknir misnotaði börn sem voru sjúklingar hans

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Myles Bradbury var dæmdur í 22 ára fangelsi.
Myles Bradbury var dæmdur í 22 ára fangelsi.
Dómstóll í Cambridge í Bretlandi hefur dæmt lækninn Myles Bradbury í 22 ára fangelsi fyrir að misnota börn kynferðislega sem voru sjúklingar hans.

Bradbury játaði að hafa misnotað 18 drengi sem hann hjúkraði á Addenbrooke-spítalanum í Cambridge. Brotin áttu sér stað á árunum 2009-2013. Þá var Bradbury einnig dæmdur fyrir vörslu barnakláms.

Dómarinn fór hörðum orðum um Bradbury og sagði brot hans meðal annars hafa verið þaulskipulögð og grimmileg.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×