Erlent

Enn eitt fjöldamorðið í Kenýa

Kristnir í Kenýa hafa mótmælt morðunum.
Kristnir í Kenýa hafa mótmælt morðunum.
Sómalskir uppreisnarmenn drápu 36 námuverkamenn í bænum Mandera í norðurhluta Keníu í morgun.

Árásarmennirnir söfnuðu saman öllum þeim námuverkamönnum sem ekki voru íslamstrúar og skutu þá svo til bana.

BBC hefur eftir heimildarmanni sínum að árásarmennirnir hafi komið að mönnunum sofandi í tjöldum sínum og síðar skotið þá í höfuðið af stuttu færi. Þá hafi fjórir verið afhöfðaðir inni í tjöldunum, en þrír náð að flýja af vettvangi.

Yfirvöld í Keníu hafa vaxandi áhyggjur af öryggi á svæðum nálægt Sómalíu en árásir hafa verið tíðar að undanförnu.

Þannig drápu liðsmenn hryðjuverkasamtakanna Al-Shabab 28 farþega strætisvagns í sama héraði í síðustu viku. Öll fórnarlömbin voru annarrar trúar en íslamstrúar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×